Fréttablaðið - 17.03.2018, Side 106

Fréttablaðið - 17.03.2018, Side 106
Bandaríska listakonan Elizabeth Peyton hefur notið heimsfrægðar frá því um miðjan tíunda áratuginn en hún opnar einkasýningu í galleríi Kling og Bang í Marshall- húsinu í dag. Þekktust er hún fyrir portrettmyndir sínar sem eru oft af fjölskyldumeðlimum, vinum og kunningjum en einnig þekktum andlitum á borð við bresku kon- ungsfjölskylduna, listhlaupara, poppstjörnu, þekkt andlit úr mann- kynssögunni og þannig mætti áfram telja. Markús og Wagner Listakonan Ingibjörg Sigurjónsdótt- ir hefur haft veg og vanda af því að fá Elizabeth Peyton til þess að sýna í Kling og Bang en Ragnar Kjartans- son, eiginmaður Ingibjargar, hefur einnig verið þeim innan handar. Þau voru öll í óðaönn við að hengja upp sýninguna þegar blaðamann bar að garði en þrátt fyrir annir gáfu þau sér stund til þess að tylla sér í gluggasyllu og spjalla. Sýningin ber yfirskriftina The Universe of the World-Breath. Þessi orð eru sótt í verk þýsku skáldkonunnar Mat- hilde Wesendonck og tónskáldsins Richards Wagner, sótt í óperuna Tristan og Ísold. En hvað skyldi það vera sem dregur Elizabeth Peyton að tónlist og hugarheimi Richards Wagner? „Það var reyndar aldrei ætlunin að Wagner yrði viðfangið enda er hann það í raun ekki, en ég bað Markús Þór Andrésson sýningar- stjóra að skrifa fyrir þessa sýningu og merkilegt nokk, þá mætti hann með ritgerð um Tristan og Ísold,“ segir listakonan, hlær og hugsar sig um góða stund. „En ég held að það sem heillar mig sé hvernig Wagner nær að tjá tilfinningar án orða. Það heillar mig og ég tengi við það vegna þess að ég vil að mín verk séu annað og meira en lýsingar. Þess vegna hlusta ég á þessa tónlist og hún hjálpar mér til þess að finna leiðir að því að stækka mín eigin verk – minn eigin heim.“ Fólk felur í sér sinn tíma Ragnar hafði haft á orði að eitt af því sem heilli við verk hennar sé hvernig heimurinn og eitt andartak séu undir í einni og sömu andránni. Elizabeth Peyton tekur undir þetta og segist leiða hugann að því hversu magnað það er að það sem gerist í andartakinu, hér og nú, endurómi út í alheiminn. „Þannig getur það verið með stórar hugmyndir, þær geta ómað frá eldhúsborðinu eða náð þangað, þetta vinnur í báðar áttir. Eins og að draga að sér andann í alheiminum eins og hjá Wagner, en sú hugsun var líka tilviljun – hugs- un sem kom með Markúsi til mín,“ segir hún og hlær glaðlega. Ragnar The Universe of the World-Breath Á sýningunni verða níu verk unnin á árunum 2017 og 2018: tvö einþrykk, ein teikning með litblýanti og pastel, ein æting, ein vatnslitamynd, tvö olíumálverk, ein æting með mjúkgrunni og tvær dúkristur. Allar myndirnar nema ein sýna fólk. Þetta eru myndir af vinum; Bella D’arcangelo 8 ára, Kristian Emdal og Antoine Wagner; sjálfsmynd af listamanninum; tvær myndir af japanska list- hlauparanum á skautum Yuzuru Hanyu; teikning sem gerð er eftir portretti Michelangelo af Andrea Quaratesi; sena af Fríðu að falla í fang Dýrsins úr kvikmynd Jean Cocteau La Belle et la Bête og eitt málverk af blómum. Ýmist sat fólkið fyrir hjá lista- manninum, og/eða verkin voru sköpuð upp úr ljósmyndum listamannsins eða fundnum ljós- myndum, kvikmyndum og eftir minni. Svarið er fólgið í því að fólk felur í sér sinn tíma Í dag verður opnuð í galleríi Kling og Bang í Marshallhúsinu sýning á verkum listakonunnar Elizabeth Peyton. Hún er heimskunn fyrir portrett af fjölskyldu jafnt sem frægum, samtímafólki og andlitum sögunnar. HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 The Florida Project 17:45 The Shape Of Water 17:30, 22:15 Loveless 17:30 Fantastic Woman 20:00 Women Of Mafia ENG SUB 20:00, 22:30 Spoor 20:00 Three Billboards Outside Ebbing Missouri 22:30 Ragnar Kjartansson, Elizabeth Peyton og Ingibjörg Sigurjónsdóttir tóku stutta hvíld frá uppsetningu til þess að spjalla um hana og listina. FRéttABLAðIð/VILHELM bendir á að kvöldið áður hafi þau líka farið á tónleika hjá Sinfóníu- hljómsveit Íslands og þar hafi ein- mitt Wagner verið á efnisskránni. „Þetta er allt endurómun á þessu eina og sama ástarævintýri, eins og Wagners og Mathilde Wesendonck og Tristans og Ísoldar,“ segir Eliza- beth sposk. En hvað skyldi hafa dregið hana að því að mála andlit? Hvers vegna varð portrettið fyrir valinu? „Ég veit það ekki. Ég hef alltaf verið heilluð af því að gera myndir af fólki. Þegar ég var barn þá var ég alltaf að teikna myndir af listhlaupurum og ég geri það enn vegna þess að það heillar mig. Eftir því sem maður eldist þá fer fólk að spyrja hvers vegna og þá fór ég að vera meðvitaðri. Ég held að svarið sé fólgið í því að fólk felur í sér sinn tíma. Í andlitinu, í hreyfing- unum og öllu sem einkennir okkur. Það sést af því að það er þarna og er mótað af tímanum – lífinu. Fyrir mig eru þetta því ákveðin viðbrögð, að sækja það sem er þarna nú þegar og framkalla það. treysti innsæinu Aðspurð um það hvernig hún hafi ákveðið hvaða verk hún tæki með fyrir þessa sýningu segir Elizabeth að það sé erfitt að svara því. „Ég hef komið hingað oft áður og ég kom sérstaklega til þess að skoða þetta rými en svo ákvað ég að treysta því að þetta ætti við hér og nú. Þetta er ekki merkilegt svar en svona var þetta.“ Ingibjörg tekur undir þetta og segir að það hafi einmitt verið mikilvægt að treysta þessu innsæi. „Þannig náði hún að skapa þessari sýningu rétta andrúmsloftið,“ bætir hún við og svo gleyma þau sér við að velta því fyrir sér hvernig mynd- irnar á sýningunni tengjast saman. „Þetta er listin í andartakinu eins og listhlauparinn sem hún málar og það gengur upp,“ bætir Ragnar við. „Hún málar bæði það sem er í andartakinu og það sem er goð- sögulegt og lifir um alla tíð. Það er svo heillandi.“ Ingibjörg tekur undir þetta og minnir á hversu stolt og glöð þau í Kling og Bang séu að fá þessa sýn- ingu hingað handa Íslendingum. „Þetta er draumur sem við höfum beðið um að rættist í nokkur ár og nú er loksins komið að því. Takk, Elizabeth.“ 1 7 . m a r s 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r54 m e n n i n G ∙ F r É T T a B L a ð i ð menning 1 7 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 3 8 -7 C 8 C 1 F 3 8 -7 B 5 0 1 F 3 8 -7 A 1 4 1 F 3 8 -7 8 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 0 s _ 1 6 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.