Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 43
LÆKNAblaðið 2017/103 43 Gunnar Þór Gunnarsson hjartalæknir á Akureyri gunnarg@sak.is Út er komin Kransæðabókin í ritstjórn Guðmundar Þorgeirssonar og Tómasar Guðbjartssonar sem einnig eru útgefend- ur. Auk þeirra félaga eru 29 meðhöfundar, læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfari og næringarfræðingur. Almennt má segja að vel hafi til tekist og ástæða til að óska höfundum og öllum þeim sem að bókinni komu til hamingju. Bókin er 256 síður í þægilegu broti. Þetta er falleg bók. Hönnun og umbrot er til fyrirmyndar. Það er gott samræmi í skýringarmyndum í mismunandi köflum. Anatómískar myndir eru flestar teiknað- ar af Hjördísi Bjartmars og ljósmyndir í texta sem ekki eru úr myndasöfnum eru teknar af Þorkeli Þorkelssyni. Kápumynd og myndir milli kafla eru eftir Einar Guð- mann og Gyðu Henningsdóttur og sýna árfarvegi og vatnsdrög sem kallast vel á við innihaldið. Í lok bókar er atriðaorða- skrá. Bókin fjallar um kransæðasjúkdóma og í 19 köflum er fjallað um líffærafræði, faraldsfræði, áhættuþætti og forvarnir, einkenni, greiningu, meðferð, endurhæf- ingu og fylgikvilla. Hver er markhópur bókarinnar? Í formála bókarinnar segja rit- stjórar: „Markmið bókarinnar er að flytja lesendum tímabærar og gagnreyndar upplýsingar um þennan mikilvæga sjúk- dóm.“ Í inngangi segir: „Textinn er skrif- aður með stóran hóp lækna og heilbrigð- isstarfsfólks í huga og alla þá sem vilja kynna sér þetta stóra heilbrigðisvanda- mál.“ Hvernig hefur það tekist? Hverjir munu lesa þessa bók? Eru einhverjir eftir sem lesa bækur af þessu tagi? Almennt er textinn þjáll og samræmi í stíl og framsetningu á milli kafla. Tilvís- anir eru milli kafla til að forðast endur- tekningar. Það er flókið að skrifa texta af þessu tagi, koma þarf gagnreyndum upp- lýsingum til skila í stuttum yfirlitsköflum og gera textann læsilegan og skiljanlegan fyrir breiðan hóp fólks. Auðveldlega hefði verið hægt að skrifa heila bók um efni hvers og eins kafla. Þar kemur góð ritstjórn til skjalanna. Undirritaður er lyf- læknir og hjartalæknir og því (vonandi) með þekkingu á því sem skrifað er um og vanur þeim hugtökum sem notuð eru. Undirritaður gerði litla eigindlega rann- sókn og fékk tvo einstaklinga sem ekki hafa bakgrunn í læknisfræði eða öðrum heilbrigðisfræðum til að lesa hvort sinn kaflann. Þrettán ára grunnskólanemi las kafla 3, orsakir, meinþróun og meingerð og 52 ára doktor í hugvísindum las kafla 8, greining kransæðasjúkdóms. Báðum þátt- takendum fannst stíllinn þjáll og efnið vel framsett og skildu innihald. Yngri þátttak- andinn sem las erfiðari kaflann þurfti þó að fá útskýringar á nokkrum hugtökum. Efnisval kaflanna 19 finnst undirrit- uðum vera í rökréttri röð. Vissulega má alltaf segja að sumt ætti að vera ítarlegra og meiri áhersla á annað en það hefði komið niður á lengd bókarinnar og hún þar með frekar orðið uppflettirit en ekki greinargott yfirlit yfir kransæðasjúkdóma. Á eftir hverjum kafla er heimildaskrá sem nýtist þeim sem þyrstir í ítarefni. Sér- staklega er ánægjulegt hve oft er vitnað í íslenskar rannsóknir sem sýnir hve öflugt íslenskt vísindasamfélag er. Það er ekki raunhæft að fara í gegnum hvern og einn af köflunum 19. Því vel ég nokkra kafla. Kafli 7 um mataræði og hjartasjúkdóma er athyglisverður fyrir þær sakir að það erfiða rannsóknarefni hefur verið mikið til umræðu. Vísindamenn í Svíþjóð hafa til dæmis orðið fyrir hótunum um líkams- meiðingar af hendi „rétttrúnaðar“ fólks í næringarfræðum. Í þessum kafla er fjallað lipurlega og af rökfestu um þetta flókna mál. Í textanum er fjallað inn á milli um fæðubótarefni en ef til vill hefði mátt vera sér millikafli um það að aldrei hefur tekist að sanna að fæðubótarefni einangrað úr „hollri“ fæðutegund hafi nokkurn tíma gert gagn. Þetta á sérstaklega við nú þegar duftát er í tísku og gerviheilsuiðnaður makar krókinn. Einnig hefði verið gam- an að sjá umfjöllun um hugsanleg tengsl hollustu við félagslega þætti, til dæmis um gildi þess að njóta matar með öðrum, daglegar fjölskyldumáltíðir og máltíðir á vinnustað. Er matur jafn hollur ef hann er borðaður undir stýri eða við tölvu? Kafli 13 um kransæðasjúkdóma í konum er kærkominn í svona bók og sama má segja um kafla 14 um kransæðasjúkdóma hjá öldruðum, sem er verkefni framtíðarinnar. Er þá ekkert aðfinnsluvert við bókina? Eintómur lofsöngur undirritaðs um bók sem vinir hans og kunningjar skrifuðu? Það er reyndar fátt aðfinnsluvert. Á ein- staka stöðum eru hugtök og setningar sem gera ráð fyrir fyrri skýringum sem vantar. Í kafla 10 um lyfjameðferð hefði mátt minnast á nýrri blóðflöguhemlana (tikagrelor og prasugrel) og fondaparinux þegar fjallað er um létt heparín. Þetta eru þó smáatriði. Undirritaður hnaut ekki um innsláttarvillur eða aðrar ambögur. Guðmundur, Tómas, meðhöfundar og hönnuðir hafa gefið út góða yfirlitsbók um kransæðasjúkdóma frá a-ö. Þessi bók mun nýtast mörgum: heilbrigðisstarfsfólki, nemum í heilbrigðisfræðum, sjúklingum, aðstandendum og almenningi öllum. Ef þú hefur lesið þessa bók þá veistu heilmargt um kransæðasjúkdóma. Kransæðabókin Mynd úr Kransæðabókinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.