Fréttablaðið - 17.03.2018, Side 105

Fréttablaðið - 17.03.2018, Side 105
KviKmyndir Andið eðlilega HHHHH Leikstjóri: Ísold Uggadóttir Aðalhlutverk: Kristín Þóra Haralds- dóttir, Babetida Sadjo, Patrik Nökkvi Pétursson Samkvæmt þeim fræðum sem ég hef helst stúd­erað er smásagan vand­meðfarnara og flóknara form en skáldsagan enda kúnst að segja mikið með fáum orðum á enn færri blaðsíðum. Sömu lögmál hljóta að gilda um stuttmyndir og kvikmyndir í fullri lengd. Ísold Uggadóttir hefur með nokkrum stuttmyndum á síðasta rúma áratug fest sig í fremstu röð leikstjóra sem leggja til atlögu við þetta krefjandi form. Ísold er búin að slípa stíl sinn vel með stuttmyndunum og segir hér mikla sögu á 95 mínútum með engum óþarfa útúrdúrum eða málalengingum. Það sem er ósagt og liggur í undirtextanum segir allt sem segja þarf. Andið eðlilega er risastór mynd, alíslensk, en samt svo alþjóðleg, og tekur á viðkvæmum hitamálum; fátækt og ömurlegum aðstæðum hælisleitenda og fólks á flótta. Handrit Ísoldar segir mannlega og nístandi fallega samtímasögu af slíku ofurnæmi og alúð að mann setur beinlínis hljóðan. Ung einstæð móðir er að bugast á baslinu. Á endalausum hrak­ hólum með syni sínum skrimtir hún við illan leik frá degi til dags. Tilviljun ræður því að leiðir hennar og flóttakonu frá Afríku skarast. Kynni ungu móðurinnar við aðra móður sem er aðskilin frá barni sínu og hefur lifað í stöðugum lífs­ háska og á flótta hefur varanleg áhrif á báðar konurnar. Ólíkt því sem stundað er í lág­ kúrulegri umræðunni á Íslandi er þessum konum, mæðrum, ekki stillt upp sem andstæðu­ pari. Lífshamingja annarrar veltur ekki á því að hinni sé útskúfað. Andið eðlilega er mynd sem reynir virkilega á áhorfandann, gerir kröfur til hans, og ef hann gefur sig frásagnarlist Ísoldar á vald upp­ sker hann ríkulega. Yfirgefur kvik­ myndahúsið vonandi aðeins betri manneskja en hann var þegar hann settist í myrkrið. Mest mæðir á Kristínu Þóru Haraldsdóttur í hlutverki ungu móðurinnar og hún er hreint út sagt meiriháttar. Hún nær taki á manni strax í upphafssenunni og sleppir aldrei. Babetida Sadjo gefur henni ekkert eftir og Patrik Nökkvi Pétursson er dásamlegur í hlutverki sonarins. Ég minnist þess ekki áður að hafa fellt tár á íslenskri kvikmynd og þau meira að segja allnokkur. Brjóstvitið segir mér því að Andið eðlilega er besta kvikmynd sem ég hef séð. Tímamótaverk. Þórarinn Þórarinsson Nístandi fagurt tímamótaverk www.heimavellir.is Traustur leigumarkaður sem byggir á langtímasambandi er mikilvægur partur af heilbrigðum og stöðugum húsnæðismarkaði. Markmið okkar er að taka þátt í að byggja upp leigumarkað á Íslandi eins og þekkist á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. Um tvö þúsund fjölskyldur búa nú þegar í öruggri langtímaleigu hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. LANGTÍMASAMBAND Á LEIGUMARKAÐI niðurstAðA: Ísold segir mikla og áhrifaríka sögu á töfrandi hátt og lætur engan ósnortinn. Andið eðlilega er krefjandi, nístandi fögur mynd sem á erindi við alla. Út um allan heim. Lengri útgáfu af dómnum má finna á www. frettabladid.is undir Lífið. GEFÐU HÆNU gjofsemgefur.is 9O7 2OO3 1 7 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 1 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 3 8 -7 7 9 C 1 F 3 8 -7 6 6 0 1 F 3 8 -7 5 2 4 1 F 3 8 -7 3 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 0 s _ 1 6 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.