Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2017, Page 140

Ægir - 01.07.2017, Page 140
140 Plast, miðar & tæki (Pmt) er fjölskyldu-fyrirtæki, rekið af afkomendum Odds Sigurðssonar. Rætur Pmt ná til þess að sextugur að aldri byrjaði Oddur Sigurðsson með Plastos (Plastpokaverksmiðju Odds Sigurðssonar) í sama bílskúrnum og hann stofnaði Plastprent 14 árum áður. Sigurður, sonur Odds, vann með föður sínum frá upp- hafi og kom í fullt starf eftir þriggja ára rekstur. Nú hefur þriðja kynslóðin tekið við stjórnartaumunum sem eru í dag í höndum Odds Sigurðssonar barnabarns stofnandans. Í dag er Pmt með allt til merkinga og pökkunar og er til húsa á Krókhálsi þar sem starfar frábær hópur fólks. Þar er einnig starfrækt fullkomin prentsmiðja þar sem prentaðir eru límmiðar, límbönd og plast- filmur. Jafnframt er þar stimplagerð með Colop og Trodat stimplum sem er mörgum fyrirtækjum að góðu kunn. Söludeildin er mönnuð frábæru fólki sem ráðleggur um lausnir fyrir pökkun og merkingu og hjá verkstæðinu eru kraftmiklir snillingar sem eru ávallt reiðubúnir að aðstoða. Í dag kemur um helmingur sölu fyrir- tækisins frá prentsmiðjunni en hinn helm- ingur frá ýmsum tækjum og vörum til merkinga eða pökkunar. Meðal helstu söluvara Pmt eru tölvuvogir, pökkunarvélar, límmiðaprentarar, vöruprentarar, tæki til matvælavinnslu, samvalspökkunarlínur, færibönd, málmleitartæki, roðflettivélar sem og ýmsar rekstrarvörur svo sem plast- og vakúmpokar og merkimiðar í verðmerki- byssur. Með því að bjóða upp á vogir frá Ishida, Tanita, Dibal, Espera, Vibra og Adam er hægt að bjóða langmesta úrval af tölvu- vogum á Íslandi. Eins og áður segir býður Pmt allt til merkinga og pökkunar. Sú flóra er mjög stór þar sem vörur eru merktar á ýmsan hátt. Pmt býður upp á límmið- aprentara frá Zebra, Godex og QuickLabel sem prenta allt frá einum lit upp í litmynd í fullum gæðum. Við mælum með NiceLabel hugbúnað við prentun límmiða en með notkun á honum er auðvelt að feitletra t.d ofnæmisvalda eins og krafa er gerð um í dag og jafnvel smíða sérstakt notendavið- mót fyrir hvert og eitt fyrirtæki til að ein- falda alla prentun þess. Pmt býður jafn- framt breitt úrval af VideoJet vöruprentur- um sem geta prentað beint á vöruna, hvort sem er á filmu, gler eða kassa. Með því get- ur náðst talsverð hagræðing í rekstrar- kostnaði, enda prentararnir ódýrir í rekstri og geta sparað í merkingarkostnaði. Til matvælavinnslu býður Pmt skurðar- hnífa frá Treif, roðflettivélar frá Cretel auk hakka- og vakúmvéla og ýmissa annarra tækja og umbúða til vinnslu matvæla. Pmt er með gríðarlegt úrval af pökkun- arvélum og má þar helst nefna vörumerkin Lovero fyrir minni pökkunarvélar, Ulma sem framleiðir stærri flæðipökkunarvélar og HenkoVac sem sérhæfir sig í vakúmpökk- unarvélum. Síðustu ár hefur Pmt kynnt og selt hagkvæmar samvalspökkunarlínur frá Kína. Pmt er meðal annars með umboð fyrir HDM samvalsvogir og málmleitartæki og Bohui pökkunarvélar. HDM er orðið mjög þekkt af gæðum véla sinna og hefur vaxið gríðarlega hratt. Þeir eru nú langstærsti framleiðandi samvalsvoga í Kína og þriðji stærstu í heimi. HDM og Bohui samvals- pökkunarvélar hafa reynst mjög vel og í dag eru yfir 24 pökkunarlínur frá HDM og Bohui að pakka sælgæti, grænmeti, harðfiski o.fl. hér á landi. pmt.is Pmt – gæði, þekking, þjónusta Þrír ættliðir. Á myndinni eru feðgarnir Sigurður Oddsson og Oddur Sigurðsson við mynd af frumkvöðlinum, Oddi Sigurðssyni, stofn- anda Plastos.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.