Fréttablaðið - 17.03.2018, Side 40

Fréttablaðið - 17.03.2018, Side 40
Ein manneskja breiddi dúk yfir vélmennið, sló það niður og hellti grillsósu á alla skynjarana.“ Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Í Kísildal í San Francisco í Banda­ríkjunum, og reyndar víðar, eru öryggisvélmenni og sjálfkeyrandi bílar ekki lengur bara fram­ tíðardraumur, heldur blákaldur raunveruleiki. Öryggisvélmenni frá fyrirtækinu Knightscope fara eftirlitsferðir um almenn rými og sjálfkeyrandi bílar frá fyrirtækinu GM Cruise eru á ferð um göturnar. En það eru ekki allir sáttir við fram­ tíðina og viðbrögð fólks hafa verið misjöfn. Fyrirtækið Knightscope var stofnað árið 2013 og framleiðir sjálfstýrð öryggisvélmenni sem heita K5. Vélmennin eru um 180 kg að þyngd og 150 sentimetrar á hæð og sinna t.d. eftirlitsferðum á bílastæðum, göngum skrifstofu­ bygginga, íþróttaleikvöngum og í verslunarmiðstöðvum. Vélmennin eru búin öflugum skynjurum og myndavélum sem hjálpa þeim að greina milli meinlausra vegfarenda og grunsamlegrar hegðunar. Stacy Stephens, einn af stofn­ endum fyrirtækisins, segir að vél­ mennin séu viðbót við hefðbundna löggæslu. Þau komi aldrei í stað lög­ reglumanna og öryggisvarða, heldur fylli þau í eyðurnar, því laganna verðir geti ekki verið alls staðar í einu. Vélmennin hafa líkt reynst vel við að sinna löggæslu á hættulegum svæðum sem lögreglumenn forðast að fara inn á. En það eru ekki allir jafn ánægðir með þessa nýjung. Í desember þurfti dýraathvarf í San Francisco að fjarlæga Knight­ scope vélmenni sitt, sem sinnti eftirliti í kringum athvarfið, vegna kvartana frá bæði íbúum svæðisins og heimilislausum, sem sögðu að vélmennið áreitti þau. Flestir létu duga að kvarta yfir vélmenninu, en ein manneskja breiddi dúk yfir vélmennið, sló það niður og hellti grillsósu á alla skynjarana. Í apríl á síðasta ári var líka drukkinn maður handtekinn fyrir að ráðast á og fella Knightscope­vélmenni í bænum Mountain View í Kaliforníu, þar sem Google hefur höfuðstöðvar sínar. Sama sagan með sjálfkeyr- andi bíla Sjálfkeyrandi bílar lofa góðu, því mannleg mistök valda flestum umferðarslysum. En samkvæmt opinberum skýrslum hefur mannleg árásargirni komið við sögu í tveimur af þeim sex árekstrum sem hafa orðið á árinu þar sem sjálf­ keyrandi bílar koma við sögu. Þann 10. janúar hljóp vegfarandi í San Francisco yfir götuna til að bjóða sjálfkeyrandi bíl frá GM Cruise byrginn. Bílinn hafði stansað til að hleypa fólki yfir götuna. Sam­ kvæmt skýrslu frá GM Cruise æpti viðkomandi á bílinn og „sló hann með öllum líkamanum“ vinstra megin að aftan. Enginn slasaðist, en afturljós bílsins skemmdist. Nokkrum dögum síðar, þann 28. janúar, réðst svo leigubílstjóri á bíl frá sama fyrirtæki í sama hluta borgarinnar. Bílstjórinn steig út úr bíl sínum til að nálgast sjálfkeyrandi bíl og sló í rúðuna við framsætið far­ þegamegin og rispaði hana. Aðrir hafa reynt að stemma stigu við þessari þróun með löggjöf til að takmarka fjölda sjálfvirkra sendla og skattleggja vélmenni sem taka störf af fólki. Einn þeirra sagði: „Hvað er í gangi ef við kunnum ekki að meta það að geta farið út í búð án þess að lenda í árekstri við vél­ menni?“ Vélmennum er tekið misvel Í borginni San Francisco og víðar eru öryggisvélmenni og sjálfkeyrandi bílar farnir að sjást á götum úti. Þessi fyrirbæri hafa þó fengið blendnar móttökur og sumir hafa einfaldlega ráðist á þau. Vélmennin frá Knightscope hafa fengið heldur kaldar viðtökur. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY Bílar frá GM Cruise hafa orðið fyrir árásum. MYND/DLLU/WIKIPEDIA Laugardaginn 24. mars mun Fréttablaðið gefa út aukablaðið ALLT FYRIR HÓTEL & VEITINGAHÚS Allt ritstjórnarefni blaðsins er sérstaklega miðað á rekstraraðila þeirra þúsunda fyrirtækja sem starfa í gisti og veitingaþjónustu á Íslandi. Blaðið er um leið frábær auglýsingamiðill fyrir öll fyrirtæki sem bjóða upp á rekstrarvörur og þjónustu fyrir hótel, gisti og veitingahús. Nánari upplýsingar um blaðið veitir Ólafur H. Hákonarson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 512 5433 / olafurh@frettabladid.is FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . M A R S 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 1 7 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 3 9 -0 6 C C 1 F 3 9 -0 5 9 0 1 F 3 9 -0 4 5 4 1 F 3 9 -0 3 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 1 6 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.