Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 54
54 LÆKNAblaðið 2017/103 Tíðni munnþurrks sambærileg við lyfleysu1,2 Er munnþurrkur umkvörtunarefni sjúklinga með ofvirka þvagblöðru? Fyrsti ß3-örvinn við ofvirkri þvagblöðru1,2 Hefur áhrif á öll aðaleinkenni ofvirkrar þvagblöðru1,2 Tíðni munnþurrks sambærileg við lyfleysu1,2 Opnaðu umræðu um ofvirka þvagblöðru við þína sjúklinga  BET-165760-IC 09.2016 Heimildir: 1. Khullar et al. European Urology 63;(2013):283–295. 2. Nitti et al. J Urol 2013;189:1388–1395 Félag almennra lækna (FAL), sem upphaf- lega var stofnað árið 1971 sem Félag ungra lækna, hefur á þriðja hundrað félagsmenn sem gerir það að einu stærsta aðildarfélagi Læknafélags Íslands. Allir sem hafa lækn- ingaleyfi en hafa ekki lokið sérgreinanámi eru sjálfkrafa meðlimir í félaginu, auk kandídata. Félagið hefur þróast samhliða breytingum á starfi almennra lækna í gegnum tíðina. Áður var félagið fyrir unga lækna, en þá störfuðu læknar skemur hérlendis eftir útskrift, áður en haldið var utan í sérnám. Nú hefur framboð sérnáms á Íslandi aukist og æ fleiri kjósa að verja lengri tíma hér og eru því mun lengur fé- lagsmenn FAL og hefur umfang og stærð félagsins vaxið að sama skapi. Tilgangur FAL hefur því breyst í tímanna rás en upp- haflega sneri starfið að læknismenntun, veitingu sérfræðileyfa og almennri heil- brigðisþjónustu. Nú er hlutverk félagsins líkara stéttarfélagi, það er að gæta hags- muna félagsmanna, meðal annars með gerð kjarasamninga, tryggja að almenn réttindi séu virt, stuðla að bættri þjálfun lækna og einnig að bættri heilsu lands- manna. Þá hvílir einnig sú ljúfa skylda á félaginu að tryggja meðlimum vettvang til að hittast utan vinnu til að létta lund þeirra og bæta þrek. Í gegnum tíðina hefur FAL þurft að berjast fyrir hönd sinna félagsmanna, oft með dyggri aðstoð Læknafélagsins. Mætti nefna nokkur dæmi síðustu árin, til dæmis baráttu FAL þegar lyflæknissvið Landspítala glímdi við mikla erfiðleika vegna manneklu, mikils vinnuálags og lé- legra starfsaðstæðna. Síðan þá hefur margt breyst til hins betra og í kjölfarið hefur lof- andi sérnámi í lyflækningum verið hleypt af stokkunum. Þar áður hóf FAL átak und- ir heitinu Virðum vinnutímann, en almennir læknar unnu mikla ólaunaða yfirvinnu. Þó enn sé nokkuð um ólaunaða yfirvinnu, sem er ekki ásættanlegt, hefur viðhorfs- breyting orðið og vöktum verið breytt þannig að ekki þurfi að vinna launalaust eins og áður. Þá hafa aðlögunarvaktir verið teknar upp, en fyrir fáeinum árum var engin aðlögun í starfi almennra lækna, heldur mætti viðkomandi á sína fyrstu vakt algjörlega óundirbúinn, og voru læknar eina stéttin sem þetta átti við. Enn teljum við þörf á frekari aðlögun, eink- um fyrir starfsfólk sem ekki er vant við- komandi stofnun, enda öryggismál bæði starfsfólks og sjúklinga. Á síðasta ári var svo innleidd marklýsing kandídatsársins, sem lengi hafði verið barist fyrir. Þar eru gerðar kröfur bæði til heilbrigðisstofn- ana að uppfylla kröfur um kennslu og handleiðslu, og kandídata að skila af sér ákveðnum verkum til að starfsnámið telj- ist fullnægjandi. Framundan eru lausir kjarasamningar og endurbætur í heilbrigðiskerfinu og áfram þarf að standa vörð um að lág- marksréttindi og kjarasamningar séu virtir. Núverandi kjarasamningur gerir ráð fyrir að launakjör lækna ráðist að hluta til af þeim verkefnum sem viðkomandi sinnir umfram starfsskyldu hverju sinni, til dæmis þróun verkferla og rannsóknar- starf, og skal endurmeta það árlega með launaviðtali við yfirmann. Staða almennra lækna er þannig að þrátt fyrir að margir sinni aukaverkefnum eru langflestir sem raða sér í lægstu þrep launatöflunnar og fá ekki starfið sem þeir sinna metið til launa. Þá reynist erfitt að fá launaviðtalið sjálft, sem er forsenda þess að meta vinnufram- lagið. Nú eru aðeins fáeinir mánuðir þar til núgildandi kjarasamningur LÍ renn- ur út. Við síðustu undirritun var stigið stórt skref í kjarabót fyrir lækna. Þó eru almennir læknar enn með lág grunnlaun miðað við samanburðarstéttir og þær kjarabætur sem fengust síðast fyrir al- menna lækna voru hlutfallslega minni en hjá sérfræðingum. Fyrirhugað er að reyna að rétta kjör okkar í næstu samningum en nokkur atriði sem lögð var áhersla á síðast náðust ekki í gegn. Ekki er hægt að skrifa pistil um al- menna lækna og baráttumál þeirra án þess að minnast á stöðu heilbrigðiskerfisins. Þar hefur margt verið bætt síðustu misseri en þó er enn mikið verk óunnið. Áfram- haldandi erfiðar starfsaðstæður og mikið álag í starfi hefur áhrif á alla. Viðvarandi umframnýting legurýma og þan á getu stofnana gengur ekki til lengdar og býður upp á mistök í starfi og heilsubrest bæði starfsfólks og sjúklinga. Að bráðamót- tökur og legudeildir séu sífellt yfirfullar eins og um óvenjulegan álagstíma sé að ræða, sem í rauninni er orðið að venjulegu ástandi, er með öllu óþolandi. Nú er gerð áframhaldandi aðhaldskrafa á stofnanir og fjárheimildir langt undir því sem talið er að þurfi til að halda í horfinu, hvað þá að byggja upp eins og nauðsynlegt er. Þetta gerist á sama tíma og allir stjórn- málaflokkar hafa lýst yfir mikilvægi þess að styrkja heilbrigðiskerfið. Helst þetta í hendur þvert á allt heilbrigðiskerfið, allt frá heilsugæslu, sem nær ekki að sinna hlutverki sínu, til hjúkrunarheimila, sem eru of fá miðað við fyrirsjáanlega aldurs- þróun þjóðarinnar. Allir hafa hag af bættu heilbrigðiskerfi. Komandi kjarasamningar og endurbætur í heilbrigðiskerfinu Agnar Hafliði Andrésson Formaður Félags almennra lækna og í stjórn Læknafélags Íslands formadur@fal.is Frá Félagi almennra lækna FÉLAG ALMENNRA LÆKNA FÉLAG ALMENNRA LÆKNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.