Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.2017, Qupperneq 42

Læknablaðið - 01.01.2017, Qupperneq 42
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R 42 LÆKNAblaðið 2017/103 sjúklingar fá þar þjónustu árlega og koma þeir flestir beint frá bráðadeildum Landspítala. Á Kristnesspítala, endurhæfingardeild Sjúkrahússins á Akureyri, eru pláss fyr- ir 26 sjúklinga, 21 sólarhringspláss og 5 dagdeildarpláss. Deildin er 5 daga deild en möguleiki á að fjórir einstaklingar geti verið á deild öldrunarlækninga, sem er í sama húsi, um helgar. Á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði fer einnig fram fjölbreytt endurhæfingarstarf- semi. Teymisvinna Starfsemi endurhæfingarstofnana ein- kennist af samvinnu margra heilbrigðis- stétta. Unnið er í teymum sem starfa undir stjórn sérfræðinga í endurhæfingarlækn- ingum. Teymisvinna hefur frá upphafi verið einkennandi fyrir allt endurhæf- ingarstarf. Teymisvinna hefur þróast á undanförnum árum og áratugum frá því að vera fjölfagleg (multidisciplinary) yfir í þverfaglega (interdisciplinary) teymisvinnu. Í þverfaglegum teymum er endurhæf- ingarmat og meðferð skjólstæðings sam- eiginleg svo og markmiðssetning. Skjól- stæðingurinn verður hluti af teyminu. Mikilvægt er að endurhæfing fari fram á réttu og um leið hagkvæmasta þjónustu- stigi. Framtíðin Eftirspurn eftir endurhæfingu er mikil og nauðsynlegt að úrræði endurhæfingar verði aukin. Búast má við að þörf fyrir endurhæfingu aukist eftir því sem lækna- vísindunum fleygir fram og fleiri lifa af erfiða sjúkdóma og slys. Þróun þekkingar og tækni í endurhæfingarlækningum tek- ur miklum framförum nú um stundir. Má þar nefna aukna þekkingu á eiginleikum taugavefs með samhliða framþróun í með- ferð og endurhæfingaraðferðum. Tölvu- tæknin er að færa okkur ótal möguleika í rannsóknum, þjálfun og meðferð fólks með færniskerðingu. Það eru því sannar- lega spennandi tímar framundan og næg verkefni fyrir ungt fólk sem valið hefur sér lækningar að ævistarfi. Á nýafstöðnum aðalfundi Landssambands heilbrigðis- stofnana var haldið málþing um sérhæf- ingu í heilbrigðiskerfinu og tóku þar meðal annars þátt fulltrúar velferðarráðu- neytis og Embættis landlæknis. Kom fram í máli margra ræðumanna að leggja þurfi meiri áherslu á teymisvinnu og að hlúa að einstaklingum með langvinna sjúkdóma. Þá kom og fram að eitt af forgangsmálum ráðuneytisins er stefnumörkun í endur- hæfingu á Íslandi. Félag íslenskra endur- hæfingarlækna er tilbúið að leggja sitt af mörkum í þeirri vinnu. Formaður Félag íslenskra endurhæfingarlækna er Magnús Ólason magnuso@reykjalundur.is Árshátíð LR 2017 LAUGARDAGINN 21. JANÚAR Í SILFURBERGI ✓ Fordrykkur kl 19 ✓ Feðgarnir Haukur Heiðar og Haukur Heiðar leika létt lög ✓ Veislustjóri verður Ragnar Freyr læknir, - kokkurinn í eldhúsinu ✓ Tveggja rétta matseðill, og svo kaffi og konfekt ✓ Mugison kemur að vestan! ✓ The Band Aids, eldhress hljómsveit unglækna og læknanema Verð 15.500 kr

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.