Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 20
20 LÆKNAblaðið 2017/103
R A N N S Ó K N
fræðilega marktæk. Þetta voru verkur niður í fót (r=0,13; p=0,051),
jákvætt Laségue-próf (r=0,12; p=0,059) og hreyfiskerðingar (r=0,12;
p=0,070). Mynd 2 sýnir að 68% þeirra 98 sem höfðu spurningu um
brjósklos á beiðninni greindust með brjósklos og/eða brjóskút-
bungun, en einnig 59% þeirra 61 sem ekki voru með spurningu
um brjósklos á beiðni.
Meðferðarúrræði við brjósklosi
Af þeim 61 sem greindust með brjósklos fóru 9 í skurðaðgerð
(15%), þar af 7 innan 6 mánaða frá segulómskoðun. Fimm voru
með brjósklos á liðbilinu L5-S1, þrír á liðbilinu L4-L5 og einn á L2-
L3. Sjö þeirra sem fóru í skurðaðgerð var einnig vísað í sjúkraþjálf-
un, en alls var 41 einstaklingi með brjósklos vísað í sjúkraþjálfun.
(67%), 17 voru ekki sendir í sjúkraþjálfun og ekki fundust upp-
lýsingar um þrjá einstaklinga. Tuttugu manns voru ekki sendir í
sjúkraþjálfun fyrr en eftir segulómun, marktækt seinna en hinir 21
sem fengu beiðni um sjúkraþjálfun áður en segulómun var gerð,
eða eftir 14,2 ± 11,7 vikur í stað 4,6 ± 7,6 vikna (p=0,008). Tilvísan-
ir til bæklunarlækna voru 37 (61%). Fyrir segulómun var lyfjum
ávísað til 40 einstaklinga með brjósklos og einungis fjórir bættust
við eftir segulómun. Algengast var að notuð væru tvö lyf saman,
oftast verkja- og bólgueyðandi lyf. Ekki varð marktæk breyting á
lyfjaávísunum eftir myndgreiningu.
Líðan og meðferðaráhrif eftir 12 mánuði
Upplýsingar eftir eitt ár skorti um þrjá sjúklinga af ofantöldum
61. Af þeim 9 sem fóru í skurðaðgerð virtust 8 hafa náð bata eftir
eitt ár. Alls sýndu 25 (51%) af hinum 49, sem ekki fóru í aðgerð,
teikn um bata, 24 voru með svipuð einkenni og áður. Af þeim sem
fengu sjúkraþjálfun sýndu 21 af 34 (62%) teikn um bata innan árs,
en einungis 4 (27%) af þeim 15 sem ekki fengu sjúkraþjálfun (χ2
(1,n=49) = 5,71, p=0,024).
Umræða
Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru þær að lítil fylgni er milli
klínískra einkenna og niðurstöðu segulómmynda og að ákveðin
hætta sé á því að meðferðarúrræði tefjist vegna þess að beðið er
eftir niðurstöðum segulómunar. Einnig virðist segulrannsókn al-
mennt notuð við sjúkdómsgreiningu bakverkja, en ekki einungis
til að útiloka alvarleg, undirliggjandi vandamál eins og klínískar
leiðbeiningar segja fyrir um.11,12 Sést hið síðastnefnda helst á fjöl-
breyttum spurningum á beiðnum lækna, en það að spurningar
voru fleiri en ein á meirihluta beiðna bendir til þess að segulóm-
rannsókn hafi verið gerð til að gera sjúkdómsgreiningu öruggari
og eyða klínískri óvissu. Þetta er í samræmi við erlendar rann-
sóknir sem sýna að myndgreining sé notuð æ oftar og langt um-
fram það sem klínískar leiðbeiningar ráðleggja, með tilheyrandi
auknum kostnaði.17,18 Ástæður þessa geta verið ýmsar, svo sem
auðvelt aðgengi að rannsókninni, óskir sjúklings, ofurtrú á tækn-
ina, ótti við mistök og fleira.19 Í framskyggnri breskri rannsókn á
notkun segulómunar við ýmsar sjúkdómsgreiningar kom í ljós að
63% lækna töldu sig vissa eða nokkuð vissa um greiningu lenda-
hryggjarvandamála út frá klínískri skoðun en sendu þó einnig
beiðni um myndgreiningu. 20 Segulómun veitir vissulega ómetan-
lega innsýn í mismunandi vefi hryggjarins og getur þannig stutt
við klíníska greiningu eða bent á aðrar skýringar.3,6 Hins vegar
kemur einnig fram við segulómskoðun ýmis meinafræði sem ekki
tengist einkennum sjúklings og því er mikilvægt að líta ekki á
niðurstöður segulómunar sem hið eina rétta svar heldur vega þær
og meta í ljósi klínískrar skoðunar.9,21-23 Lítið samræmi var á milli
spurninga á beiðni og niðurstaðna úr segulómun, eða eingöngu
varðandi hryggþófavandamál og mænugangaþrengsl og meðal
einkenna sem fram komu við klíníska skoðun var það eingöngu
verkur niður í fót sem sýndi fylgni við niðurstöður segulómunar.
Allar þessar fylgnitölur voru þó mjög lágar. Það er í samræmi við
erlendar niðurstöður sem sýna almennt lítið samræmi milli ein-
kenna og niðurstaðna segulómunar, en þó einna helst samræmi
milli verkjar niður í fót og rótarþrýstingsgreiningar frá hryggþófa
við segulómun.9,10,24 Þetta ósamræmi milli einkenna og segul-
ómunar undirstrikar að varasamt er að byggja sjúkdómsgreiningu
bakverkja eingöngu á segulómun, heldur þarf samþætt mat sem
byggir einnig og ekki síst á nákvæmri, klínískri skoðun. Einnig
sýnir þetta hve torvelt það er að greina vandamál í lendahrygg,
sem aftur endurspeglast í miklum fjölda óskilgreindra bakverkja.3
Niðurstöður rannsóknarinnar staðfesta að vandamál tengd
hryggþófa séu algeng, þar sem stór hluti beiðna sýndi grun þar
um og meirihluti þátttakenda greindist með brjóskútbunganir,
brjósklos eða liðbilslækkanir við segulómun. Staðsetning bæði
brjóskloss og brjóskútbungana var áberandi algengust á tveim-
ur neðstu liðbilum lendahryggs, sem er í samræmi við erlendar
rannsóknir.8,25,26 Tæpur þriðjungur þeirra sem greindust með
brjósklos greindist einnig með brjóskútbungun á öðru liðbili. Þar
sem brjóskútbungun getur þróast í brjósklos, er í sjálfu sér ekki
óeðlilegt að þegar slíkar breytingar eru byrjaðar geti fleiri fylgt
í kjölfarið.9,12 Einkenni brjóskútbungana og brjóskloss eru keim-
lík og mikill meirihluti segulómniðurstaðna staðfesti meinsemd
(brjóskútbungun og/eða brjósklos) í hryggþófa þar sem spurt
var um brjósklos, en einnig hjá rúmum helmingi þeirra sem ekki
höfðu slíka spurningu á beiðni. Hér var því nokkurt ósamræmi á
milli rannsóknarniðurstaðna segulómunar og spurninga á beiðni
varðandi hryggþófavandamál í heild. Mögulegar ástæður þessa
geta verið margar: óljós saga, mismunandi túlkun prófa, ófull-
nægjandi skráning niðurstaðna, lítið staðlaður úrlestur segulóm-
Mynd 2. Tengsl spurninga um brjósklos á beiðni og niðurstaðna úr segulómrannsókn.