Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 30
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson 30 LÆKNAblaðið 2017/103 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum við Landspítalann tók við sem ritstjóri og ábyrgðarmaður Læknablaðsins þann 1. desember síð- astliðinn. Hann hefur setið í ritstjórn um nokkurra ára skeið og er því vel kunnugur öllum hnútum við vinnslu og útgáfu blaðsins. Hann segir ekki stórra breytinga að vænta á útgáfustefnu en nýjum mönnum fylgja ávallt ný vinnu- brögð að einhverju leyti. „Ég hef setið í ritstjórn í þrjú ár og það hefur verið mjög ánægjulegur tími. Rit- stjórnin hefur verið mjög samhent og vel mönnuð, bæði af kollegum og starfsfólki blaðsins. Útgáfa Læknablaðsins er í eðli sínu mjög jákvætt starf og er hluti af uppbyggingarstarfi læknastéttarinnar á Íslandi, þar sem við erum að miðla fróð- leik hvert til annars, bæta okkur og styrkja fagmennsku, aga vinnubrögð og gagnrýna hugsun. Ég hlakka til að halda því starfi áfram sem ritstjóri og ábyrgðarmaður blaðsins,“ segir Magnús í upphafi samtals okkar. „Það hafa orðið mjög hraðar breytingar í útgáfuheiminum á síðustu árum, ekki síst hvað varðar útgáfu vísindarita. Það er orðið miklu auðveldara en áður að gefa út efni og eftirspurnin eftir vísindaefni hefur aukist gríðarlega. Þeir sem stunda rann- sóknir og vísindastörf þekkja það eflaust að á hverjum degi hrúgast alls kyns gylli- boð í gegnum tölvupóstinn um að skrifa greinar, bókarkafla og mæta á ráðstefnur hingað og þangað um heiminn og fleira mætti nefna. Margt af þessu er sannarlega gott og gilt en því miður er talsvert um óprúttna markaðsstarfsemi sem hefur allt annan tilgang en að bæta þekkingu. Oft eru tilboðin sveipuð trúverðugum leiktjöldum sem líkjast vísindalegum um- ræðuvettvangi en í grunninn er hvatinn hrein gróðahyggja. Fyrir okkur sem vinn- um að rannsóknum og vísindum verður sífellt mikilvægara að greina kjarnann frá hisminu. Ástríðan sem býr að baki þarf alltaf að snúast um þekkingarleitina en ekki peninga. Það getur verið snúið fyrir vísinda- og fræðimenn að átta sig á í öllum tilfellum hversu trúverðug viðkomandi tímaritaútgáfa er. Það er reyndar með miklum ólíkindum hve stundum er gengið langt í að dulbúa síður og nettímarit og til eru vefsíður sem eru sérstaklega ætlaðar til að hjálpa fræðimönnum að átta sig á þessu.“ Verður þá ekki sífellt erfiðara fyrir almenn- ing og aðra fjölmiðla sem eru að leita sér upp- lýsinga á netinu að átta sig á hvað eru marktæk vísindi og hvað ekki? „Jú, þetta er tvíeggjað sverð. Það má segja að þetta sé hluti af stærra vandamáli sem er áreiðanleiki netupplýsinga í heild, til dæmis í fréttaflutningi. Ef leitað er upplýsinga á réttum stöðum getur það verið til gagns og létt álagi af heilbrigðisstarfsfólki en ef upplýsingarnar eru óvandaðar, sem því miður er býsna algengt, getur það valdið umtalsverðum skaða. Meðal okkar lækna er þekkt hug- tak ,,Cyberchondria” sem mætti ef til vill útleggjast sem netkvíðaröskun, þar sem sjúklingar koma inn með óþarfa áhyggjur og tilbúin vandamál út frá upplýsingum á netinu sem eiga ekki við nein rök að styðjast. Það getur síðan tekið lækninn talsverðan tíma og fyrirhöfn að vinda ofan af slíkri vitleysu, tíma sem væri stund- um betur varið í annað. En þetta er það umhverfi sem við búum við, hver sem er getur í rauninni sett hvað sem er á netið án þess að þurfa að færa neinar sönnur á sannleiksgildi upplýsinganna.“ Hvernig fara þá tímarit eins og Lækna- blaðið að því að sannfæra lesendur sína um að mark sé takandi á upplýsingunum sem þar birtast? „Við gerum það einfaldlega með því að ástunda fagleg vinnubrögð og gæta þess að slá aldrei af kröfum um vandaða ritrýni fræðilegs efnis. Síðan má velta því fyrir sér hvort ekki sé hægt að gera vísindalega efnið aðgengilegra fyrir lesendur. Sum erlend tímarit hafa gert það til dæmis með stuttmyndum og lifandi umfjöllun. Ég hef séð mjög skemmtilegar myndræn- ar útfærsl ur þar sem flókin vísindaleg viðfangsefni eru sett fram á einfaldan og skýran hátt. Oft þurfa læknar ekki meira til að átta sig á því um hvað viðkomandi rannsókn snýst og fyrir marga er það al- veg nægilegt. Ef fjárhagur blaðsins leyfði væri skemmtilegt að geta stundum komið niðurstöðum rannsókna sem birtast í blað- inu betur á framfæri. Ég held að miðlun af slíkum toga eigi bara eftir að vaxa. Kyn- slóðin sem er að vaxa úr grasi í dag lítur á þetta sem eðlilegan hlut og sífellt endur- mat þarf því að eiga sér stað á hvernig blaðið miðlar upplýsingum best. Mörg tímarit eru hætt að koma út á prenti en sjálfum finnst mér oft notalegra að fletta prentuðu eintaki fremur en lesa það á tölvuskjá. Kosturinn við prentaða eintakið er í mínum huga sá að þá flettir lesandinn í gegnum blaðið og staldrar kannski við efni sem hann annars hefði ekki lesið. Lestur á netinu byggist svo oft á mark- vissri leit að efni eftir lykilorði og þá fær maður upp það sem leitað er að og annað ekki. Þetta er auðvitað tímasparnaður en „Læknablaðið styrkir fagmennsku og stéttarvitund lækna“ Magnús Gottfreðsson er nýr ritstjóri blaðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.