Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 21
LÆKNAblaðið 2017/103 21 R A N N S Ó K N mynda og fleiri. Þessar niðurstöður eru nokkuð sambærilegar við niðurstöður nýlegrar framskyggnrar breskrar rannsóknar á niður- stöðum segulómunar hjá 554 sjúklingum, en þar greindist við segulómun þrýstingur á taugarót hjá um 60% þeirra sem höfðu sögu um verki niður í fót, en einnig hjá um þriðjungi þeirra sem ekki sýndu slík einkenni.24 Helmingur þeirra þátttakenda sem höfðu einhver einkenni taugarótarþrýstings við skoðun greindust ekki með brjósklos úr segulómun í rannsókn okkar. Lítil fylgni klínískra einkenna við brjósklosgreiningu úr segulómun er í vissri mótsögn við niðurstöður hollenskrar rannsóknar á 338 manns með lendahryggjarverki, sem sýna að sagan sé aðalatriði í greiningu einstaklinga með brjósklos og fá próf eða rannsóknir bæti þar einhverju við. En þó höfðu einkennin verkur niður í fót, aukinn verkur við hósta eða rembing og verkur eftir húðgeirasvæðum mikið forspárgildi fyrir brjósklosgreiningu við segulómun í þeirri rannsókn. En í niðurstöðum rannsóknar okkar sást eingöngu veik fylgni brjósklosgreiningar á segulómun við sögu um verk niður í fót.27 Lítið úrtak gæti hér haft áhrif á að ekki sást marktæk fylgni við aðra þætti, þar sem önnur einkenni og greiningar voru fátíðari. Niðurstöður segulómunar breyttu litlu um lyfjameðferð sam- kvæmt sjúkraskrám, en tilvísunum til annarra meðferðarúrræða fjölgaði eftir myndgreininguna. Niðurstöðurnar benda til þess að beðið hafi verið með slík úrræði þar til eftir myndgreiningu, þar sem helmingur beiðna um sjúkraþjálfun var sendur eftir mynd- greiningu, allmörgum vikum eftir að einkenni hófust. Nýlegar rannsóknir benda á að hefjist sjúkraþjálfunarmeðferð snemma þá minnki líkur á skurðaðgerðum, sprautumeðferðum og notkun sterkra verkjalyfja, auk þess sem kostnaður heilbrigðiskerfisins lækkar til muna.28,29 Í því ljósi er mikilvægt að áhersla á mynd- greiningu verði ekki til að seinka meðferð, eins og brögð virtust að í þessari rannsókn. Mun fleiri sjúklingar sem fengu sjúkraþjálfun urðu þó betri af lendahryggjar vandamálum sínum innan árs en þeir sem ekki fengu sjúkraþjálfun. Þeim sem skornir voru farnað- ist að jafnaði vel. Fjöldi aðgerða miðað við íbúafjölda var heldur meiri en búast mætti við samkvæmt erlendum tíðnitölum,30 en varasamt er að gera slíkan samanburð út frá svo litlu úrtaki. Tæp- ur helmingur þeirra sem greindust með brjósklos sýndi ekki teikn um bata innan árs, en talið er að ef ekki næst verulegur bati innan þriggja mánaða frá fyrstu einkennum, sé aukin hætta á að lenda- hryggsvandamál verði langvinn.12 Ýmislegt utan hryggsúlunn- ar getur haft áhrif á það hvort verkir verða langvinnir og hamla starfsgetu, til dæmis aðstæður og viðmót á vinnustað, röng hreyfi- mynstur, aldur, offita og sálrænir þættir svo sem depurð og kvíði. Upplýsingar segulómskoðunar um aðstæður í hryggnum eru tald- ar bæta þar litlu við.3,4,12 Framskyggn, dönsk eftirfylgdarrannsókn meðal 166 einstaklinga sem greinst höfðu með taugarótarþrýsting í segulómun sýnir að stórar útbunganir og brjósklos í upphafi geta haft jákvætt forspárgildi fyrir bata eftir eitt ár, en jafnframt að bati er óháður því hvort breytingar verða á segulómmyndunum.4 Í rannsókn okkar einskorðuðust myndgreiningarniðurstöður við ástand hryggjarliða, hryggþófa og liðbanda, en ástand vöðva við hrygginn kom hvergi fram. Á undanförnum árum hafa ýmsar rannsóknir bent á samband vöðvarýrnunar, til dæmis margklofa- vöðva (multifidus) og verkja, ásamt gagnsemi slíkra upplýsinga fyrir æfingameðferð.31,32 Fleiri rannsókna er þó þörf áður en hægt er að fullyrða um mikilvægi myndgreiningar á vöðvarýrnun fyrir framvindu lendahryggjarverkja.33 Takmarkanir þessarar rannsóknar eru allnokkrar. Úrtak rannsóknarinnar var staðbundið og stærð þess gæti takmark- að tölfræðilegan styrk við greiningu gagna. Ekki er heldur vitað hversu vel úrtakið endurspeglar alla þá sem leituðu læknis vegna lendahryggjarverkja á tímabilinu. Eingöngu var unnið með fyrir- liggjandi sjúkraskrárgögn þar sem skráningu getur verið ábóta- vant. Skilgreining höfunda á batamerkjum byggir að hluta á beinni skráningu og að hluta á því að læknar höfðu hætt að skrá samskipti tengd vandanum. Því ber að gæta varúðar í túlkun niðurstaðna um batamerki. Reyndar er athyglisvert að ekki er til ákveðin skilgreining á bata hryggvandamála, sem torveldar jafn- vel samanburð milli framskyggnra rannsókna.34 Áhugavert væri að endurtaka rannsókn sem þessa með stærra úrtaki og gjarnan framskyggnu rannsóknarsniði til að fylgjast með þróun á notkun segulómskoðunar vegna bakverkja á landinu öllu, auk kostnað- argreiningar, meðferðar og bata fólks með bakverki. Þessi fyrsta rannsókn á notkun segulómskoðunar við greiningu bakverkja hérlendis gefur vísbendingar um að segulómun sé talsvert notuð við greiningu þeirra. Ályktanir Segulómun á lendahrygg var notuð til greiningar á lendahryggjar- vandamálum almennt, en ekki einungis til að útiloka alvarleg undirliggjandi vandamál. Lítil fylgni var milli einkenna sjúklinga og niðurstaðna úr segulómun, sem undirstrikar nauðsyn á sam- þættu mati læknis við sjúkdómsgreiningu. Stór hópur þeirra sem sendir eru í segulómun vegna lendahryggjarvandamála greinist með brjósklos og um helmingur þeirra glímir enn við verkja- vandamál ári seinna. Batahorfur aukast við sjúkraþjálfun. Mikil notkun segulómrannsókna getur tafið virk meðferðarúrræði, þar sem tilhneiging virðist til þess að bíða eftir niðurstöðum segul- ómunar áður en meðferð er ákveðin, þótt ekki liggi fyrir grunur um alvarleg undirliggjandi vandamál. Kærar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Norðurlands Akureyri og myndgreiningardeildar Sjúkrahússins á Akureyri fyrir einstaklega góða samvinnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.