Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2017/103 13
sem gerst hefur á aldursbilinu 25-74 ára þar sem orðið hefur mikil
lækkun. 7
Einnar æðar sjúkdómur, það er þvermálsþrengsli >50% grein-
anleg í aðeins einni kransæðargrein, var algengasta útbreiðslu-
formið bæði tímabilin, 59,1% á fyrra tímabilinu og 74,1% á því
síðara. Engin marktæk þrengsli, það er þrengsli meiri en 50% af
þvermáli, fundust í 14,3% tilfella á síðara tímabilinu en í 6,1%
tilfella á fyrra tímabilinu. Algengasta staðsetning þrengsla var í
vinstri framveggskvísl og átti það við um bæði tímabilin (mynd
2). Samkvæmt hjartarafriti var framveggsdrep einnig algengasta
staðsetning dreps.
Umræða
Þótt brátt hjartadrep sé sjaldgæfur sjúkdómur meðal fertugra og
yngri er það mikilvæg orsök heilsubrests og dauða. Þær miklu
breytingar sem orðið hafa í nýgengi kransæðasjúkdóms síðustu
áratugi í öllum aldurshópum til 74 ára aldurs, og tengsl lækkaðrar
dánartíðni við breytingar í áhættuþáttum, undirstrika tækifærin
sem við blasa í lýðgrundaðri forvarnarstarfsemi.7 Upplýsingar um
þróun mála hjá yngri aldursflokkum eru því áhugaverðar.
Mikilvægustu niðurstöður þeirrar rannsóknar sem hér er kynnt
eru að hjartadrep meðal fertugra og yngri er enn sem fyrr sjald-
gæfur sjúkdómur þótt nýgengið hafi ekki lækkað milli tímabila
eins og gerst hefur í eldri aldursflokkum. Eins og á árabilinu 1980-
1984 eru það fyrst og fremst karlmenn sem fá hjartadrep í þessum
aldurshópi og reykingar vega enn þyngst áhættuþátta þótt vægi
háþrýstings virðist hafa aukist milli tímabila. Loks kom fram
svipað eða jafnvel enn skýrara mynstur á útbreiðslu kransæða-
sjúkdómsins og á fyrra tímabili, það er hátt hlutfall sjúklinga með
þrengsli í aðeins einni kransæðagrein og hærra hlutfall sjúklinga
þar sem engin marktæk þrengsli fundust.
Nýleg rannsókn á bráðri kransæðastíflu3 sýndi hærra hlutfall
ungra sjúklinga en fram kom í okkar rannsókn, 5,5% á móti 1,7%.
Aldursmörkin í þeirri rannsókn voru hins vegar nokkru hærri og
náðu til 45 ára aldurs.
Ekki var tölfræðilega marktækur munur á nýgengi hjartadreps
hér á landi milli tímabilanna tveggja, þó svo nýgengið hafi lækk-
að örlítið úr 14 í 10 á 100.000 á ári. Eins og gögn Hjartaverndar
sýna, hefur nýgengið lækkað um 66% milli tímabilanna 1980-84
og 2000-04 í aldurhópnum 25-74 ára. Þessi þróun á hins vegar ekki
við um þennan unga aldurshóp. Sé tekið mið af fjölda innlagna
á Landspítalann er hlutfall kransæðastíflusjúklinga sem eru 40
ára eða yngri 1,7% tímabilið 2005-2009 (tafla I). Hlutfallið er tals-
vert lægra en í mörgum erlendum rannsóknum sem áætla þetta
hlutfall á bilinu 4-10% hjá einstaklingum 40 ára og yngri.4,5 Í þeim
samanburði þarf að sjálfsögðu að taka tillit til þess hve íslensku
sjúklingahóparnir eru litlir.
