Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bombardier Vélar Air Iceland Con- nect eru kanadískar að uppruna. Tvær vélar Air Iceland Connect biluðu með fárra klukkustunda milli- bili í gær. Þannig kom fyrst upp bil- un í hjólabúnaði vélar sem lent hafði á Egilsstöðum um morguninn. Síð- degis lenti vél á Ísafirði og kom þá einnig upp bilun í hjólabúnaði henn- ar. Bilanirnar voru af ólíkum toga og sagði Árni Gunnarrsson, fram- kvæmdastjóri flugfélagsins, í sam- tali við mbl.is í gær að atvikin tvö væru alls ótengd. Hann sagði hins vegar að óneitan- lega væri óvenjulegt að tvö svona at- vik kæmu upp hjá flugfélaginu sama daginn. Spurður hvort þetta tengist kuldanum undanfarið segir hann svo ekki vera. „Við getum ekki beint tengt þetta veðuraðstæðum, en það er óvenjuleg tilviljun að þetta komi upp á sama tíma.“ Aðrar vélar voru sendar á báða staði til að sækja þá farþega sem áttu bókað far með hinum biluðu vél- um. Tvær vélar biluðu í gærdag  Um hjólabúnað að ræða í báðum tilvikum 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 JÓLASERÍUR við Fellsmúla | 108 Reykjavík | OPIÐ ALLA DAGA kr.275 Inni- og útiseríur. Verð frá Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Viðræðum samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra náttúrufræðinga hefur verið haldið áfram undir stjórn ríkissáttasemjara þrátt fyrir að við- ræður annarra BHM-félaga hafi að mestu verið í biðstöðu að undan- förnu. Kjaradeila náttúrufræðinga og ríkisins er í sáttameðferð og vilja viðsemjendur því ekki greina frá því sem fram fer á fundunum en FÍN hefur lagt fram tilboð til samninga- nefndar ríkisins sem felur í sér ákveðnar launahækkanir og leiðrétt- ingar á launum félagsmanna. Samkvæmt upplýsingum Marí- önnu H. Helgadóttur, formanns FÍN, fylgdu náttúrufræðingar jafn- framt eftir kröfum úr kröfugerð fé- lagsins, t.a.m. tillögum um breytingu á vinnutíma, styttingu vinnuvikunn- ar, og breytingum á skilgreiningu á aldri barns í kjarasamningi vegna fráveru starfsmanna frá vinnu vegna veikinda barna, en í kjarasamningi er kveðið á um að foreldrar geti verið frá vinnu í allt að 12 daga ef barn er undir 13 ára aldri. „FÍN telur að breyta þurfi þessu þar sem barn sé barn til 18 ára sam- kvæmt lögum og jafnframt leggjum við til að sett verði á ákvæði um að ferðatími sé vinnutími í samræmi við nýlegan dóm EFTA um ferðatíma nr. 19/16. SNR mun skoða þetta til- boð okkar sem við lögðum fram.“ Boðað verður til fundar eigi síðar en 12. desember. Skoða styttingu vinnuvikunnar  Sáttatilraunum er haldið áfram í kjaradeilu náttúrufræðinga og ríkisins Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Koma verður á aðgangsstýringu í há- skólanámi að norrænni fyrirmynd, sem byggist á hlutlægum og mál- efnalegum grundvelli og takmarkar ekki jafnrétti til náms. Þetta er með- al þess sem Samtök atvinnulífsins leggja til í samantekt um háskólanám á Íslandi. Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs samtakanna, segir Ísland vera einstakt á Norður- löndum og eitt örfárra Evrópulanda, sem stýra ekki aðgangi að námi á há- skólastigi. „Þessu þarf að breyta ef íslenskt háskólanám á að standast norrænan samanburð. Vandinn er fólginn í því fjármagn til háskólanna ræðst fyrst og fremst af fjölda nemenda en fjár- magn á hvern nemanda hefur ekki aukist. Fyrir vikið heldur norræni samanburðurinn um fjárframlög á hvern nemanda áfram að vera óhag- stæður,“ segir Davíð og bendir á að vandinn liggi í fjármögnunarlíkan- inu. „Brottfall minnkaði í hagfræði- deild Háskóla Íslands í kjölfar upp- töku aðgangsstýringar. Það er slæm nýting á bæði tíma nemenda og fjár- magni skólans að margir flosni upp úr námi.