Fréttablaðið - 17.03.2018, Síða 47
Árlegur fjárhagsrammi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er um
40 milljarðar og það er algert lykilatriði að öll fjármálaumsýsla og
kostnaðareftirlit ráðuneytisins sé bæði faglegt og skilvirkt.
Starf sérfræðings í fjármálum byggir á miklum samskiptum við allar
skrifstofur ráðuneytisins og stofnanir sem undir það heyra. Verkefnin eru
bæði krefjandi og fjölbreytt og snúast m.a. um eftirfylgni með
áætlanagerð stofnana, fjárhagsgreiningu og kostnaðareftirlit, þátttöku í
nýsköpun á sviði fjármála og fjárreiða og kostnaðarmat frumvarpa.
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, starfsreynsla á sviði fjármála og
rekstrar og góð ensku- og íslenskukunnátta er áskilin
Upplýsingar um stafið veitir Guðrún Gísladóttir, skrifstofustjóri á
skrifstofu fjárlaga, rekstrar og innri þjónustu gudrun.gisladottir@anr.is
Sérfræðingur í fjármálum
Ferðaþjónustan slær ný met á hverju ári og hlutverk skrifstofu ferða-
mála er að skapa ferðaþjónustunni hagkvæma og skilvirka umgjörð og
treysta grundvöll hennar með skýrum leikreglum og stefnumótun.
Starf sérfræðings í ferðamálum er mjög fjölbreytt og viðkomandi mun
m.a. koma að stefnumótun, stýringu verkefna, þátttöku í vinnuhópum og
nefndum, þátttöku í alþjóðlegu samstarfi, samskiptum við Alþingi og
hagsmunaaðila … og er þá aðeins fátt eitt talið.
Háskólamenntun sem nýtist í starfinu og mjög góð ensku- og
íslenskukunnátta er áskilin.
Upplýsingar um stafið veitir Sigrún Brynja Einarsdóttir, skrifstofustjóri
á skrifstofu ferðamála sigrun.brynja.einarsdottir@anr.is
Umsóknarfrestur er til og með 26. mars.
Umsóknir skulu sendar á netfangið postur@anr.is
Bæði störfin er laus og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf
sem fyrst.
Ráðuneytið hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um störfin.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu
liggur fyrir.
Allar nánari upplýsingar um störfin og menntunar-
og hæfniskröfur er að finna á starfatorg.is
Sérfræðingur í ferðamálum
1
7
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
3
8
-D
0
7
C
1
F
3
8
-C
F
4
0
1
F
3
8
-C
E
0
4
1
F
3
8
-C
C
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
1
2
0
s
_
1
6
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K