Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 17
LÆKNAblaðið 2017/103 17 Inngangur Verkjavandamál frá lendahrygg eru meðal algengustu heilbrigð- isvandamála í vestrænum samfélögum. Bakverkir, ásamt verkjum frá hálshrygg eru settir í fyrsta sæti sjúkdómsbyrðar Íslendinga og reyndar allflestra landa heims í nýlegri, stórri yfirlitsgrein um sjúkdómsbyrðar heimsins.1 Þótt flestir bráðir lendahryggjarverkir gangi yfir innan 6 vikna sýna rannsóknir að 7-12% þeirra leiða til langvinnra verkjavandamála með tilheyrandi þjáningum fyrir einstaklinginn og kostnaði fyrir samfélagið.2 Oft gengur erfiðlega að meðhöndla verki frá lendahrygg og kann það að vera vegna þess að orsök verkjanna er oftast ekki þekkt, en talið er að á bilinu 80-95% verkjavandamála í lendahrygg falli í hóp óskilgreindra lendahryggjarverkja.3 Ein algengasta orsök lendahryggjarverkja er talin vera hryggþófavandamál (brjósklos og brjóskútbunganir).3 Við brjósklos verður rof á trefjabaug hrygg- þófans og hinn seigfljótandi kjarni rennur út. Ef kjarninn helst enn innan trefjabaugsins, þótt um verulega útbungun trefjabaugs sé að ræða, er ekki talað um brjósklos, heldur brjóskútbungun.4 Klínísk einkenni brjóskloss og brjóskútbungunar eru keimlík, því bæði brjósklos og brjóskútbungun valda oft þrýstingi/ertingu á taugarót viðkomandi liðbils. Því fylgja gjarnan verkir á húðgeira- Tilgangur: Að rannsaka notkun segulómunar við greiningu verkja frá lendahrygg, hvort samband sé á milli niðurstaðna segulómunar og klínískra einkenna og hvort niðurstöður segulómunar hafi áhrif á meðferð. Efniviður og aðferðir: Lýsandi, afturskyggn rannsókn þar sem unnið var með upplýsingar úr sjúkraskrám. Þátttökuskilyrði voru að vera 18 ára eða eldri, eiga lögheimili á Akureyri og hafa farið í segulómskoðun á lenda- hrygg á Sjúkrahúsinu á Akureyri árið 2009. Niðurstöður: Alls fóru 159 manns (82 konur) í segulómrannsókn vegna lendahryggjarvandamála árið 2009. Meðalaldur var 51 ár (18-88 ára). Algengustu greiningar úr segul ómun tengdust hryggþófanum (brjósklos og/eða brjóskútbungun, n=104), þar af 61 (38%) með brjósklos. Flest brjósklos (77%) voru á liðbili L4-L5 eða L5-S1. Lítil fylgni var milli klínískra einkenna og niðurstaðna segulómunar. Ekki var stuðst við stöðluð form við úrlestur segulómmynda. Algengustu meðferðarúrræði við brjósklosi voru lyfjagjöf (70%), tilvísun til sjúkraþjálfara (67%) og bækl- unarlæknis (61%). Níu manns fóru í skurðaðgerð. Af þeim 41 sem vísað var í sjúkraþjálfun fóru 49% fyrst í segulómun og fengu því sjúkraþjálf- unartilvísun mun seinna en hinir, eða eftir 14,4 ± 11,7 vikur í stað 4,6 ± 7,6 vikna (p=0,008). Ári eftir segulómun sýndi um helmingur óskorinna brjósklossjúklinga batamerki, 62% þeirra sem fengu sjúkraþjálfun en aðeins 27% hinna (p=0,024). Ályktanir: Notkun segulómunar virðist almenn við greiningu lendahryggjar vandamála, en lítil fylgni milli einkenna og segulómunar krefst samþætts mats læknis við sjúkdóms greiningu. Hryggþófavandamál eru algengustu segulómgreiningar í lendahrygg. Batahorfur einstaklinga með brjósklos virðast betri ef þeir fá sjúkraþjálfun, en nokkurrar tilhneig- ingar gætir til að fresta virkum meðferðarúrræðum þar til eftir segulómun. Segulómun við greiningu lendahryggsverkja: Nýting, samband við einkenni og áhrif á meðferð Gunnar Svanbergsson1 sjúkraþjálfari, Þorvaldur Ingvarsson2,3 læknir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir4,5,6 sjúkraþjálfari 1Sjúkraþjálfun Reykjavíkur, 2bæklunardeild Sjúkrahúsins á Akureyri, 3læknadeild Háskóla Íslands, 4heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri, 5endurhæfingardeild Sjúkrahússins á Akureyri, 6Öndunar-, ofnæmis- og svefnrannsóknir við Háskólann í Uppsölum Fyrirspurnum svarar Gunnar Svanbergsson