Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 12
12 LÆKNAblaðið 2017/103 lingur taldist hafa háþrýsting ef blóðþrýstingur mældist tvívegis hærri en 140/90 mmHG í legunni, hann tók háþrýstingslyf eða var sagður hafa háþrýsting í sjúkraskýrslu. Sykursýki var skilgreind ef fyrir lá sykursýkisgreining skráð í sjúkraskrá eða blóðsykur við komu á sjúkrahúsið mældist hærri en 9,7 mmól/L. Upplýs- ingar um líkamsþyngdarstuðul (LÞS) og niðurstöður kransæða- þræðinga fengust úr sjúkraskrá. Staðsetning hjartadreps var metin út frá hjarta rafritsbreytingum þeirra sjúklinga sem greindust með hjartadrep með ST-hækkun (STEMI). Sjúklingur var talinn hafa sögu um vímuefnanotkun ef þess var getið í sjúkraskrá. Notast var við Microsoft Excel við úrvinnslu gagna. Við sam- anburð hlutfalla var notað Kí-kvaðrat próf. Við samanburð með- algilda fyrir kólesteról og þyngdarstuðul milli tímabila var notuð t-prófun. Er þá gert ráð fyrir t-dreifingu, það er samfelldri líkinda- dreifingu sem líkist normaldreifingu, er bjöllulaga og samhverf um meðaltal dreifingarinnar. Marktektarkrafan miðaðist við 5%. Leyfi fyrir rannsókninni fengust hjá Vísindasiðanefnd Landspítalans (10/12 2010), Persónuvernd (8/12 2010) og hjá fram- kvæmdastjóra lækninga á Landspítala (17/11 2010). Niðurstöður Árin 2005-2009 uppfylltu 38 sjúklingar (32 karlar og 6 konur) fer- tugir og yngri greiningarskilmerki fyrir brátt hjartadrep, áþekkur fjöldi og í rannsókninni 1980-1984, og 35 lögðust inn á sjúkrahús. Eins og fram kemur í töflu eru það 1,7% (35/2115) af heildarfjölda innlagðra sjúklinga með brátt hjartadrep á tímabilinu. Af spít- alavistuðum sjúklingum létust tveir (6,9%) á fyrra tímabilinu en enginn á því síðara. Heildarfjöldi látinna innan og utan sjúkrahúsa var mun meiri á fyrra tímabilinu, 11 af 38 (28,9%) en 3 af 38 (7,9%) á síðara tímabilinu og er munurinn tölfræðilega marktækur (p=0,02, tafla I). Eins og fram kemur í töflu I reyndust 77% af innlögðum sjúk- lingum hafa reykingasögu en 97% á fyrra tímabilinu og er munur- inn tölfræðilega marktækur (p=0,026). Hins vegar var hlutfall sjúk- linga með háþrýsting hærra á seinna tímabilinu, 31,4% á móti 6,9% (p=0,015). LÞS karlmanna var að meðaltali hærri á seinna tímabil- inu (p=0,04) en meðalgildi kólesteróls í sermi var hins vegar lægra (<0,01). Fimmtungur hafði sögu um misnotkun vímuefna 2005-09 en upplýsingar lágu ekki fyrir um fyrra tímabilið. Eins og fram kemur á mynd 1 hefur nýgengi bráðs hjartadreps haldist nær óbreytt í aldurshópnum 40 ára og yngri, (14/100.000/ ári á fyrra tímabili en 10/100.000/ári á því síðara) gagnstætt því ust inn á Landspítalann á árunum 2005-9 og greindust með brátt hjartadrep og fengu við útskrift greiningarnúmerin I21 ásamt undirflokkum í ICD-10 kerfinu. Greiningarnúmerin tilgreina fullþykktar (þverdrægt) hjartadrep ásamt staðsetningum (I21.0, I21.1, I21.2, I21.3) og samsvara hjartadrepi sem veldur ST-hækk- un á hjartarafriti (ST-elevation myocardial infarct, STEMI) sem og neðanþels hjartadrep (I21.4) sem ekki veldur ST-hækkun (non ST-elevation myocardial infarct, NSTEMI). Greiningarskilmerk- ið I21.9 er notað þegar engin staðsetning er tilgreind. Leitað var staðfestingar á eftirtöldum greiningarskilmerkjum: Brjóstverk, hjartarafritsbreytingum sem samrýmast bráðu hjartadrepi og hækkun á trópónín T (TnT). Lágmarksskilmerki hjartadreps voru: blóðþurrðarbreytingar á hjartarafriti (ST-hækkun, ST-lækkun, T-breytingar eða óeðlileg q-bylgja) og TNT-hækkun (gildi ofan skilgreindra marka Rannsóknarstofu Landspítala á hverjum tíma í að minnsta kosti einu blóðsýni, og merki um hækkun eða lækkun á gildum innan nokkurra klukkustunda). Einnig var sömu grein- inga leitað í krufningaskrám þeirra sem létust skyndidauða utan sjúkrahúss, það er fengu greiningarnúmerin I46 (hjartastopp) eða R96 (lést innan 24 klukkkustunda frá upphafi einkenna) og/eða fengu greiningarnúmer hjartadreps eftir krufningu og smásjár- greiningu meinafræðings. Dánartíðni á sjúkrahúsi miðaðist við 30 daga eftir að áfallið átti sér stað. Við útreikninga á nýgengi hjartadreps var stuðst við mann- fjöldatölur frá Hagstofu Íslands fyrir hvert ár.15 Auk þess voru upplýsingar um nýgengi í aldurshópnum 25-74 ára fyrir tímabilin 1980-84 og 2000-2004 fengnar úr gögnum Hjartaverndar.7 Til reykingamanna töldust þeir sem sögðust einhvern tíma hafa reykt. Sjúklingar sem áttu foreldra eða systkini með sögu um kransæðasjúkdóm töldust hafa jákvæða ættarsögu en einnig þegar þess var getið í sjúkraskrá að viðkomandi hefði ættarsögu um kransæðasjúkdóm. Upplýsingar um S-kólesteról fengust úr niðurstöðum blóðrannsókna í Sögukerfi Landspítalans. Sjúk- R A N N S Ó K N Tafla I. Samanburður á faraldsfræðilegum upplýsingum og áhættuþáttum milli tímabila. % (n). 1980-1984 2005-2009 P gildi Sjúklingafjöldi (38) (38) Meðalaldur (bil) ER (25-40) ± 3,9 (24-40) 36,7 ár Hlutfall kvenna 5,3 (2/38) 15,8 (6/38) EM Hlutfall innlagna vegna hjartadreps ER 1,7 (35/2115) Hlutfall látinna 28,9 (11/38) 7,9 (3/38) 0,02 Þræðingar 75,9 94,3 <0,05 Reykingasaga 97 (29) 77,1 (35) 0,03 Ættarsaga 51,7 (29) 62,9 (35) EM Háþrýstingur 6,9 (29) 31,4 (35) 0,01 Sykursýki 3,4 (29) 8,6 35) NS S-kólesteról (mmól/L) 6,32 ± 1,16 (20) 5,1 ± 1,43 (22) <0,01 LÞS (kg/m2) 26,1 ± 3,6 (19) 28,6 ± 4,8 (21) 0,04 LÞS: Líkamsþyngdarstuðull. ER: Ekki reiknað. EM: Ekki marktækt. Mynd 1 Nýgengi bráðs hjartadreps á 1000 einstaklinga á ári. Aldurshópurinn 25-74 ára er rauður en 25-40 ára er blár. P gildi (p for trend) <0,001. 1980-1985 1986-1990 1991-1995 1996-2000 2001-2005 2006-2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.