Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 33
LÆKNAblaðið 2017/103 33 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R hættir störfum á Landspítala en starfa enn utan hans og eru í fullu fjöri báðir tveir. Félag íslenskra krabbameinslækna sem stendur fyrir málþinginu hefur boðið tveimur þekktum erlendum fyrirlesurum, Julie Gralow frá Seattle í Bandaríkjunum og Peter Hoskin frá Bretlandi. Þetta mál- þing verður haldið á fimmtudeginum eftir hefðbundna dagskrá og ég hvet alla sem vilja heiðra þá Sigurð og Þórarin til að mæta.“ Spekingaglíman og árshátíð LR Föstudagurinn er fjölbreyttur og end- ar með Spekingaglímunni vinsælu þar sem Kristján Guðmundsson ásamt sínu glímugengi hefur öll völd og verður ef- laust tekið vel á því. „Loks ljúkum við Læknadögum með hefðbundnum kokdilli þar sem gleðin tek- ur völdin en Læknadagar í heild sinni eru reyndar gleðistund fyrir marga þar sem félagslegi þátturinn skiptir ekki litlu máli og margir að hittast sem sjást sjaldan eða aldrei utan þeirra. Og svo verður auðvitað árshátíð Læknafélags Reykjavíkur haldin hér í Hörpu á laugardagskvöldið og er í hugum margra lokapunktur vel heppnaðr- ar viku. Það má reyndar nefna að Læknadagar eru mjög ódýrt þing miðað við umfang þess og gæði. Sambærileg þing erlendis kosta þátttakendur miklu meira. Ástæða þess að við höfum getað haldið skrán- ingargjaldi mjög hóflegu er meðal annars styrktaraðilum Læknadaga að þakka en þeir hafa lagt verulega af mörkum til að þetta sé mögulegt. Hins vegar verðum við að búa okkur undir það að draga muni úr utanaðkomandi styrkjum og skrán- ingargjöld hækka á næstu árum. Það er þróun sem þegar hefur átt sér stað annars staðar og stefnir í sömu átt hjá okkur. Til að mæta þessu höfum við nú þegar skorið niður verulega útgjöld vegna Læknadag- anna og haldið öllum kostnaði í algjöru lágmarki án þess að það hafi komið niður á gæðum.“ Mikill mannauður í læknastéttinni Loks er við hæfi að biðja Gunnar Bjarna að líta til baka yfir þau 5 ár sem hann hefur veitt Fræðslustofnun LÍ forstöðu og stýrt Læknadögum. „Þetta hefur verið gríðarlega skemmti- legur tími og ég tók við mjög góðu búi af Örnu Guðmundsdóttur og hélt í rauninni áfram því uppbyggingarstarfi sem hún hafði lagt grunninn að og fylgt mjög vel eftir. Það er náttúrulega ekki hægt að skilja við Læknadaga án þess að nefna þátt Margrétar Aðalsteinsdóttur en ef einhver á heiður skilinn fyrir umsjón með dag- skránni er það hún. Margrét hefur staðið eins og klettur við hlið mér og án hennar væri þetta einfaldlega ekki gerlegt. Hún á miklar þakkir skildar. Við af mér tekur Jórunn Atladóttir skurðlæknir, frábært leiðtogaefni og ég ef- ast ekki um hún muni leiða Læknadagana örugglega inn í nánustu framtíð. Ég mun verða áfram í stjórn Fræðslustofnunar LÍ svo lengi sem minnar nærveru er óskað. Það sem ég hef fengið að sjá í þessu starfi er hversu mikinn mannauð við eigum í íslenskri læknastétt og hve áhuginn er mikill á því að fræða aðra og miðla þekk- ingu. Það hefur aldrei verið skortur á efni, það komast færri að en vilja og því miður höfum við þurft að hafna mjög góðum erindum á hverju ári. Þetta sýnir hversu mikilvægir Læknadagar eru í huga stéttar- innar og a ð nauðsynlegt er að símenntun- in eflist til að styrkja okkur sem fagstétt. Félagslegt gildi er líka mjög mikilvægt og það kemur ekkert í staðinn fyrir mannlega þáttinn; þar sem fólk hittist og skiptist á skoðunum, rifjar upp gömul kynni og myndar ný. Læknadagar eiga fastan sess í huga íslensku læknastéttarinnar og eru óumdeilanleg hátíð okkar. Á hinn bóginn er sjálfsagt að nýta sér nýjustu tækni til að miðla fræðslunni áfram til þeirra í okkar hópi sem ekki eiga heimangengt vegna vinnu eða af öðrum ástæðum. Í þeim efn- um getum við gert betur en það er reynd- ar mjög dýrt og flókið ef standa á vel að því. Það er framtíðarverk efni.“ „Það sem ég hef fengið að sjá í þessu starfi er hversu mikinn mannauð við eigum í íslenskri læknastétt og hve áhuginn er mikill á því að fræða aðra og miðla þekkingu,“ segir Gunnar Bjarni sem lætur nú af starfi forstöðumanns Fræðslu- stofnunar LÍ .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.