Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 51
LÆKNAblaðið 2017/103 51
Ö L D U N G A D E I L D
Norræna lyfjanefndin, NLN
Norræna lyfjanefndin, NLN, var stofnuð
1975. Hlutverk hennar var að samræma
hjá Norðurlöndunum lyfjalöggjöf, fram-
kvæmd laganna, tölfræðilegar upplýsingar
um lyfjanotkun, skrár um aukaverkanir,
upplýsingagjöf og að halda utan um sam-
vinnu sem þegar var til staðar um löggilta
lyfjaskrá (sérlyfjaskrá). Tveir komu frá
hverju landi. Þá voru þrjú stórveldi, Dan-
mörk, Noregur og Svíþjóð, og hjá þeim
störfuðu lyfjastofnanir með tugum ef ekki
hundruðum starfsmanna, í Finnlandi
færri og á Íslandi mátti telja starfsmenn á
fingrum annarrar handar (þá!).
Tveir fundir voru haldnir árlega til
skiptis í löndunum 5 og vinnunefndir
störfuðu þeirra á milli. Fyrstu fundina
fengum við litlu karlar að fylgjast með
stórveldafulltrúunum þreifa varlega fyrir
sér eins og súmóglímumenn í byrjun bar-
daga. Norðmenn gátu státað af 6 ára vinnu
við að þróa ATC-flokkun lyfja (Anatomical,
Therapeutic, Chemical) og stærðareininguna
DDD (Defined Daily Dose), faglegt magn í
samanburði á neyslu.2 Hjá Dönum og Sví-
um var kröftugur lyfjaiðnaður og því mik-
il reynsla hjá yfirvöldum af meðhöndlun
lyfjaskráningar. Nú hófst vinna sem hefur
skilað miklu meiri árangri en almennt er
á vitorði. Aðeins skal tæpt á tveimur verk-
efnum nefndarinnar:
NLN tók að sér ATC og DDD-kerfin.
Þegar árið 1976 og síðan árlega komu út
bækur með töflum og línuritum um notk-
un lyfja á Norðurlöndum. Við Egil Gjone
prófessor í meltingarsjúkdómum í Osló
vorum tveir klínískir læknar í nefndinni
og gátum á grundvelli þessara skýrslna
stuðlað að ráðstefnu um notkun sýkla- og
geðlyfja á Norðurlöndunum, en notkun
á Íslandi skar sig úr.2 ATC og DDD eru
viðurkennd á heimsvísu og heyra undir
Alþjóðaheilbrigðisstofnunina, en norska
lyfjastofnunin sér um og greiðir kostnað
við framkvæmd og viðhald þeirra.
Langsamlega áhrifamesta starf NLN
var samræming á löggjöf um skráningu
nýrra lyfja og alla framkvæmd þar að
lútandi. Með ráðstefnum og fundum og
þátttöku fulltrúa lyfjaiðnaðarins tókst að
samstilla allt ferlið, kröfur um innihald
og umgjörð umsókna frá framleiðanda
nýs lyfs og hvernig matsskýrsla hjá lyfja-
stofnuninni skyldi vera upp byggð. NLN
fékk tilkynningar um nýjar umsóknir og
deildi þeim með öllum löndunum. Horfið
var frá því að sama vinnan færi fram í
5 löndum og smám saman fóru þau að
skipta með sér verkum og samþykkja úr-
vinnslu hinna. Sameiginleg lyfjaskráning
á Norðurlöndunum var í burðarliðnum
og allt þetta ferli hafði mjög tekið tillit til
þess sem fram fór annars staðar. En þá tók
Evrópusambandið málið í sínar hendur,
Evrópska lyfjastofnunin, EMA (European
Medicines Agency), í London gerði reglur
NLN nánast orðrétt að sínum og þar fer
nú fram skráning nýrra lyfja fyrir flest
Evrópulönd. Norræna lyfjanefndin skilaði
svo góðum árangri að hún var lögð niður
árið 2002!
Að lokum vil ég tíunda dýrmætan
lærdóm sem ég öðlaðist af setu minni í
NLN í hartnær tvo áratugi: Það var ómet-
anlegt að hafa lært dönsku í mörg skólaár
þegar stjórna skyldi fundum þar sem
hver talaði sitt mál nema við og Finnar, en
formennska fluttist árlega milli nefndar-
manna. Þarna mátti fylgjast með mönnum
með rótgróin mismunandi sjónarmið kom-
ast að sameiginlegri niðurstöðu í mikil-
vægum málum með þrautseigju. Stundum
þurfti marga fundi til að útkljá alvarlegan
ágreining en það tókst alltaf á endanum
hávaðalaust. – Við íslensku fulltrúarnir
fundum ætíð hlýja vináttu kollega frænd-
þjóðanna og fengum á silfurfati lausn
erfiðra mála, en Ísland greiddi aðeins
1% af kostnaði. Stundum er gert lítið úr
norrænni samvinnu, en það er sannarlega
ekki mín reynsla.
Þakkir
Þakkir fær Bjørn Jøldal Noregi fyrir upp-
lýsingar, Almar Grímsson og Sigurður B.
Þorsteinsson fyrir yfirlestur.
Heimildir
1. Emilsson T. Undarlegar sýnir. Lyfjafréttir 1978; 1,5: 3-4.
2. Kristinsson Á, Þorsteinsson SB, Helgason T. Ráðstefna
um notkun sýklalyfja og geðlyfja á Norðurlöndum.
Læknablaðið 1984; 70: 141-4.
Höfundur rýnir í fylgiskjöl úr bunkanum sem fylgdi einni umsókn! Myndina tók Gunnar Árnason árið 1976.