Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 9
LÆKNAblaðið 2017/103 9 R I T S T J Ó R N A R G R E I N Nú hefur nýtt ár, 2017, gengið í garð. Áramót marka upphafið að einhverju nýju og óþekktu. Sumir ætla sér stóra hluti, til dæmis að standa sig betur hvað varðar lífsstíl – léttast, borða grænmeti, hætta að reykja eða hreyfa sig meira. Sem betur fer tekst sumum þetta, en ekki nærri öllum. Í læknadeildinni var mér kennt að það ætti að nota hvert ein- asta tækifæri til að messa yfir fólki um heilbrigt líferni. Man sér- staklega eftir orðum hjartalæknis sem sagði: „Við hjartalæknarnir erum miklu betri en lungnalæknarnir í að fá fólk til að hætta að reykja.“ Ekki er ég viss um að þetta standist, en það er alveg á hreinu að það verður að grípa sjúklingana þegar þeir greinast með alvarlegan sjúkdóm og fræða þá um mikilvægi lífsstílsbreytinga. Hvað varðar kransæðasjúkdóm eru áhættuþættirnir nokkuð vel þekktir. Samkvæmt stórri alþjóðlegri rannsókn, INTERHE- ART,1 standa eftirfarandi áhættuþættir fyrir 90% af áhættunni (population attributable risk): hátt kólesteról (gagnlíkindahlutfall, odds ratio, OR 3,25), reykingar (OR 2,87), streita (OR 2,67), sykur- sýki (OR 2,37), háþrýstingur (OR 1,91) og kviðfita (OR 1,62). Vernd- andi þættir reyndust vera: hófleg alkóhólneysla (OR 0,91), hreyfing (OR 0,86) og aukin neysla grænmetis/ávaxta (OR 0,7). Þegar einstaklingar greinast með kransæðasjúkdóm nota ég tilefnið til að ræða þessa áhættuþætti, sérstaklega eftir kransæða- víkkun. Þá eru sjúklingarnir stundum enn á þræðingarstofunni. Hjartað er sett upp á risaflatskjá og líkist helst Afríku að stærð. Kransæðarnar sem eru bara nokkrir millimetrar í þvermál eru þá í risastækkun og LAD virkar eins og Nílarfljótið. Ég bendi á staðinn þar sem æðin var þröng eða lokuð sem er rót alls ills. Að lokum tek ég stundum upp trompið: litla körfu sem inniheldur blóðsega, árangurinn eftir svokallað „segasog“. Blóðsegar eru ekki falleg- ir, virka eins og litlir slepjulegir bleikir ormar og hægt er að sjá á andlitum sjúklinga hversu ógeðfellt þeim þykir þetta. Ræði svo við sjúklingana um reykingarnar, offituna og svo framvegis. Hins vegar versnar í því ef ég kemst að því að sjúklingurinn er reyk- laus, vegan maraþonhlaupari – þá er körfunni hent í ruslið og ég segi: „Við verðum víst ekki yngri“ eða, ef þetta reynist vera ungur einstaklingur: „Þetta eru líklega erfðirnar – kannski ætti Decode að rannsaka þig.“ Í grein í þessu tölublaði Læknablaðsins2 erum við minnt á að kransæðasjúkdómur er ekki eingöngu sjúkdómur aldraða. Grein- in fjallar um brátt hjartadrep á Íslandi hjá fertugum og yngri á tímabilinu 2005-2009. Í þeirri rannsókn kom í ljós að kransæða- sjúkdómur hjá þessum 38 sjúklingum var aðallega sjúkdómur karl- manna (um 84%) og þeirra sem reykja (77%). Jákvæða ættarsögu höfðu 63%. Meðalgildi kólesteróls var ekki hátt, 5,1 mmól/l og fjöldi sykursjúkra 9%. Meðallíkamsþyngdarstuðull (BMI) var 29. Einnig var gerður samanburður á tveimur mismunandi tímabilum, 1980- 1984 og 2005-2009, og kom í ljós að dánartíðni hefur lækkað, færri reykja og fleiri fara í kransæðaþræðingu á síðari tímabilinu. Aðrar rannsóknir og birt tilfelli hafa sýnt að það eru til aðrar óvenjulegar orsakir hjartadreps yngri sjúklinga. Vert er að nefna eftirfarandi: misnotkun kókaíns eða vefaukandi stera, sjúklingar með Factor V Leiden, Kawasaki sjúkdómur eða rof í kransæð (coronary dissection). Þó að brátt hjartadrep sé óalgengur sjúkdómur meðal ungs fólks getur hann haft mjög slæmar afleiðingar: valdið örorku, skert lífs- gæði og í versta falli leitt til dauða. Þess vegna ættum við læknar að vera á varðbergi og hafa lágan þröskuld að taka EKG og hjarta- ensím hjá sjúklingi með brjóstverk jafnvel þó að hann sé ungur að aldri. EKG er ódýr, hröð og sársaukalaus rannsókn án fylgikvilla. Annað sem er mikilvægt og varðar samtalið um lífsstíl og með- ferð áhættuþátta. Það væri auðvitað langbest að koma í veg fyrir sjúkdóma í staðinn fyrir að meðhöndla þá þegar þeir eru komnir og hafa jafnvel náð að valda varanlegum skaða. Munum hlutverk okkar lækna í forvörnum sjúkdóma. Messum yfir fólki um skað- semi reykinga og offitu. Náum tökum á blóðþrýstingnum, <140/90 mmHg. Ræðum um mataræði og streitu við skjólstæðinga okkar. Náum markgildum í kólesteróli og sykri með mataræði, eða ef þarf, lyfjum. Í mörgum tilfellum snýst þetta um endurteknar komur því erfitt er að koma öllum þessum upplýsingum að í einu stuttu við- tali. Margir þurfa skriflegar leiðbeiningar. En takist okkur þetta vel erum við að marka tímamót fyrir einstaklinginn sem er mun mikilvægara en nokkur áramót. Gleðilegt ár! Heimild 1. Yusuf PS, Hawken S, Ôunpuu S, Dans T, Avezum A, Lanas F, et al. Effect of potentially mod- ifiable risk factors associated with myocardial infarction in 52 countries (the INTERHEART study): Case-control study. Lancet 2004; 364: 937-52. 2. Magnússon B, Agnarsson U, Þorgeirsson G, Guðnason Þ. Brátt hjartadrep á Íslandi í fertugum og yngri 2005-2209. Samanburður við tímabilið 1980-1984. Læknablaðið 2017; 103: 11-5. New year marks a turning point Berglind Libungan, MD, PhD Interventional Cardiologist LSH/University Hospital of Iceland https://doi.org/10.17992/lbl.2017.01.114 Áramót eru tímamót Berglind Gerða Libungan hjartalæknir, sérfræðingur í kransæðavíkkunum, Landspítala bergl@landspitali.is Meðferð við bráðum þvagsýrugigtarköstum Fyrirbyggjandi meðferð gegn þvagsýrugigtarkasti í upphafi meðferðar með þvagsýrulosandi lyfjum Lyf gegn þvagsýrugigt Colrefuz (Colchicin) – 500 míkrógramma töflur / 100 stykkja pakkningar A ct a v is / 6 1 9 0 2 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.