Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2017/103 11 R A N N S Ó K N Inngangur Brátt hjartadrep er alvarlegasta afleiðing kransæðasjúkdóms og ein af algengustu dánarorsökum víðast hvar í heiminum.1 Þótt ýms- ar orsakir geti legið að baki blóðrásarhindrunum í kransæðum, til dæmis ytri áverkar, blóðsegarek, meðfæddir gallar í kransæð- um, bráð æðabólga og flysjun, er þó æðakölkun (atherosclerosis) og blóðsegamyndun í tengslum við hana langalgengasta orsökin.2 Brátt hjartadrep er fyrst og fremst algengur sjúkdómur meðal eldri einstaklinga en leggst þó einnig á ungt fólk með alvarleg- um afleiðingum. Í faraldsfræðilegum rannsóknum á hjartadrepi í yngri aldurshópum hafa aldursmörkin ýmist verið dregin við 35, 40 eða 45 ára aldurinn og hlutfall ungra sjúklinga af heildarfjölda kransæðastíflutilfella hefur legið á bilinu 4-10%.3-5 Fyrir rúmum aldarfjórðungi birtust í Læknablaðinu niðurstöð- ur rannsóknar á faraldsfræði hjartadreps meðal 40 ára og yngri á Íslandi á árabilinu 1980-1984.6 Á þessu 5 ára tímabili reyndist nýgengi sjúkdómsins í þessum aldursflokki vera 14/100.000/ári og Inngangur: Þótt brátt hjartadrep sé fyrst og fremst sjúkdómur eldra fólks getur það valdið ótímabærum dauða, heilsubresti og skertum lífsgæðum hjá yngra fólki. Árin 1980-1984 voru nýgengi, áhættuþættir, staðsetning hjartadreps, ástand kransæða og afdrif eftir hjartadrep meðal fertugra og yngri könnuð á Íslandi. Í þessari rannsókn voru sambærileg atriði skoðuð fyrir tímabilið 2005-2009 og borin saman við fyrri rannsóknina. Efniviður og aðferðir: Kannaðar voru sjúkraskrár fertugra og yngri sem á árunum 2005-2009 fengu greininguna brátt hjartadrep (I21 sam- kvæmt ICD-10) á Landspítalanum. Einnig var farið yfir krufningaskýrslur þeirra sem dóu skyndidauða og fengu greininguna brátt hjartadrep. Loks voru niðurstöður blóðrannsókna, hjartarafrita, hjartaómskoðana, hjartaþræðinga og krufninga metnar með tilliti til greiningarskilmerkja fyrir hjartadrep. Kí-kvaðrat próf var notað við samanburð hlutfalla en t-prófun við samanburð meðaltala. Niðurstöður: Alls uppfylltu 38 einstaklingar 40 ára eða yngri greining- arskilmerki fyrir brátt hjartadrep, 32 karlar og 6 konur. Nýgengi var 10/100.000/ári (14/100.000/ári 1980-1984) og meðalaldur ± SF var 36,7 ár ± 3,9. Þrír (7,9%) dóu skyndilega og komust aldrei á sjúkrahús. Af 35 inn- lögðum sjúklingum árin 2005-2009 dó enginn innan 30 daga frá áfall inu. Tímabilið 1980-84 létust 9 (23,7%) áður en þeir komust á sjúkrahús en 2 á sjúkrahúsi. Heildardánartíðni var því 28,9% tímabilið 1980-1984 en 7,9% tímabilið 2005-2009 (p=0,02). Meðal innlagðra höfðu 77,1% reykinga sögu en 97% á fyrra tímabilinu (p=0,026). Hins vegar var hlutfall háþrýstingss- júklinga hærra á síðara tímabilinu, 31,4% samanborið við 6,9% (p=0,015) og einnig líkamsþyngdarstuðull, 28,6 ± 4,8 kg/m2 á seinna tímabili en 26,1 ± 3,6 kg/m2 á því fyrra (meðaltal ± SF; p<0,05). Meðalgildi S-kólesteróls í karlmönnum var lægra á seinna tímabilinu, 5,1 ± 1,4 mmol/L ± SF, en 6,3 ± 1,2 mmol/L ± SF á því fyrra (p<0,01). Líkt og 1980-84 var einnar æðar sjúkdómur algengasta útbreiðsluformið og þrengsli algeng ust í vinstri framveggskvísl. Ályktanir: Okkar gögn benda til að brátt hjartadrep meðal fertugra og yngri sé aðallega sjúkdómur karlmanna. Algengustu áhættuþættir eru reykingar og ættarsaga. Í samanburði við fyrri rannsókn 1980-1984 eru reykingar þó minna afgerandi en þá, en