Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 23
LÆKNAblaðið 2017/103 23 Inngangur Hnútar í skjaldkirtli eru algengir og ef leitað er ítarlega finnast hnútar í yfir 50% fullorðinna og eykst algengi hnúta með hækk- andi aldri.1 Nýgengi skjaldkirtilskrabbameins hefur aukist undan- farin 20 ár. Spáð hefur verið að ef fram heldur sem horfir verði skjaldkirtilskrabbamein fjórða algengasta krabbameinsgreiningin í Bandaríkjunum árið 2030 (er nú 8. algengasta greiningin) og verði algengari en ristilkrabbamein.2 Þessi aukning finnst í öllum heimshlutum og sýna rannsóknir frá Bandaríkjunum3, Evrópu4 og Asíu5 aukið nýgengi af bæði totumyndandi- og skjaldbúskrabba- meini. Þrátt fyrir aukið nýgengi hefur dánartíðni ekki aukist.3 Skýringin á hækkuðu nýgengi felst meðal annars í því að ein- kennalaus krabbamein finnast við myndgreiningar sem gerðar eru við önnur tilefni, svo sem tölvusneiðmynd af lungum, óm- skoðun af hálsæðum og tölvusneiðmynd af hálshrygg við slys.6 Einnig hefur skimun í löndum á borð við S-Kóreu átt sinn þátt í nýgengnisaukningunni.7 Krufningarrannsóknir hafa sýnt að staðbundin, einkennalaus skjaldkirtilskrabbamein finnast í allt að 35% einstaklinga.8 Þessi einkennalausu krabbamein eru þau æxli sem finnast í síauknum mæli og eru oft meðhöndluð á sama hátt og æxli sem hafa klíníska þýðingu. Gerð hefur verið framskyggn rannsókn þar sem þess- um illkynja æxlum (<1 cm) var fylgt eftir með ómskoðunum án nokkurrar meðferðar og kom í ljós að eftir 10 ár höfðu einungis 15% vaxið >3 mm. Einnig kom í ljós að horfur sjúklinga sem þurftu á skurðaðgerð að halda seinna voru ekki verri.9 Þær klínísku leið- beiningar sem finnast beggja vegna Atlantshafsins10,11 eru að mestu Hnútar í skjaldkirtli eru algengt vandamál og nýgengi þeirra hefur aukist mikið. Kerfisbundin nálgun við uppvinnslu er nauðsynleg til að greining fáist fljótt en ekki síður til að koma í veg fyrir ofgreiningu og ofmeðhöndlun sjúklinga. Það er mikilvægt að nota hina svokölluðu þrígreiningu, sögu/ skoðun, ómun og fínnálarástungu ásamt skjaldvakamælingu (TSH). Ómun af skjaldkirtli er lykilþáttur í uppvinnslu, þar er mikilvægt að áhættuflokka hnúta, það er eftir líkum á krabbameini, og það er einnig mikilvægt við val á hnútum til að stinga, ef þeir eru fleiri en einn. Ómun er einnig hjálpleg við ástungu, sérstaklega í hnútum sem ekki eru þreifanlegir eða eru að hluta vökvafylltir. Kerfisbundið mat á frumusýnunum, flokkuðum eftir til dæmis Bethesda, er nauðsynlegt til að einfalda samskipti meinafræðinga og klínískra lækna. Á G R I P byggðar á rannsóknum á sjúklingum með einkenni og í dag er því óljóst hvort vinna eigi upp einkennalausa sjúklinga á sama hátt og sjúklinga sem hafa einkenni. Þetta gerir það að verkum að mikil- vægt er að ræða ítarlega við sjúklinga um kosti þess og galla að vinna upp litla hnúta í skjaldkirtli. Það á sérstaklega við um eldri sjúklinga, með aðra sjúkdóma sem hugsanlega hafa verri horfur en skjaldkirtilskrabbamein. Með þeirri greiningartækni sem not- uð er í dag getur verið erfitt að skilja milli krabbameina sem munu liggja í dvala, án þess að þurfa á meðhöndlun, og þeirra sem vaxa ífarandi og/eða meinverpast. Þessi óvissa hefur í för með sér að nú fá margir sjúklingar meðhöndlun sem þeir þurfa hugsanlega ekki. Það er þó gott fyrir hinn almenna lækni að hafa ákveðinn ramma um hver skrefin eru í uppvinnslu á hnúti í skjaldkirtli. Í þessari grein munum við fara í gegnum þessa uppvinnslu með sérstaka áherslu á þrígreiningu hnúta, það er klíníska skoðun, óm- skoðun og fínnálarástungu. Einkenni Fyrstu einkenni skjaldkirtilshnúta eru venjulega þreifanleg fyr- irferð neðarlega á hálsi. Mikilvægt er að spyrja um vaxtarhraða, eymsli og um einkenni skjaldkirtilsofstarfsemi og vanvirkni. Oft fylgja þó hnútum sem koma til mats lítil sem engin einkenni. Ef loftvegaeinkenni eru til staðar, svo sem erfiðleikar við öndun eða soghljóð (stridor), er hnúturinn venjulega stór eða að um ífar- andi vöxt krabbameins er að ræða. Raddbandalömun með hæsi, kyngingarerfiðleikum (ásvelgingu) eða blóðhósta gefur til kynna vöxt út fyrir kirtilinn, í vélinda eða loftveg. Loftvegaeinkenni þarf að meta fljótt, venjulega af sérfræðingi í háls-, nef- og eyrna- lækningum. Einnig þarf að hafa í huga að hratt vaxandi hnút, sérstaklega með verkjum, þarf að vinna upp fljótt þar sem mis- munagreiningar geta verið alvarlegar, eins og villivaxtarkrabba- Hnútar í skjaldkirtli Geir Tryggvason1,2 læknir, Birgir Briem1 læknir 1Háls-, nef- og eyrnaskurðdeild Landspítala Fossvogi, 2læknadeild Háskóla Íslands. Fyrirspurnum svarar Geir Tryggvason geirt@lsh.is Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. https://doi.org/10.17992/lbl.2017.01.117 Greinin barst 16. maí 2016, samþykkt til birtingar 1. desember 2016. Y F I R L I T S G R E I N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.