Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2017, Side 58

Ægir - 01.07.2017, Side 58
58 Við munum á þessari sýningu leggja mesta áherslu á nýjasta kerfi Scan-mar sem heitir ScanBas 365. Fyrstu grunnútfærslu kerfisins kynntum við í fyrsta skipti á sýningunni í Laugardalshöll í fyrra og fengum þar mjög góð viðbrögð og á því ári sem liðið er síðan höfum við þróað kerfið áfram og sett það upp í mörgum fiskiskipum, bæði hér á landi og erlendis,“ segir Þórir Matthíasson hjá Scanmar á Ís- landi en það fyrirtæki verður að vanda á Ís- lensku sjávarútvegssýningunni í Kópavogi. Áratuga reynsla í veiðarfæranemum Norski nemaframleiðandinn Scanmar hefur að baki sér áratuga reynslu í þróun og framleiðslu á nemabúnaði fyrir fiskiskip og hefur frá upphafi átt gott og náið samstarf við íslenskar fiskiskipaútgerðir. Veiðar- færanemarnir skila fjölbreyttum upplýsingum til skipstjórnenda, breytilegum eftir því um hvaða nema er að ræða. Til að mynda upplýs- ingum um staðsetningu á hlerum og trolli, aflamagni í veið- arfæri, straum, dýpi og margt fleira. Scanmar framleiðir einnig botnstykki fyrir tog- veiðiskip, ýmsa auka- og fylgihluti fyrir nemabúnað- inn og síðast en ekki síst brúareiningar sem birta skipsstjórnendum með einföldum hætti allar þær upplýsingar sem nemabún- aðurinn sendir frá sér. Í ScanBas kerfinu birtast upplýsingar frá öllum nemum, sem og svokölluðu trollauga. Skipstjórnendur geta þannig fylgst með t.d. streymi fisks inn í trollið, straumhraða sjávar inn í veiðarfær- ið, afstöðu veiðarfæris, fjarlægð frá botni og mörgu öðru. Umbylt- ing og nýtt skjá- myndaum- hverfi „ScanBas 365 er heildar- uppfærsla á því kerfi sem við höfum verið með og þróað undanfarin 15 ár. Kerfið er nú alfarið í Windows umhverfi sem stóreykur mögu- leika skipstjórnenda til að laga samsetning- una á skjámyndunum að sínum þörfum. Scanmar lagði ríka áherslu á að hanna kerf- ið út frá því að skipstjórnendur eigi auðvelt með að vinna með það og að þægilegt sé að lesa í skjámyndirnar,“ segir Þórir og bætir við að þeir notendur hér á landi sem hafi uppfært í nýja kerfið séu hæstánægðir. „Það er mjög einfalt fyrir þær útgerðir sem eru með Scanmar nemabúnað í sínum skipum að skipta yfir í nýja ScanBas 365 kerfið. Það þarf engu að breyta í botn- stykkjum eða slíku en við mælum með því að framsetningin sé í stærri skjáum eins og almennt er að gerast í brúm skipa í dag. Með stærri skjáum er auðveldara að lesa úr myndunum og vinna með þær,“ segir Þórir. Nýir hleranemar kynntir í fyrsta sinn Önnur nýjung frá Scanmar eru svokallaðir hæðarnemar og þeir verða í fyrsta skipti kynntir á Íslensku sjávarútvegssýningunni. Þar er um að ræða nema sem festir eru á toghlera og mæla fjarlægð frá botni. „Þessir nemar koma við hlið hefðbund- inna hleranema og gera skipstjórnendum ennþá auðveldara að vinna með staðsetn- ingu veiðarfærisins. Neminn vinnur í gegn- um hleranemann sem fyrir er og fær orku frá honum þannig að ekki þarf að taka nemann af til að hlaða hann,“ segir Þórir en þróun hjá Scanmar er stöðug og munu þeir sem heimsækja bás Scanmar fá innsýn í þá vinnu. scanmar.is Scanmar sýnir nýja ScanBas 365 kerfið Með skýrum og góðum skjámyndum getur skipstjórnandinn haft góða yfirsýn til að vinna með ScanBas 365 kerfið. Nýr trollnemi frá Scanmar verður kynntur á Íslensku sjáv- arútvegssýningunni í fyrsta sinn hér á landi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.