Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 Opið alla daga til jóla Fallegar jólagjafir Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun Eitt af því sem Jóhanna Sigurð-ardóttir vill bersýnilega fegra með nýútkominni ævisögu sinni er myndin sem fólk hefur af henni eftir Icesave-málið. Ríkisstjórn hennar reyndi ítrekað að þvinga Icesave- samningum upp á þjóðina, en þjóðin hafnaði þeim jafn- harðan.    Í bókinni kveinkarhún sér undan því að hafa þurft að glíma við þetta erfiða mál og fer svo þá leið að kenna öðrum um.    Þeir sem fá að sitjauppi með Icesave-málið í bók Jó- hönnu eru Steingrímur J. Sigfússon og Svavar Gestsson, sem fenginn var til að semja um lausn málsins.    Jóhanna segir að Steingímur hafifarið með málið og segir að hann hafi ákveðið að ráða Svavar til að stýra samningaviðræðunum en bætir við að það hafi verið „hik“ á sér með það, en sér hafi fundist rétt að láta Steingrím ráða þessu.    Síðar segir í bókinni að eftir á aðhyggja megi „líka kalla það af- drifarík mistök hjá Steingrími að ráða pólitískan fóstra sinn, Svavar Gestsson, sem aðalsamningamann“.    Nú er það vissulega svo að Stein-grímur og Svavar bera sína ábyrgð í málinu og er hún ekki lítil. En að forsætisráðherra reyni með þessum hætti að víkja sér undan ábyrgð er hvorki sanngjarnt né stór- mannlegt.    Ekkert bendir til að Jóhanna hafiverið ósátt við að fara þá ógæfu- leið sem farin var, nema eftiráskýr- ingar ævisögunnar. Jóhanna Sigurðardóttir Hvorki sanngjarnt né stórmannlegt STAKSTEINAR Steingrímur J. Sigfússon Veður víða um heim 29.11., kl. 18.00 Reykjavík 2 súld Bolungarvík 2 súld Akureyri -1 heiðskírt Nuuk 1 snjókoma Þórshöfn 1 léttskýjað Ósló 0 skýjað Kaupmannahöfn 2 léttskýjað Stokkhólmur 3 skýjað Helsinki 3 skýjað Lúxemborg 0 rigning Brussel 3 skúrir Dublin 4 léttskýjað Glasgow 2 skýjað London 5 skýjað París 3 skýjað Amsterdam 4 þoka Hamborg 4 skýjað Berlín 1 léttskýjað Vín 2 rigning Moskva -3 alskýjað Algarve 19 heiðskírt Madríd 9 léttskýjað Barcelona 11 skýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 11 rigning Aþena 12 heiðskírt Winnipeg 0 alskýjað Montreal 4 alskýjað New York 7 þoka Chicago 4 heiðskírt Orlando 26 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 30. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:44 15:50 ÍSAFJÖRÐUR 11:19 15:25 SIGLUFJÖRÐUR 11:03 15:07 DJÚPIVOGUR 10:21 15:12 Framkvæmdir við gerð Dýrafjarðar- ganga eru komnar á ágætt skrið og nú er búið að bora um 600 metra af þeim 5.300 metrum sem göngin verða. Það er um 11% heildarlengd- inni. Að undanförnu hefur fram- gangurinn gjarnan verið 65-75 metr- ar á viku og er það í samræmi við áætlanir, að sögn Eysteins Dofra- sonar hjá Suðurverki. Það eru Suðurverk og tékkneska fyrirtækið Metrostav sem hafa gangagerðina með höndum. Verka- skiptingin er gróflega sú að Tékk- arnir sjá um að sprengja bergfyll- urnar út en Íslendingar annast aðra vinnu. Um 60 manns vinna við fram- kvæmdina, og á verkstað á hverjum tíma eru um 2/3 af þeim mannskap en þriðjungur þá í fríi. Borað er í fjallið úr Arnarfirði, þar sem vinnu- búðum hefur verið komið upp. Þaðan frá verður borað fjóra kílómetra inn í fjallið en það sem upp á vantar verð- ur tekið Dýrafjarðarmegin frá. Heildarkostnaður við göngin, sem eru 5,6 km löng með vegskálum, er áætlaður um 13 milljarðar króna. Í þeirri tölu er kostnaður við gerð tveggja nýrra vegarkafla, tæpir 5 kílómetrar í Dýrafirði og um þrír í Arnarfirði að viðbættum tveimur brúm. Allt þetta á að vera tilbúið haustið 2020. sbs@mbl.is Komnir 600 metra í Dýrafjarðargöngum  11% af heildarlengd  60 starfsmenn í gengi  Borað Arnarfjarðarmegin frá Ljósmynd/Guðmundur Rafn Dýrafjarðargöng Borað og sprengt inni í fjallinu vestur á fjörðum. Ljósin á Ham- borgartrénu verða tendruð kl. 17:00 laugardag- inn 2. desember n.k. en tréð er staðsett á Mið- bakka Reykjavík- urhafnar. Allt frá árinu 1965 hafa góðir vinir í Hamborg sent jólatré til Íslands. Við athöfnina munu fulltrúar frá Hamborg flytja stutt ávarp um leið og þeir afhenda gjöfina. Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður Faxaflóahafna sf., þakkar fyrir jólatréð fyrir hönd hafnarinnar. Herbert Beck sendi- herra Þýskalands á Íslandi, ávarpar gesti ásamt dr. Sverri Schopka, full- trúa Þýsk-Íslenska félagsins í Þýska- landi. Að athöfn lokinni er gestum boðið í heitt súkkulaði í Hafnarhús- inu. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög. Jólatréð er tileinkað íslenskum tog- arasjómönnum sem sigldu til Ham- borgar með fisk eftir seinni heim- styrjöldina. Sjómennirnir gáfu svöngu og ráðlausu fólki á hafn- arsvæðinu súpu á meðan verið var að landa úr togaranum. sisi@mbl.is Jólaljósin tendruð  Hamborgartréð í hálfa öld við höfnina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.