Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 34
34 LÆKNAblaðið 2017/103 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Martha Ásdís Hjálmarsdóttir varði í október doktorsverkefni sitt í lífeinda- fræði við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. Leiðbeinandi hennar var Karl G. Kristinsson sýklafræðingur. Martha Ásdís er fyrsti lífeindafræðingurinn sem lýkur doktorsprófi í líf- og læknavís- indum frá Háskóla Íslands. Hún gegnir stöðu námsbrautarstjóra í lífeindafræði við heilbrigðisvísindasvið HÍ og segist mjög stolt af því að nokkrir lífeinda- fræðingar eru nú í doktorsnámi og í vaxandi mæli ljúki lífeindafræðingar meistaraprófi í greininni. „Að baki doktorsritgerðinni liggur faralds- fræðileg rannsókn á pneumókokkum sem eru með minnkað næmi fyrir penisillíni. Það hefur býsna lengi verið vandamál hjá okkur umfram það sem gerist á Norður- löndunum og reyndar í Norður-Evrópu allri. Þessir stofnar eru ýmist með minnk- að næmi fyrir penisillíni eða ónæmir fyrir lyfinu. Þeir sem eru aðeins með minnkað næmi eru meðhöndlanlegir með pensíllíni en þá þarf stærri skammta og jafnvel tíðari svo þetta er ekki alveg klippt og skorið,“ segir Martha Ásdís. „Pneumókokkar eru bakteríur sem lifa í nefkoki nánast allra krakka og valda oftast litlum vandræðum, fyrir utan að þarna er meginsmituppspretta pneumókokka. Hins vegar ef börnin fá vírussýkingar geta pneumókokkarnir farið af stað og valdið eyrnabólgum eða lungnasýkingum. Einnig er hætta á að þeir komist í blóð- rásina og valdi alvarlegum ífarandi sýk- ingum og heilahimnubólgu ef þeir komast í miðtaugakerfið. Þetta eru alvarlegustu sýkingarnar sem pneumókokkar geta valdið og meginástæða bólusetninga gegn bakteríunni. Hjá krökkum eru eyrnasýk- ingarnar algengastar og síðan aðrar sýk- ingar í öndunarvegum og líffærum þeim tengdum en hjá eldra fólki eru öndunar- færasýkingar algengastar.“ Mjög hæfar bakteríur sem mynda ónæmi „Pneumókokkar eru líkir öðrum bakterí- um að því leyti að þeir leita allra leiða til að lifa af við þær aðstæður sem umhverfið býður. Ef aðstæðurnar eru sýklalyfjabað þá gerist það fyrr eða síðar að bakterían finnur leið til að lifa af og verður þannig ónæm fyrir sýklalyfjunum. Pneumó- kokkar eru mjög hæfir til að taka upp erfðaefnisbúta frá öðrum bakteríum sem hafa kannski aðlagast sýklalyfjunum áður, og ná þannig að verða sér úti um ónæmi án þess að raunverulega verði stökk- breytingar hjá þeim sjálfum. Til dæmis geta pneumókokkar í nefkokinu myndað svokallaða örveruhulu (biofilm) sem er sambýli fjöldamargra baktería og innan hulunnar safnast fyrir erfðaefni frá fleiri en einum stofni pneumokokka og öðrum bakteríum sem þar kunna að vera og þeir beinlínis veiða þar upp erfðaefnisbúta, splæsa þeim inni í sína litninga og þá verða allar kynslóðir þannig útbúnar eftir það. Hluti af rannsókn minni var að skoða hvort börnin væru með margar mismun- andi hjúpgerðir í nefkokinu og það var mun algengara en við höfum áður greint. Um fjórðungur barnanna var með fleiri en eina hjúpgerð og vísar það til samsvarandi möguleika á tilflutningi erfðaefnis milli stofna, þar með talið erfðaefnis sem kóðar fyrir sýklalyfjaónæmi. Ef sýklalyfin eru síðan ekki gefin samkvæmt leiðbeiningum eða rétta lyfinu er ekki ávísað, er líklegt að ónæmari stofnar lifi af og aðrir myndi ónæmi fyrir sýklalyfjunum og nái að dafna enn betur. Niðurstöður fyrir síðustu ár rann- sóknarinnar eru reyndar mjög ánægju- legar en árið 2011 var byrjað að bólusetja öll börn á Íslandi gegn 10 mismunandi hjúpgerðum af pneumókokkum og þetta var gert til að forða þeim frá alvarleg- ustu sýkingunum, blóðsýkingum og heilahimnubólgu. Bólusetningin hefur borið þann ánægjulega árangur að fjöl- ónæmir stofnar af hjúpgerð 19F, sem voru til vandræða og orsök flestra sýkinga eru að hverfa. Tímabilið 2011–2015 fækkaði greindum pneumókokkum á sýklafræði- deild Landspítala í heild þrefalt, en sexfalt ef aðeins er horft til stofna með minnkað næmi. Tilvikin á síðasta ári voru mjög fá og nú þegar við erum komin með öll börn fædd 2011 og síðar bólusett er árangurinn umtalsverður. Við erum einnig að sjá allra síðustu árin fækkun tilfella af bóluefn- ishjúpgerðum hjá fullorðna fólkinu. Þetta eru hin svokölluðu hjarðáhrif bólusetn- ingarinnar sem stefnt er að. Bóluefnið miðar að því að útrýma ákveðnum hjúpgerðum og þær eru valdar með tilliti til þess hversu meinvirkar þær eru og hversu líklegar þar eru til að þróa með sér ónæmi. Vissulega vildum við geta gefið bóluefni sem virkar gegn öllum hjúpgerðum en meðan það er ekki í boði þá vinnum við tíma með því að slá út verstu hjúpgerðirnar.“ Landfræðileg einangrun tilheyrir fortíðinni „Frá því við greindum fyrst stofna með minnkað næmi höfum við verið að fást við tvo alþjóðlega klóna af pneumókokkum hvorn á fætur öðrum,“ segir Martha Ás- dís. „Sá fyrri hvarf hægt og rólega eins og búast má við að gerist á náttúrulegan hátt en sá seinni féll hratt eftir bólusetningar og fyrst hjá yngstu börnunum sem voru bólusett fyrst. Fram að bólusetningum vorum við að sjá mikla aukningu stofna með minnkað næmi og það er sannarlega ánægjulegt hve hratt gekk að draga úr því eftir 2011. „Mikilvægt að vera stöðugt á varðbergi“ segir Martha Ásdís, fyrsti lífeindafræðingurinn með doktorspróf í líf- og læknavísindum frá HÍ ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.