Fréttablaðið - 17.03.2018, Síða 2
Veður
Austan og suðaustan 8-18 m/s,
hvassast syðst. Rigning SA-lands,
en annars úrkomulítið og víða bjart
veður fyrir norðan. Heldur hægari á
morgun og rigning með köflum S-til
en áfram bjart N-til. sjá síðu 52
Milljarður reis
Hinn árlegi dansviðburður, Milljarður rís, fór fram í Hörpu í sjötta sinn í gær. Dansaði þar mikill fjöldi í samhug með konum af erlendum uppruna
Sex konur af erlendum uppruna lásu frásagnir þeirra sem komið hafa fram undir formerkjum #MeToo á viðburði gærdagsins. Fréttablaðið/Vilhelm
Fjölmiðlar Fréttablaðið kynnir í
dag Fréttablaðið plús. Um er að ræða
fréttir, viðtöl, umfjallanir, minn-
ingargreinar og annað áhugavert og
fréttnæmt efni sem eingöngu verður
aðgengilegt á stafrænu formi Frétta-
blaðsins, það er í PDF-útgáfu blaðs-
ins sem finna má á frettabladid.is og í
snjallsímaforriti Fréttablaðsins.
Á næstu misserum mun ritstjórn
blaðsins, í höfuðborginni og á lands-
byggðinni, efla Fréttablaðið plús og
framleiða fréttir og annað efni inn í
alla útgáfudaga blaðsins, sex sinnum
í viku, þar sem hægt verður að finna
aragrúa efnis sem eingöngu verður
aðgengilegt á stafrænu formi.
Í Fréttablaðinu plús í dag er fram-
hald á viðamikilli umfjöllun um vini
og samferðamenn Hauks Hilmars-
sonar, sem talið er að hafi fallið í
stríðsátökum í Sýrlandi, og innlit á
leiksýninguna Rocky Horror Show
í Borgarleikhúsinu. – ósk
Fréttablaðið
plús kynnt í dag
minjar „Mjög fá önnur skýli af
þessari gerð hafa varðveist og kann
skýlið því að hafa varðveislugildi á
heimsvísu,“ segir í umsögn skipu-
lagsfulltrúa Reykjavíkur vegna fyrir-
hugaðrar friðlýsingar á Flugskýli 1 á
Reykjavíkurflugvelli.
Minjastofnun Íslands hefur til-
kynnt Reykjavíkurborg að stofnun-
in sé að undirbúa tillögu til mennta-
og menningarmálaráðherra um
að friðlýsa Flugskýli 1. „Lagt er til
að friðlýsingin taki til stálburðar-
grindar skýlisins og upprunalegra
rennihurða á göflum hússins,“ segir
í bréfi þar sem borginni er lögum
samkvæmt boðið að gera athuga-
semdir við áformin.
„Burðargrind skýlisins er upp-
runaleg og afar sérstök. Mjög fá
önnur skýli af þessari gerð hafa
varðveist og kann skýlið því að hafa
varðveislugildi á heimsvísu,“ segir
Minjastofnun. Flugskýli 1 sé fyrsta
flugskýlið sem byggt hafi verið á
Reykjavíkurflugvelli.
„Skýlið stendur við hlið gamla
flugturnsins sem er friðlýst bygging.
Saman mynda þau varðveisluheild
sem hefur fágætisgildi á landsvísu,“
segir áfram um gildi skýlisins. Það
stendur aftan við flugstjórnarmið-
stöðina og er skammt frá Hótel
Natura.
„Það er eitt fjögurra breskra flug-
skýla af gerðinni T-2 sem smíðuð
voru og sett upp á Reykjavíkurflug-
velli fyrir breska herinn af fyrirtæk-
inu Teeside Bridge and Engineering
Co. Ltd. Í Middlesbrough. Sama
fyrirtæki smíðaði og setti upp Ölfus-
ár brúna á Selfossi árið 1945,“ segir
Minjastofnun.