Fleiri konur greindust á síðara tímabilinu, 15,8% á móti 6,9%, en
munurinn var þó ekki tölfræðilega marktækur. Ýmsar rannsóknir
frá tíunda áratug síðustu aldar sýna hlutfallið 5-10%4,10 þótt hærra
hlutfall hafi einnig sést. Rannsókn frá 2002 þar sem sjúklingar
yngri en 45 ára voru skoðaðir, sýndi að konur voru fjórðungur
sjúklingahópsins.8 Í VALIANT-rannsókninni frá 2008 var hlutfall
kvenna í yngsta aldurshópnum 12%3 en 16,3% í spænskri rannsókn
frá 2014.9 Í mörgum rannsóknum virðist tilhneiging vera í þá átt
að hlutfall kvenna meðal ungra einstaklinga með brátt hjartadrep
fari hækkandi.
Vísbendingar um bættan árangur í meðferð og/eða viðbrögðum
við bráðri kransæðastíflu má merkja í þessari rannsókn. Þannig
varð marktæk lækkun á hlutfalli þeirra sem létust á bráðastigi
sjúkdómsins, úr 30% í 8%. Sýnt hefur verið fram á mikla lækkun í
dánartíðni vegna kransæðasjúkdóms á Íslandi í aldurshópnum 25-
74 á árabilinu 1981 til 2006.7 Bætt meðferð skýrir um 25% af hinni
jákvæðu þróun en minni styrkur áhættuþátta eins og kólesteróls í
blóði, blóðþrýstings og reykinga vega þó mun þyngra og skýra um
75% af lækkaðri dánartíðni úr kransæðasjúkdómi.7
Meðal fertugra og yngri eru mikilvægustu áhættuþættirnir sem
fyrr6 reykingar og ættarsaga. Þó hefur dregið marktækt úr hlutfalli
reykingamanna og aðrir áhættuþættir eins og háþrýstingur og
hærri líkamsþyngdarstuðull vega nú þyngra en áður. Í samræmi
við erlendar rannsóknir frá ýmsum tímum5,9,11-16 eru reykingar þó
enn einkennandi áhættuþátttur þessa sjúklingahóps. Forvarnar-
starf gegn reykingum heldur því fullu gildi sínu og meðal annars
er mikilvægt að upplýsa ungt fólk um hvernig reykingarnar flýta
æðakölkunarferli í kransæðum og stuðla að því að sjúkdómur sem
aðallega herjar á eldra fólk getur skapað lífshættulegar aðstæður í
kransæðum fólks á unga aldri.8 Meðalgildi S-kólesteróls tímabilið
2005-2009 var marktækt lægra en í sjúklingahópnum 1980-1984. Í
tilviljunarúrtaki Hjartaverndar 1978 sem notað var sem viðmið í
fyrri rannsókninni var meðalgildi S-kólesteróls hjá 34 ára karl-
mönnum 6,27 mmól/L.6 Síðan hefur meðalgildi S-kólesteróls al-
mennt farið lækkandi meðal Íslendinga.7 Kemur það einnig fram
í þessari rannsókn á ungum einstaklingum með brátt hjartadrep
og skýrist ekki af af töku statínlyfja því enginn sjúklinganna í
rannsókninni tók statín. Þrátt fyrir kólesteróllækkunina hefur ný-
gengi ekki lækkað eins og búast hefði mátt við og almennt gerð-
ist meðal landsmanna. 7 Að minnsta kosti tvær skýringar koma
til álita; hlutdeild annarra áhættuþátta í sjúkdómsframvindunni
gæti hafa aukist og/eða að S-kólesteról sé ekki eins mikilvægur
áhættuþáttur í ungum einstaklingum og þeim eldri.
Hlutfallsleg fjölgun sjúklinga með háþrýsting úr 7% í 30% milli
tímabila vekur athygli enda gagnstæð almennri þróun meðal Ís-
lendinga á þessu tímabili.7 Í nýlegri rannsókn á ungum einstak-
lingum með hjartadrep eða hvikula hjartaöng reyndust einnig um
30% hafa háþrýsting.14 Aðrar rannsóknir sýna hlutföll á bilinu 14-
83%.4 Spyrja má hvort breyttar neysluvenjur hjá ungu fólki eigi
R A N N S Ó K N
Mynd 2 Staðsetning marktækra kransæðaþrengsla (>50% þvermálsþrengsli) borin
saman milli tímabila. Tímabilið 2005-9 er blátt en 1980-84 er rautt.