Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 41
LÆKNAblaðið 2017/103 41 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R þar sem tryggt er að allt nánasta umhverfi sjúklingsins taki þátt í meðferðinni, bæði fagfólk, fjölskylda og vinir. Í Evrópu breiddist sérgreinin út og er nú til í öllum Evrópulöndum nema Danmörku. Hægt er að taka evrópskt sérfræðipróf á vegum Evrópsku sérgreinasamtakanna UEMS. Endurhæfingarlækningar á Íslandi Árið 1976 var stofnað Félag íslenskra orku- og endurhæfingarlækna. Stofnfélagar voru 8. Fyrsti formaður félagsins var Haukur Þórðarson (1928-2006), orku- og endurhæf- ingarlæknir. Félagið hefur verið vettvangur umræðu um fagleg og félagsleg málefni endurhæf- ingarlækna. Það hefur unnið álitsgerðir fyrir Læknafélag Íslands um málefni er varða endurhæfingu sérstaklega. Árið 1995 var nafni félagsins breytt í Félag ís- lenskra endurhæfingarlækna í samræmi við breytingu á heiti sérgreinarinnar í reglugerð um sérfræðileyfi. Um 20 læknar sem vinna eða hafa unnið við endurhæf- ingu á Íslandi eru skráðir félagar í Félagi íslenskra endurhæfingarlækna. Fimmtán þeirra eru með sérfræðiréttindi í endur- hæfingarlækningum, þar af eru um 10 starfandi. Endurhæfingarlæknar eru of fáir og meðalaldur þeirra er hár. Innan 10 ára verður um helmingur þeirra 22 lækna sem vinna við endurhæfingu hættur störfum. Nýliðun hefur verið lítil og einungis fjórir unglæknar í sérnámi í endurhæfingar- lækningum. Nauðsynlegt er að læknanem- ar og unglæknar kynnist sérgreininni í námi og starfi. Mikið vantar upp á það og skortur hefur verið á deildarlæknum á endurhæfingarstofnunum. Skilgreiningar Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa er í dag felld undir læknisfræðilega endurhæfingu. Með lækn- isfræðilegri endurhæfingu er átt við aðferð þar sem saman fara félagslegar, læknis- fræðilegar, sálfræðilegar og tæknilegar úrlausnir sem miða að því að einstak- lingurinn nái mestri mögulegri færni og lífsgæðum og viðhaldi þeim. Hugmynda- fræði endurhæfingar byggist á heildrænni sýn á heilbrigði sem endurspeglast meðal annars í aðlögun einstaklingsins að um- hverfi sínu. Í heilbrigðisþjónustu hefur lengstum verið stuðst við sjúkdómshugtakið (hið líffræðilega stig) þegar fjallað er um sjúk- linginn. Í endurhæfingu er unnið með afleiðingar sjúkdóma og slysa á líkamlega, andlega eða félagslega færni. Frá sjón- arhóli endurhæfingar er því ófullnægjandi að styðjast við sjúkdómshugtakið einvörð- ungu. Viðfangsefni og umfang á Íslandi Helstu viðfangsefni í læknisfræðilegri endurhæfingu eru fjölbreytt, eins og af- leiðingar sjúkdóma og sköddunar á stoð- kerfi, taugakerfi, hjarta- og lungnasjúk- dóma, geðrænna sjúkdóma, krabbameina og annarra langvinnra veikinda. Einnig afleiðingar lífshátta, svo sem offitu, streitu, reykinga, hreyfingarleysis og fíknisjúk- dóma. Læknisfræðileg endurhæfing sinnir jafnframt einstaklingum með meðfædda fötlun og afleiðingar sjúkdóma eða slysa á unga aldri. Á landinu eru fjórar endurhæfingar- stofnanir: Grensásdeild Landspítala, Reykjalundur, Kristnesspítali og HNLFÍ í Hveragerði. Reykjalundur var upphaflega stofn- settur af SÍBS sem starfsendurhæfing til þess að koma berklasjúklingum út í lífið eftir langt sjúkdómsferli. Upp úr 1960 var farið að taka við sjúklingum með fjöl- breyttari sjúkdómsvanda. Staðurinn hefur smám saman breyst í þá endurhæfingar- stofnun sem hann er í dag. Á Reykjalundi eru pláss fyrir um 150 sjúklinga. Þar er aðstaða fyrir 18 sjúklinga sem þurfa sól- arhringsþjónustu. Starfseminni er skipt á: verkja-, geð-, tauga-, hjarta-, lungna-, gigtar-, næringar- og starfsendurhæfingar- svið. Einstaklingar koma ýmist beint frá sjúkrahúsum eða að heiman. Um 1100 sjúklingar eru endurhæfðir á Reykjalundi á hverju ári. Endurhæfingarstarf hófst á Grensás- deild 1973. Þar eru 24 sólarhringspláss og 30 dagdeildarpláss. Á Grensási fer fram frumendurhæfing, til dæmis eftir heilablóðföll, heilaáverka, mænuskaða, aflimanir og alvarleg veikindi. Um 400 Þjálfun á Grensási.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.