háþrýstingur og aukin líkams- þyngd gegna stærra hlutverki. Samanlögð dánartíðni fyrir innlögn og á sjúkrahúsi lækkaði marktækt á milli rannsóknartímabila. Brátt hjartadrep á Íslandi í fertugum og yngri 2005-2009 Samanburður við tímabilið 1980-1984 Björn Jakob Magnússon1 læknir, Uggi Agnarsson2 læknir, Þórarinn Guðnason2 læknir, Guðmundur Þorgeirsson1,2 læknir 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjartadeild Landspítala. Fyrirspurnum svarar Guðmundur Þorgeirsson gudmth@landspitali.is Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. https://doi.org/10.17992/lbl.2017.01.115 Greinin barst 19. mars 2016, samþykkt til birtingar 4. desember 2016. 6,1% dauðsfalla á þessum aldri orsakaðist af bráðu hjartadrepi. Eins og í mörgum öðrum rannsóknum voru langflestir þessara ungu sjúklinga karlmenn, nær allir stórreykingamenn frá unga aldri, og jákvæð ættarsaga um kransæðasjúkdóm var algeng. Þótt yfirleitt væri um fullþykktardrep að ræða (drep með ST-hækkun, STEMI) var kransæðasjúkdómurinn sjaldnast útbreiddur og oft- ast bundinn við eina kransæðagrein samkvæmt kransæðamynda- töku.6 Aldursstaðlað nýgengi og dánartíðni úr kransæðasjúkdómi hefur lækkað mjög á Íslandi eins og á öðrum Vesturlöndum frá því fyrri rannsóknin var gerð.7 Það er því tímabært að kanna á ný stöðu mála í yngsta sjúklingahópnum sem í fyrri rannsókninni reyndist hafa margs konar sérstöðu miðað við aðra aldurshópa6 en þó áþekka því sem lýst hefur verið í mörgum erlendum rann- sóknum.3-5,8-14 Markmið þessarar rannsóknar var því að kanna hver þróunin hefur orðið meðal ungra þolenda alvarlegs kransæðasjúkdóms og áherslan, eins og í fyrri rannsókninni, á nýgengi, áhættuþætti og afdrif, sem og á útbreiðslu kransæðaþrenginganna. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn. Í Sögukerfi Landspítalans voru kannaðar sjúkraskrár allra sjúklinga, 40 ára og yngri, sem lögð- Á G R I P * Eliquis : Hemill með beina verkun á storkuþátt Xa, sem er ætlaður til: - Forvarnar gegn heilablóðfalli og segareki í slagæð hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokusjúkdómum (non-valvular atrial fibrillation, NVAF) ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum, svo sem sögu um heilablóðfall eða tímabundna blóðþurrð í heila (transient ischaemic attack, TIA), aldur ≥ 75 ára, háþrýstingi, sykursýki eða hjartabilun með einkennum (NYHA flokkur ≥ II). 1 - Meðferðar við segamyndun í djúplægum bláæðum (DVT) og lungnasegareki (PE) og forvarnar gegn endurtekinni segamyndun í djúplægum bláæðum og lungnasegareki hjá fullorðnum (báðir styrkleikar). 1 - Forvarnar gegn bláæðasegareki (VTE) hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa gengist undir valfrjáls mjaðmarliðskipti eða hnéliðskipti (eingöngu fyrir Eliquis 2,5 mg). 1 Heimild: 1. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Eliquis. Maí 2016 Forvörn gegn endurtekinni segamyndun í djúplægum bláæðum og lungnasegareki Meðferð við lungnasegareki Meðferð við segamyndun í djúplægum bláæðum Eliquis ® Forvörn gegn heilablóðfalli og segareki í slagæð hjá sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokusjúkdómum Forvörn gegn bláæðasegareki eftir valfrjáls mjaðmarliðskipti Forvörn gegn bláæðasegareki eftir valfrjáls hnéliðskipti ® ® ® PFI-16-11-04 EUAPI759 Eliquis® sýnt hefur verið fram á verkun og öryggi lyfsins í notkun við nokkrum ábendingum*1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.