Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 46
46 LÆKNAblaðið 2017/103
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
Davíð B. Þórisson
sérfræðingur BTM, klínískur
ráðgjafi HUT/Landspítala
david.thorisson@gmail.com
Heilsugátt hefur þróast hratt undanfarið
og í henni þróast lausnir þar sem upp-
lýsingatækni auðveldar vinnu klíníkera
og eykur öryggi sjúklinga. Fjölmargar
nýjungar eru í vændum og í þeim felast
möguleikar sem gætu ekki síður nýst
heilsugæslunni.
Tímalína tekur saman öll sjúkraskrár-
gögn sjúklings á einni síðu. Heilsugæslu-
læknir getur í rauntíma séð feril sjúk-
lings á Landspítala og skoðað atburði
sjúkraskrár milliliðalaust, svo sem nótur,
tölvusneiðmyndir, hjartalínurit og lífs-
markamælingar. Sendingar læknabréfa
eru frá þeim tíma þegar hver heilbrigð-
isstofnun var rekin á eigin gagnagrunni
og sjúkraskráin óaðgengileg öðrum. Með
samtengingu gegnum Heklu og Tímalínu
er sjúkraskráin ekki lengur hólfuð eftir
stofnunum.
Læknabréf eru að langmestu leyti afrit
„copy-paste“ af nótum og rannsóknar-
niðurstöðum í legu og því tvírit af því sem
þegar er að finna á Tímalínu. Engu að síð-
ur er dýrmætum tíma varið í gerð þeirra
og sömuleiðis í heilsugæslu að lesa þau
yfir, jafnvel þótt erindið sé lítilfjörleg togn-
un á ökkla. Útskriftarnóta er örstutt sam-
antekt og þýðingarmesti hluti læknabréfs.
Með því að senda heimilislækni sjálfvirkar
tilkynningar um komur sjúklings og með
beinni tengingu á Tímalínu væri hægt að
spara tíma lækna og ritara og draga úr
sóun.
Skilaboðakerfi gerir notendum kleift
að spjalla saman í öruggu umhverfi.
Það opnar á nýjar boðleiðir og einfaldar
flækjustig og tímaþjófnað tengdan símtöl-
um. Notendur Heilsugáttar eru samtengd-
ir yfir landið og geta því rætt saman innan
eða milli stofnana hvar og hvenær sem
er. Slík samtenging heils heilbrigðiskerfis
er óþekkt erlendis og opnar á byltingar-
kennda möguleika.
• Læknar Landspítala, jafnvel allt teymi
sjúklings, gæti rætt beint við lækni
og hjúkrunarfræðing í heilsugæslu og
sameiginlega undirbúið útskrift eða
lokað lausum endum, til dæmis tryggt
seinustu blóðrannsókn og sjúklingur
útskrifast heim nokkrum dögum fyrr.
• Skilaboð í hóp eru þegar komin í próf-
un í samvinnuverkefni bráðamóttöku
og Heilsugæslustöðvar Grafarvogs
þangað sem einfaldari erindum er vís-
að og sameiginleg spjallrás notuð til
að einfalda samskipti.
Með Tímalínu við hlið Skilaboðakerfis
spjalla starfsmenn saman með sameigin-
lega sjúkraskrá sjúklings á skjánum.
• Héraðslæknir er ekki viss hvort gera
þurfi aðgerð á slæmu fótleggsbroti
og sendir skilaboð á bæklunarlækni
Landspítala sem skoðar röntgen-
myndina og svarar innan nokkurra
mínútna.
Heilsugátt er þróuð í vafra og því auð-
velt að bæta við möguleikum eins og hljóð
og mynd í skilaboðaglugganum þannig að
samtalið verði „lifandi“.
• Héraðslæknir fær í hendur hjarta-
línurit með STEMI-útliti og gæti feng-
ið strax aðstoð hjartalæknis við túlk-
un og ákvörðun um sjúkraflutning.
• Heimilislæknir sér sjúkling með
brottfallseinkenni, vakthafandi tauga-
læknir gæti séð sjúkling á skjánum og
aðstoðað við ákvörðun um tPA-með-
ferð. Heilsugátt er aðgengileg heiman
frá og sérfræðingur á bakvakt gæti
því séð sjúkling líka.
Skilaboðakerfi gæti aukið verulega
samskipti spítalans og heilsugæslu, styrkt
heimilislækna, aukið sjálfstæði stéttar-
innar og bætt þjónustu við sjúklinga.
Heilsugæslulæknar gætu í vinnudeginum
haft meira samráð sín á milli og leitað
ráða hvor hjá öðrum. Með Heilsugátt væri
hægt að bæta samvinnu milli stofnana
og þjappa útstöðvum þess saman þannig
að heilbrigðiskerfið færist nær því að
vera eitt samfellt þjónustulag þar sem
sjúklingurinn hefur vinninginn.
Vinnuhólf bætir við áreiðanleika skila-
boða með því að tryggja alltaf viðtöku.
Þannig er hægt að innleiða „rafrænar
ábyrgðarsendingar" eða boð sem geta
aldrei týnst. Þá þurfa læknar Landspítala
ekki að treysta á heimilislækni til að fylgja
eftir einföldum rannsóknarniðurstöðum
sem er augljós hagræðing fyrir lækna og
aukin samfellda og öryggi fyrir sjúklinga.
Reglan verður sú að læknir sem pantar
rannsókn fylgir henni jafnframt eftir.
Vinnuhólf byggir á tökkum sem sýna
teljara fyrir óafgreidd skilaboð og tilkynn-
ingar og einfaldar lækni alla vinnu með
þau þar sem þau tákna í rauntíma stöðu
vinnulista og erinda til að klára.
Með Vinnuhólfi verður til áreiðanlegur
farvegur fyrir rannsóknarniðurstöður og
tilvísanir sem hefði mikilvæga þýðingu
fyrir heilsugæsluna.
Heimilislæknir fengi sjálfvirk boð
þegar sjúklingur fer á bráðamóttöku,
leggst inn eða útskrifast og gæti því fylgt
sínum skjólstæðingi í rauntíma.
Sjálfvirk boð verða send heimilislækni
þegar tilvísun er móttekin, hún afgreidd
og sjúklingur fær bókaðan tíma á göngu-
deild.
Með tryggðri viðtöku myndi Vinnuhólf
opna leið fyrir tilvísanir frá Landspítala til
heilsugæslulæknis en engin góð leið er til í
dag sem tryggir öryggi formlegra erinda.
Það má vera ljóst að fjölmargir
möguleikar eru að opnast fyrir notendur
Heilsugáttar sem heimilislæknar gætu
notið góðs af með lítilli fyrirhöfn og eng-
um kostnaði (Heilsugátt er kostuð af spít-
alanum).
Heilsugátt er ekki fyrsta vinnuum-
hverfi heimilislæknisins og ofangreindar
lausnir því nokkrum músasmellum fjær
en innan spítalans. Tæknilega lausn á
þessu er auðvelt að útfæra þannig að
heimilislæknir ynni samfellt í báðum kerf-
um, bilið yrði brúað. Það má hins vegar
vera ljóst að slíkt er ekki mögulegt nema
með samstarfi heilsugæslulækna.
Fjallað verður um allt ofangreint í
erindi mínu á Læknadögum. Nánar um
verk efni Heilsugáttar: https://goo.gl/
zs4CVJ
Heilsugátt í heilsugæslu
Ófeigur Þorgeirsson spyr ráða.