Þá er tekið fram að Flugskýli 1 sé
eitt elsta mannvirkið á Reykjavíkur-
flugvelli. Sem slíkt tengist það sögu
hernámsáranna og flugsögu Íslands.
„Flest flugfélög sem starfað hafa hér
á landi hafa haft aðstöðu í húsinu á
ólíkum tímabilum.“
Málið var á dagskrá umhverfis-
og skipulagsráðs Reykjavíkur í
vikunni. Þar var lögð fram umsögn
skipulagsfulltrúa borgarinnar. Hún
er stutt: „Ekki eru gerðar athuga-
semdir við tillögu Minjastofnunar
um friðlýsingu Flugskýlis 1.“ Form-
leg afstaða borgarinnar liggur hins
vegar ekki enn fyrir þar sem málið
hefur ekki verið afgreitt.
gar@frettabladid.is
Friða flugskýlisgrind
frá hernámsárunum
Skipulagsfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áform Minjastofnunar um að frið-
lýsa burðargrind og rennihurðir flugskýlis 1 sem Bretar reistu á Reykjavíkurflug-
velli á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Stálgrindin jafnvel einstök á heimsvísu.
Stálburðarvirki Flugkýlis 1 er jafnvel talið geta verið einstakt á heimsvísu að
mati minjastofnunar Íslands. Fréttablaðið/eyþór
Viðskipti Torg ehf., hefur tekið
yfir rekstur midi.is. Midi.is annast
miðasölu á ýmiss konar viðburði,
svo sem leiksýningar, tónleika og
íþróttaleiki. „Midi.is er eitt öflugasta
fyrirtækið á sínu sviði á Íslandi. Það
er virkilega spennandi að fá midi.
is inn í Torg og samtvinna félag-
ið og þá starfsemi sem fyrir er,“
segir Elmar Hallgríms Hallgríms-
son, framkvæmdastjóri sölu- og
markaðssviðs Torgs ehf., og fram-
kvæmdastjóri midi.is. Elmar segir
stefnt að því að stórefla starfsemi
midi.is með nýju og auknu vöru-
framboði. „Við ætlum okkur að
sækja fram og vera leiðandi í miða-
sölu á Íslandi ásamt því að bjóða
upp á nýjungar í sölu yfir netið,“
segir Elmar. Auk midi.is rekur Torg
ehf. Fréttablaðið, frettabladid.is,
Markaðinn og Glamour. – ósk
Torg tekur yfir
rekstur Midi.is
Skýlið stendur við
hlið gamla flug-
turnsins sem er friðlýst
bygging. Saman mynda þau
varðveisluheild sem hefur
fágætisgildi á landsvísu.
Minjastofnun Íslands
lögreglumál Starfsmaður barna-
verndar, grunaður um kynferðis-
brot gegn að minnsta kosti átta
börnum yfir tíu ára tímabil, verður
áfram í gæsluvarðhaldi um sinn.
Héraðsdómur Reykjaness féllst á
áframhaldandi fjögurra vikna varð-
hald í gær.
Sævar Þór Jónsson, réttargæslu-
maður þriggja þolenda í málinu,
segir líklegt að Reykjavíkurborg sé
skaðabótaskyld vegna mistaka sem
gerð voru þegar systir brotaþola
tilkynnti um brot starfsmanns-
ins til velferðarsviðs Reykjavíkur
árið 2008, án þess að nokkuð væri
aðhafst. Meint brot gegn einu
barnanna stóðu yfir til 2010.
Vinnubrögð lögreglu voru líka
gagnrýnd, því rannsókn hófst ekki
fyrr en mánuðum eftir að kæra
barst. Maðurinn var handtekinn
í janúar. Hann hefur setið í gæslu-
varðhaldi síðan. – þea
Verður áfram í
gæsluvarðhaldi
1 7 . m a r s 2 0 1 8 l a u g a r D a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð
1
7
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
3
8
-7
C
8
C
1
F
3
8
-7
B
5
0
1
F
3
8
-7
A
1
4
1
F
3
8
-7
8
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
2
0
s
_
1
6
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K