gsvanbergs@gmail.com Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. https://doi.org/10.17992/lbl.2017.01.116 Greinin barst til blaðsins 10. júlí 2016, samþykkt til birtingar 5. desember 2016. svæði viðkomandi taugarótar, sem geta leitt alla leið niður í tær og stundum fylgir dofi, kraftleysi eða lömunareinkenni. Saga um slík einkenni, ásamt jákvæðu Laségue-prófi við skoðun telst benda til þess að um brjósklos sé að ræða.5 Greining verkja í lendahrygg byggir að mestu leyti á klínísku mati læknis, það er sjúkrasögu og líkamsskoðun. Sjúkrasaga gef- ur upplýsingar um eðli og staðsetningu einkenna, hversu lengi einkenni hafa varað og hvernig þau byrjuðu. Líkamsskoðun vegna lendahryggjarvandamála felur í sér skoðun líkamsstöðu og hreyfimynstra, þreifingu og ýmis sértæk próf eins og tauga- skoðun. Á síðari árum hefur mikilvægi myndgreiningar aukist, einkum eftir tilkomu segulómunar (magnetic resonance imaging, MRI). Segulómun gefur mynd af heildarástandi vefja á ákveðnu svæði, þar sem hún sýnir bæði bein og mjúkvefi og veitir því möguleika á innri ástandsskoðun mjúkvefja við hryggsúluna, svo sem hryggþófa.6 Svo margþættar myndir eru flóknar úrlestrar og því hafa flokkunarkerfi verið þróuð fyrir úrlestur og túlkun seg- ulómmynda. Rannsóknir sýna að réttmæti og áreiðanleiki aukast þegar notuð eru stöðluð flokkunarkerfi við úrlestur segulóm- mynda, í stað persónubundins úrlestrar og túlkunar.7,8 Segulómun til viðbótar við klíníska skoðun getur gert sjúk- dómsgreiningu nákvæmari en ella og nýst við skipulagningu meðferðar.3 Menn greinir þó á um hvert raunverulegt notagildi segulómskoðunar er, þar sem oft er lítið samræmi milli klínískra einkenna sjúklings og niðurstaðna úr segulómun. Samantektar- rannsókn frá árinu 2000 á 75 rannsóknum um notkun segulómun- ar við sjúkdómsgreiningu lendahryggjarvandamála leiddi í ljós aukna hættu á sjúkdómsvæðingu, auknar líkur á ónauðsynleg- R A N N S Ó K N Á G R I P • Marktækt betri árangur við að hætta að reykja en með notkun búprópíons, nikótínplástra (21 mg) eða lyfleysu í vikum 9-12 og vikum 9-241 • Ekki marktækt aukin áhætta á taugageðrænum aukaverkunum* samanborið við notkun lyfleysu við að hætta að reykja, óháð sögu um geðraskanir1 • Hjálpar til við að hætta að reykja með því að hindra verkun nikótíns og draga úr þörf fyrir reykingar2,3,4 • Þolist vel og hentar flestum fullorðnum reykingamönnum sem vilja hætta að reykja1,3 Hætt að reykja: Bentu sjúklingum þínum á árangur meðferðar með CHAMPIX® Nikótínlaus leið til að hætta að reykja 3 Fylgstu með reynslu sjúklinga þinna, svo þú sjáir árangurinn Ábending: Notað hjá fullorðnum til að hætta reykingum3. Upplýsingar um CHAMPIX® (vareniclin) er að finna í blaðinu. Heimildir: 1. Anthenelli RM, et al. Lancet 2016, 22. apr. doi: 10.1016/S0140-6736(16)30272-0 [Rafræn útgáfa áður en prentuð útgáfa kom út]. 2. Jorenby DE, et al. JAMA 2006;296:56-63. 3. CHAMPIX Samantekt á eiginleikum lyfs, júlí 2016. 4. West R, et al. Psychopharmacology 2008;197:371-377. 5. Pisinger CH. Behandling af tobaksafhængighed - Anbefalingar til en styrket klinisk praksis. 2011 Sundhedsstyrelsen. *16 meðalalvarlegar og alvarlegar taugageðrænar aukaverkanir, þ.m.t.: kvíði, þunglyndi, óeðlileg líðan, fjandsamleg hegðun (teljast mjög alvarlegar aukaverkanir), æsingur, árásargirni, ranghugmyndir, ofskynjanir, manndrápshugsanir, oflæti, ofsahræðsla, vænisýki, geðrof, sjálfsmorðshugsanir, sjálfsmorðshegðun og sjálfsvíg (teljast meðalalvarlegar eða alvarlegar aukaverkanir). PF I-1 6- 12 -0 1 PP -C H M -D N K- 00 62 Tóbaksfíkn er ástand sem hægt er að líkja við langvinnan sjúkdóm. Yfirleitt er ávanabinding mikil, sambærileg við áfengissýki eða misnotkun vímuefna.5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.