Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 42
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R 42 LÆKNAblaðið 2017/103 sjúklingar fá þar þjónustu árlega og koma þeir flestir beint frá bráðadeildum Landspítala. Á Kristnesspítala, endurhæfingardeild Sjúkrahússins á Akureyri, eru pláss fyr- ir 26 sjúklinga, 21 sólarhringspláss og 5 dagdeildarpláss. Deildin er 5 daga deild en möguleiki á að fjórir einstaklingar geti verið á deild öldrunarlækninga, sem er í sama húsi, um helgar. Á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði fer einnig fram fjölbreytt endurhæfingarstarf- semi. Teymisvinna Starfsemi endurhæfingarstofnana ein- kennist af samvinnu margra heilbrigðis- stétta. Unnið er í teymum sem starfa undir stjórn sérfræðinga í endurhæfingarlækn- ingum. Teymisvinna hefur frá upphafi verið einkennandi fyrir allt endurhæf- ingarstarf. Teymisvinna hefur þróast á undanförnum árum og áratugum frá því að vera fjölfagleg (multidisciplinary) yfir í þverfaglega (interdisciplinary) teymisvinnu. Í þverfaglegum teymum er endurhæf- ingarmat og meðferð skjólstæðings sam- eiginleg svo og markmiðssetning. Skjól- stæðingurinn verður hluti af teyminu. Mikilvægt er að endurhæfing fari fram á réttu og um leið hagkvæmasta þjónustu- stigi. Framtíðin Eftirspurn eftir endurhæfingu er mikil og nauðsynlegt að úrræði endurhæfingar verði aukin. Búast má við að þörf fyrir endurhæfingu aukist eftir því sem lækna- vísindunum fleygir fram og fleiri lifa af erfiða sjúkdóma og slys. Þróun þekkingar og tækni í endurhæfingarlækningum tek- ur miklum framförum nú um stundir. Má þar nefna aukna þekkingu á eiginleikum taugavefs með samhliða framþróun í með- ferð og endurhæfingaraðferðum. Tölvu- tæknin er að færa okkur ótal möguleika í rannsóknum, þjálfun og meðferð fólks með færniskerðingu. Það eru því sannar- lega spennandi tímar framundan og næg verkefni fyrir ungt fólk sem valið hefur sér lækningar að ævistarfi. Á nýafstöðnum aðalfundi Landssambands heilbrigðis- stofnana var haldið málþing um sérhæf- ingu í heilbrigðiskerfinu og tóku þar meðal annars þátt fulltrúar velferðarráðu- neytis og Embættis landlæknis. Kom fram í máli margra ræðumanna að leggja þurfi meiri áherslu á teymisvinnu og að hlúa að einstaklingum með langvinna sjúkdóma. Þá kom og fram að eitt af forgangsmálum ráðuneytisins er stefnumörkun í endur- hæfingu á Íslandi. Félag íslenskra endur- hæfingarlækna er tilbúið að leggja sitt af mörkum í þeirri vinnu. Formaður Félag íslenskra endurhæfingarlækna er Magnús Ólason magnuso@reykjalundur.is Árshátíð LR 2017 LAUGARDAGINN 21. JANÚAR Í SILFURBERGI ✓ Fordrykkur kl 19 ✓ Feðgarnir Haukur Heiðar og Haukur Heiðar leika létt lög ✓ Veislustjóri verður Ragnar Freyr læknir, - kokkurinn í eldhúsinu ✓ Tveggja rétta matseðill, og svo kaffi og konfekt ✓ Mugison kemur að vestan! ✓ The Band Aids, eldhress hljómsveit unglækna og læknanema Verð 15.500 kr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.