Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 18
18 LÆKNAblaðið 2017/103
um bakaðgerðum, að úrlestur myndanna væri ónákvæmur og að
kostnaður þjóðfélagsins hefði aukist í kjölfarið.9 Yfirlitsrannsókn
frá 2001, með samantekt 31 rannsóknar, bendir á hversu erfitt er
að túlka niðurstöður úr segulómun, einkennalausir einstaklingar
séu oft á tíðum með sömu hryggþófaskemmdir og þeir sem hafa
einkenni.10
Samkvæmt klínískum leiðbeiningum um lendahryggjarverki
ætti ekki að nota segulómun innan 6 vikna frá upphafi verkja
nema grunur sé um brot eða alvarlega sjúkdóma í hrygg, svo sem
krabbameinsæxli eða meinvörp.11,12 Notkun segulómunar umfram
ábendingar klínískra leiðbeininga eykur líkur á ónauðsynlegum
skurðaðgerðum, sprautumeðferðum og fleiru sem stuðlar að aukn-
um kostnaði í heilbrigðiskerfinu og umstangi fyrir sjúklinga.13
Erlendar rannsóknir sýna að þrátt fyrir tilmæli vandaðra
klínískra leiðbeininga virðast segulómmyndir notaðar í vaxandi
mæli.14,15 Fyrsta segulómskoðunartækið kom til Íslands 1992 og
árið 2004 kom segulómtæki á Sjúkrahúsið á Akureyri. 16 Notkun
segulómunar við greiningu lendahryggjarvandamála hefur ekki
verið rannsökuð á Íslandi.
Markmið rannsóknarinnar voru að kanna notkun segulómun-
ar á Sjúkrahúsinu á Akureyri við greiningu lendahryggjarvanda-
mála, hvort samband væri á milli klínískrar skoðunar og niður-
staðna segulómunar, einkum hvað varðar greiningu á brjósklosi
og hvort niðurstaða segulómunar hafi áhrif á meðferðarúrræði
og framvindu.
Efniviður og aðferðir
Rannsóknin er afturskyggn og lýsandi, byggð á upplýsingum úr
sjúkraskrám. Þátttakendur voru allir þeir sem fóru í segulóm-
skoðun á lendahrygg á Sjúkrahús Akureyrar frá 1. janúar 2009 til
31. desember 2009 og áttu lögheimili á Akureyri 01.12.2009.
Gögnum var safnað úr sjúkraskrám Sjúkrahúss Akureyrar og
Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri. Beiðnir um segulómskoðun
voru rýndar með tilliti til upplýsinga um sögu, einkenni við
skoðun og spurningu tilvísandi læknis. Niðurstöður segulómunar
voru skráðar og flokkaðar. Sérstaklega var kannað hvaða meðferð
einstaklingar sem greindust með brjósklos samkvæmt segulómun
fengu og hver staða þeirra var tólf mánuðum eftir segulómskoðun,
samkvæmt sjúkraskrám. Eftirfarandi atriði voru skráð sem teikn
um bata: Einstaklingur hætti umkvörtunum vegna bakverkja,
hætt var að gefa út lyfseðla vegna vandamálsins, einstaklingur
hætti að leita til læknis vegna bakverkja, eða skýrslur komu frá
sjúkraþjálfurum um að viðkomandi hefði náð umtalsverðum bata.
Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilsugæslustöðin þar veittu leyfi til
gagnasöfnunarinnar. Vísindasiðanefnd veitti leyfi fyrir rann-
sókninni (VSNb2010110037/03.7), sem og Persónuvernd (tilvísun
2010111108VEL/--).
Segulómrannsóknirnar voru framkvæmdar með Siemens
Avanto 1.5 Tesla tæki. Notuð var standard hryggspóla sem var
föst í borði. Sjúklingar lágu á baki. Teknar voru þriggja millimetra
þykkar T1-, T2- og STIR-viktaðar myndraðir í þykktarplani (sagit-
tal), ásamt T2-viktaðri myndröð í þverskurði (axial), eins milli-
metra þykkar myndir, yfir þrjú neðstu liðbilin.
Samband mismunandi breytna var kannað með einfaldri sam-
bandsgreiningu (Spearman‘s correlation analysis). Við samanburð
á tveimur aðskildum hópum var notað Kí-kvaðrat próf og Mann-
Whitney U-próf. Við tölfræðiúrvinnslu var notað forritið SPSS 20.0
(Statistical Package for the Social Siciences). Tölfræðileg mark-
tækni var sett við p<0,05.
Niðurstöður
Alls fóru 159 einstaklingar (82 konur, 77 karlar) í segulómun á
lendahrygg á Sjúkrahúsi Akureyrar á árinu 2009, eða 1,25 % íbúa-
anna, 18 ára og eldri. Meðalaldur var 50,8 ár (± 16,6; 18-88 ára).
R A N N S Ó K N
Tafla I. Algengustu einkenni úr skoðun sem fram komu á beiðni lækna um
segulómrannsókn (n=159).
Einkenni Fjöldi beiðna Hlutfalla
Verkur niður í fót 114 71,7
Verkur í baki 105 66
Húðgeiraeinkennib 57 35,8
Lömunareinkenni 37 23,3
Laséqué-próf jákvætt 31 19,5
Hreyfiskerðingar 27 17
aFleira en eitt atriði gat komið fyrir á beiðni og því eru samanlagðar hlutfallstölur hærri en
100%. bHúðgeiraeinkenni = einkenni eftir dermatomum.
Tafla II. Verkur niður í fót og/eða í baki ásamt öðrum einkennum, algengustu
samsetningar einkenna sem tilgreindar voru á beiðni lækna um segulómrann-
sókn (n=159).
Einkenni Fjöldi beiðna Hlutfalla
Verkur niður í fót og verkur í baki 80 50,3
Verkur niður í fót og húðgeiraeinkennib 54 34
Verkur niður í fót og lömunareinkenni 32 20,1
Verkur niður í fót og jákvætt Lasequé-próf 31 19,5
Verkur í baki og húðgeiraeinkenni 43 27
Verkur í baki og lömunareinkenni 28 17,6
Verkur í baki og jákvætt Lasequé-próf 25 15,7
Fleira en eitt atriði gat komið fyrir á beiðni og því eru samanlagðar hlutfallstölur hærri en
100%. bHúðgeiraeinkenni = einkenni eftir dermatomum.
Mynd 1. Staðsetning brjóskloss og brjóskútbungana eftir liðbilum.