Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 44
44 LÆKNAblaðið 2017/103 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Ásgeir Theodórs og Tryggvi Stefánsson rita bréf til Læknablaðsins undir fyrirsögn- inni „Leit að blóði eða ristilspeglun!“1 Þar lýsa höfundar þeirri skoðun sinni að skima beri alla beint með ristilspeglun sem eru 55 og 60 ára í 5 ár og eftir það bara 55 ára árganginn. Jafnframt er mælt gegn stefnu íslenskra heilbrigðisyfirvalda sem felst í því að leita að duldu blóði í hægðum meðal einkennalausra einstaklinga og bjóða þeim ristilspeglun sem greinast með blóð í hægðum. Markmið slíkrar aðferðar er talið óljóst og líklegt að hún skapi mikið óöryggi hjá þátttakendum. Stefna íslenskra heilbrigðisyfirvalda byggist á leiðbeiningum Embættis land- læknis sem ávallt hafa verið unnar í samráði við sérfróða lækna og aðra aðila. Árið 2001 gaf landlæknir út leiðbeiningar um skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Mælt var með því að hafin væri skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi á Íslandi og skyldi hún bein- ast að einstaklingum, körlum og konum, 50 ára og eldri, sem væru án einkenna og teldust í meðaláhættu. Mælt var með leit að blóði í hægðum. Árið 2008 skipaði heilbrigðisráðherra ráðgjafahóp um með- al annars skimanir vegna krabbameina í ristli og endaþarmi. Fyrir hópnum fór Embætti landlæknis. Lagt var til að mark- hópur skimunar yrði til að byrja með 60-69 ára einstaklingar þar sem hægðasýni yrðu rannsökuð fyrir blóði annað hvert ár og þeim sem greindust með blóð í hægðum boðin ristilspeglun. Einnig var mælt með því að Krabbameinsfélag Íslands annaðist eftirlit, stjórnun, boðun og rannsókn á saursýnum en sérstaklega skilgreindar miðstöðvar myndu annast ristilspeglun. Árið 2010 voru birtar leiðbeiningar Evrópusambandsins um gæðakröfur um skimun fyrir krabbameini í ristli og enda- þarmi. Þar er mælt með því að markhópur í lýðgrundaðri skimun sé á aldursbil- inu 50-74 ára fyrir bæði kynin. Skimun, sem felst í að leita að blóði í hægðum og ristilspeglun þeirra sem greinast með blóð í hægðum í markhópnum, er viðurkennd aðferð. Reynslan sýnir að ónæmisefnapróf (nú nefnd FIT-próf - Faecal immunochemical tests) hafa yfirburði yfir eldri próf sé rétt með þau farið. Árið 2015 skilaði Krabbameinsfélag Íslands greinargerð um framkvæmd skimana. Þar kom fram að skimun sem byggðist á leit að blóði í hægðum væri framkvæmanleg og kostnaðarhagkvæm. Ekki væri til staðar nægjanlegur sérhæfður mannskapur til að byggja á fullkomnum ristilspeglunum eingöngu. Þann 21. október 2015 kynnti landlækn- ir ráðherra bréflega tilmæli sín um skimun fyrir ristilkrabbameini. Ráðleggingar land- læknis byggjast á 6 stórum lýðgrunduðum slembirannsóknum sem gerðar hafa verið undanfarinn aldarfjórðung, þar sem leitað var að duldu blóði í hægðum. Þær benda til þess að draga megi úr dánartíðni af völdum krabbameins í ristli sem nemur 10-21%. Höfundar bréfsins telja til eina lýðgrundaða rannsókn sem byggir á leit að duldu blóði í hægðum og hafi ekki skilað tilætluðum árangri hvað varðar dánar- tíðni sjúkdómsins. Rannsóknin, sem gerð var í Finnlandi og byggði á eldri gerð af hægðaprófi (FOBT), náði aðeins yfir 8 ára tímabil frá því hún hófst, en vel er þekkt að árangur fer ekki að sjást fyrr en að þeim tíma liðnum. Gerð hefur verið ein lýðgrunduð slembirannsókn sem byggir á stuttri ristilspeglun ( flexible sigmoidoscopi) og leit að duldu blóði í hægðum, en niður- stöður hennar benda til að draga megi úr dánartíðni af völdum sjúkdómsins um 27%. Þessi lækkun á dánartíðni kom fyrst í ljós eftir 8 ár frá upphafi rannsóknar- innar. Niðurstöður úr slembirannsóknum sem byggjast á fullkominni ristilspeglun (colonoscopi) sem fyrsta skimunarpróf liggja enn ekki fyrir. Meðal flestra Evrópuþjóða sem stunda skipulega skimun er stuðst við rannsókn á duldu blóði í hægðum (gFOBT eða FIT) og fullkomna ristilspeglun hjá þeim sem greinast með blóð í hægðum. Nokkrar þjóðir hafa innleitt slíka skimun að fullu en aðrar þjóðir eru í innleiðingarferli. Árið 2016 birti Ráðgjafanefnd Kanada um fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu leið- beiningar um skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Þar er mælt með leit að duldu blóði í hægðum annað hvert ár í aldurshópnum 60-74 ára (sterk ábending). Mælt er með skimun í aldurshópnum 50- 59 ára með leit að duldu blóði í hægðum annað hvert ár eða með stuttri ristilspegl- un á 10 ára fresti (veik ábending). Ekki er mælt með fullri ristilspeglun sem fyrsta skimunarprófi fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Rökin fyrir því að mæla með leit að duldu blóði í hægðum annað hvert ár og ristilspeglun þeirra sem greinast með blóð í hægðum byggjast því á faglegum rökum. Að mati landlæknis er mikilvægt að byggja á gagnreyndum lýðgrunduðum rannsóknum þegar heilbrigðisyfirvöld hefja almenna skimun í landinu gegn krabbameini í ristli og endaþarmi. Markmið opinberrar skimunaráætlunar er ekki óljóst. Það felst í því að draga úr nýgengi og dánartíðni af völdum sjúk- dómsins og sjúkdómsbyrðinni af völdum hans en þó þannig að sem minnst tjón hljótist af. Fullkomin ristilspeglun er ekki með öllu áhættulaus aðgerð. Þótt hún sé talin besta aðferðin til að greina krabba- mein og forstig þess getur hún misst af krabbameini í ristli og endaþarmi í allt að 8% tilvika. Leit að blóði í hægðum grein- ir ekki eingöngu krabbamein í ristli og Svar vegna bréfs um skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi Birgir Jakobsson landlæknir Haraldur Briem yfirlæknir, sérstakur ráðgjafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.