Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2017, Page 164

Ægir - 01.07.2017, Page 164
164 Við hér hjá RB rúmum höfum lengi þjónað íslenska flotanum og fram-leitt dýnur í hundruða tali sem víða er að finna í fiskiskipunum okkar. Við vitum að úti á sjó eru aðstæður oft erfiðar og mikil- vægt að menn geti hvílst sem best á frí- vöktunum. Við gerum allt fyrir sjómennina okkar til að þeim líði sem best þegar þeir hvílast frá annasömum og krefjandi störf- um,“ segir Birna Ragnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri RB rúma í Hafnarfirði. Allir vita að vinnutarnir á sjó geta verið langar og strangar og mikilvægt að menn geti hvílst vel á milli þeirra. RB rúm í Hafn- arfirði hafa um áratugaskeið framleitt há- gæðadýnur fyrir íslenska flotann, bæði springdýnur og svampdýnur þar sem þær eiga betur við. Fyrirtækið var stofnað af Ragnari Björnssyni árið 1943 og er í dag einn viðurkenndasti framleiðandi á rúmum og dýnum hér á landi. Tökum mál í skipunum „Þegar þarf að endurnýja dýnur sendum við okkar menn um borð til að taka mál og ráð- leggja um leið hvers konar dýnur henti í hverju tilviki. Einnig er hægt að senda skapalón og málsetningar til okkar og fá síðan dýnurnar sendar. Oftast velja menn springdýnur í stærri skipin en í minni báta velja menn gjarnan svampdýnurnar. Við hjá RB rúmum teljum okkur hafa sérstöðu meðal þjónustufyrirtækja í þessari grein að við bjóðum viðskiptavinum okkar einnig endurhönnun á eldri og notuðum dýnum en bæld og mikið notuð rúmdýna getur þannig gengið í endurnýjun lífdaga og spar- að notandanum kostnaðarsama endurnýj- un. Springdýna frá RB rúmum er á þennan hátt langtímafjárfesting. Auðvitað þjónum við útgerðunum hvar sem er á landinu og sækjum og sendum, óháð fjarlægðum,“ segir Birna ennfremur. Fjórar gerðir springdýna Gildi góðrar dýnu er óumdeilt en hún þarf að styðja vel við bakið og skila fólki fersku og tilbúnu til sinna daglegu starfa. Hjá RB rúmum er hægt að fá springdýnur í fjórum gerðum og hverja gerð í fjórum stífleikum. Á þennan hátt má segja að dýnan sé „klæð- skerasaumuð“ að notandanum. „Það er afar mikilvægt að fólk velji sér dýnur sem hæfir þyngd og hæð hvers og eins. Þess vegna bjóðum við upp á um mis- munandi stífleika og framleiðum dýnur í þeim lengdum og breiddum sem viðskipta- vinirnir óska eftir. Okkar markmið er að há- marka þægindin og tryggja viðskiptavinun- um endingargóðar dýnur þar sem þeir hvíl- ast vel frá dagsins önn,“ segir Birna enn- fremur. Sjálf rúmin eru af öllum tegundum og gerðum en RB rúm bjóða m.a. hin geysivin- sælu Sælurúm frá Wallhugger sem eru frá 96-150 cm breið. Rúmin eru ein þau full- komnustu sem eru á markaðnum í dag og með þráðlausri fjarstýringu og auðstillan- leg. Hægt er að fá rúmin með nuddi. Vel sofandi ferðamenn! RB rúm eru einn stærsti söluaðili rúmdýna hér á landi síðustu árin og fyrir utan það að þjóna sofandi Íslendingum hefur fyrirtækið framleitt dýnur í þúsundavís fyrir þann mikla fjölda ferðamanna sem sækir landið heim. „Það hefur verið óhemju mikið að gera í þeim geira undanfarin misseri og hafa starfsmenn okkar stundum þurft að leggja nótt við dag til að hafa undan pöntunum. Góð hótelrúm þurfa að vera með tvöföldu fjaðrakerfi, það er hægt að fá klæðningu á rúmbotnana eftir eigin vali og svo framleið- um við einnig aukarúm sem fer lítið fyrir og hægt að skjóta inn á hóteherbergi fyrir aukagesti, t.d. börn,“ segir Birna einnig. rbrum.is Allt fyrir sjómennina okkar! Birna Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri RB rúma. Þúsundir Íslendinga sofa í rúmum og á dýnum frá RB rúmum, ekki aðeins á landi heldur einnig úti á sjó.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.