“ Fyrir upptöku aðgangsstýringar hagfræðideildarinnar voru að jafnaði 70-100 nýnemar á fyrsta ári. Ein- göngu 15 prósent þeirra hófu nám á öðru ári. Námsárangur batnaði Daði Már Kristófersson, forseti fé- lagsvísindasviðs HÍ, segir að þrátt fyrir aðgangsstýringu hafi nemend- um sem útskrifast með próf í hag- fræði ekki fækkað. „Námsárangur batnaði en við sáum meðaleinkunn nemenda hækka eftir upptöku aðgangsstýringar. Það sést m.a. á samanburði við nemendur í öðrum deildum en hagfræðinemar sitja suma af sömu kúrsum og verk- fræðinemar,“ segir Daði en bendir á að þótt faglega hafi gengið betur hafi módelið gengið fjárhagslega illa. „Við fáum greitt fyrir hvern nem- anda sem tekur próf. Hvatinn er því að fá sem flesta inn í deildina á fyrsta ári, því miður.“ Samtök atvinnulífsins beina spjót- um sínum að næsta mennta- og menn- ingarmálaráðherra sem þarf að þeirra sögn að sýna pólitíska forystu og losa háskólana úr vítahring fjármögnunar- líkansins. Katrín Jakobsdóttir, væntanlegur forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórn- ar, sagði í viðtalið við Morgunblaðið haustið 2011, þá menntamálaráð- herra, að skoða þyrfti aðgangsstýr- ingu að hætti annarra landa á Norð- urlöndum. Vísaði hún þar m.a. til Svíþjóðar þar sem hið opinbera greið- ir aðeins fyrir ákveðinn fjölda nem- enda í hverju fagi. SA vill aðgangsstýringu í háskóla  Aðgangsstýring í háskólanám hefur sýnt sig að auka námsárangur  Tíma nemenda er betur varið og fjármagni háskóla  Katrín Jakobsdóttir vildi skoða stýringu í tíð sinni sem menntamálaráðherra Morgunblaðið/Styrmir Kári Háskólanemar SA vill að skoðuð verði aðgangsstýring í háskóla á Íslandi. Íslenskur karlmaður hefur setið í fangelsi á Taílandi síðan í lok sept- ember. Hann bíður dóms. Þetta staðfestir utanríkisráðuneytið. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var maðurinn handtekinn þegar hann veittist að starfsfólki stórmarkaðs og úðaði að því pip- arúða. Ástæða árásarinnar, sam- kvæmt heimildum, er að maðurinn fékk ekki að kaupa áfengi utan af- greiðslutíma en áfengi er aðeins selt á ákveðnum tímum dags í Taílandi. Þegar starfsfólk stórmarkaðarins neitaði manninum um afgreiðslu á áfengi missti hann stjórn á sér, veitt- ist að því, dró upp piparúða og beitti honum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins situr maðurinn inni í borg- inni Pattaya sem er á suðurströnd Taílands. Ekki er búist við að hann losni út í bráð. Samkvæmt upplýsingum frá utan- ríkisráðuneytinu er verið að aðstoða manninn eins og hægt er. ingveldur@mbl.is Íslendingur í fangelsi á Taílandi  Setið inni í tvo mánuði  Bíður dóms  Beitti piparúða Rætt verður um stöðuna í kjara- viðræðum BHM-félaga og ríkisins á morgun- verðarfundi fé- lagsmanna BHM og þeirra 17 aðildarfélaga BHM, sem nú eiga í kjaraviðræðum við ríkið á morgun, 1. desember. Þar verð- ur greint frá stöðu viðræðna auk umræðna. Ræða stöðuna BHM BOÐAR FUND Maríanna H. Helgadóttir „Mér finnst hún ótrúlega flott og algjör töffari. Þetta fer henni alveg rosa- lega vel,“ segir Andrea Eyland Sóleyjar- og Björgvinsdóttir, móðir Sól- eyjar Ástu Andreu- og Davíðsdóttur, sem í gær stóð við stóru orðin og lét snoðklippa sig eftir að hafa safnað um 100 þúsund krónum til styrktar Barnaheillum. Var það Hildur Rós Guðbjargardóttir á Greiðunni sem sá um verkið, en Sóley Ásta hélt að því búnu á skólaball. Morgunblaðið/Hari Fór snoðklippt á skólaball eftir vel heppnaða söfnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.