Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 37
Frumvarp að fjár- hagsáætlun Reykjavík- urborgar fyrir árið 2018 sannar að meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna hefur engin tök á fjármálum borgarinnar. Þrátt fyrir stórauknar tekjur og há- marksskattheimtu, halda skuldir borg- arinnar áfram að hækka. Margt bendir til að Íslendingar séu nú á hátindi hagsveiflunnar. Sam- kvæmt frumvarpinu er áætlað að skatttekjur Reykjavíkurborgar muni aukast um tæp 20% milli áranna 2016- 2018 og fara í 91 milljarð króna. Þá er talið að rekstrartekjur samstæðu Reykjavíkurborgar (A-hluti auk borg- arfyrirtækja) hækki um 14% milli 2016-2018 en rekstrargjöld um tæp- lega 16%. Það er áfellisdómur yfir fjár- málastjórn vinstri meirihlutans að þrátt fyrir svo hagfelldar aðstæður hækki skuldir borg- arinnar með hverju árinu sem líður. Skuldir í dag eru skattur á morgun Milli áranna 2016- 2018 er áætlað að skuld- ir og skuldbindingar A- hluta (aðalsjóðs og eignasjóðs) hækki um 28% eða úr 84 millj- örðum króna í 108 millj- arða í árslok 2018. Þá er talið að heildarskuldir samstæðunnar hækki um 6% milli ára og nemi tæpum 300 milljörðum króna í lok næsta árs. Minnt er á að skuldir í dag eru skattur á morgun. Mörg sveitarfélög hafa notað tekju- aukningu undanfarinna ára til að greiða niður skuldir og styrkja rekstur enda vita þau að góðærið varir ekki að eilífu. Skuldir Reykjavíkurborgar hafa hins vegar verið stórauknar undir for- ystu Samfylkingarinnar og stefnt er að því að halda áfram á sömu braut. Slík fjármálastefna er ávísun á vandræði þegar um hægist í efnahagslífinu og tekjur dragast saman á ný. Athyglisvert hefur verið að fylgjast með málflutningi borgarstjórans, Dags B. Eggertssonar, um fjármál borgarinnar að undanförnu. Þrátt fyr- ir mikil og augljós hættumerki virðist Dagur halda að allt sé í himnalagi, tal- ar um að viðsnúningur hafi orðið í rekstri og boðar áframhaldandi út- gjaldaaukningu í flestum málaflokk- um. Segir hann fjármál borgarinnar hafa verið eitt af lykilverkefnum kjör- tímabilsins og má það vissulega til sanns vegar færa, ef markmið hans er að skuldsetja borgina sem mest. Greinilegt er að núverandi borgar- stjóri hefur þá sýn á fjármál Reykja- víkurborgar að aukin skuldsetning sé af hinu góða og ekki þurfi að hafa áhyggjur af þeirri þróun, sem sést á meðfylgjandi súluriti. Stefnir Reykjavíkurborg í greiðsluþrot? Enginn skuldsetur sig út úr fjár- hagsvanda og gildir þá einu hvort um er að ræða heimili, fyrirtæki eða sveit- arfélag. Þetta er þó engu að síður fjár- málastefna vinstri meirihlutans í Reykjavík undir forystu Samfylking- arinnar: að fresta því að takast á við hinn óhjákvæmilega fjárhagsvanda með enn aukinni skuldsetningu. Ef haldið verður áfram á þeirri óheillabraut að hækka skuldir Reykja- víkurborgar svo ört mun borgin stefna í greiðsluþrot innan nokkurra ára. Eftir Kjartan Magnússon »Enginn skuldsetursig út úr fjárhags- vanda. Þetta er þó samt fjármálastefna vinstri meirihlutans í Reykja- vík undir forystu Sam- fylkingarinnar. Kjartan Magnússon Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. kjartan@reykjavik.is Fjármálaóstjórn á hátindi hagsveiflunnar Skuldaþróun borgarsjóðs Skuldir Reykjavíkurborgar, A-hluti, 2002 til 2018 100 75 50 25 0 milljarðar kr. ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 107,6 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 Laugavegur Það er gott að vera vel búinn í vetrarkuldanum. Hanna Núgildandi þjóð- kirkjulög uppfylla ekki þau markmið sem sett voru við gerð þeirra, m.a. að kirkjuþing yrði æðsta valdastofnun þjóðkirkjunnar. Hug- myndafræðin var sótt til Alþingis og alltaf stóð til að kirkjuþingið bæri ábyrgð á framkvæmdavaldinu eins og Alþingi gerir. Þetta var sameiginleg sýn ráðu- neytisins og nefndarinnar, sem samdi frumvarpið. Sú niðurstaða, að kirkjuráðið færi með fjárstjórn- arvaldið og bæri ekki ábyrgð gagn- vart kirkjuþingi, kom inn á síðustu stundu eftir að búið var að semja allan lagabálkinn. Þetta setti frum- varpið í uppnám og ráðherra íhug- aði að leggja það ekki fyrir Alþingi. Ný hugsun Árið 1990 hóf fjármálaráðuneytið stefnumótun sem kölluð var Ný- sköpun í ríkisfjármálum. Þá urðu forstjórar stofnana ríkisins mun sjálfstæðari í ráðstöfun þess fjár sem stofnunin fékk og bera ábyrgð gagnvart ráðherra, sem ber ábyrgð gagnvart Alþingi. Breytingin teygði sig til kirkjunnar og árið 1993 var prestsetrasjóður stofnaður og kirkjumálasjóður 1994, en þessir sjóðir lutu sömu lögmálum og stofn- anir ríkisins varðandi fjármál. Þessi stefnumótun var undanfari að nýj- um þjóðkirkjulögum 1998. Það var hugsunin í stefnumótuninni að draga úr miðstýringu. Ríkisvaldinu gekk ekki vel að koma böndum á framúrkeyrslu ríkisfyrirtækja þrátt fyrir þetta. Mikið hefur þó áunnist, sérstaklega eftir hrun. Flestir eru t.d. sammála um það í dag að vald án ábyrgðar gengur ekki og að sama skapi ábyrgð án valds. Kirkjan líka Hugsunin með setningu þjóð- kirkjulaganna var sú sama, að draga úr miðstýringu og færa völd og ábyrgð sem ríkisvaldið hafði um stjórn þjóðkirkjunnar til kirkju- þings. Biskupinn hefur áfram allt kennivald í sinni hendi. Þetta tókst ekki alveg. Þess vegna hafa árekstrar og vantraust innan kirkjustjórnarinnar verið nánast daglegt brauð síðan. Í kirkjuráði eru tveir leikmenn og tveir prestar auk biskups sem er forseti þess. Staða presta í kirkjuráði er veik vegna þess að þeir geta átt allt sitt undir biskupi, en hins vegar kemur hann ekki að ráðningu leikmanna til starfa því þeir hafa ekki lífsvið- urværi sitt af föstu starfi innan kirkj- unnar. Biskup er því ríkjandi afl innan kirkjuráðsins og eins og staðan er í dag get- ur kirkjuráð stöðvað allar samþykktir kirkjuþings, sem út- heimta fjármuni, þó er kirkjuþing samkvæmt lögum æðsta stofnun þjóðkirkjunnar. Þversögnin Í núverandi lögum fer kirkjuráð með fjárstjórnarvaldið og ber ekki ábyrgð gagnvart neinum. Eins og fram hefur komið er biskup þar í af- gerandi stöðu vegna embættis síns og verður þá einskonar fram- kvæmdastjóri sem allt mæðir á. Áð- ur fór ráðherra með þetta vald og þar áður kóngurinn. Þetta fyrir- komulag gæti trúlega gengið ef öll ábyrgð yrði tekin af kirkjuþingi og það lagt niður í núverandi mynd, sem ekki hefur verið hugsunin hin síðari ár. Í hinum vestræna heimi bera allir ábyrgð gagnvart ein- hverjum þegar um ráðstöfun á al- mannafé er að ræða, t.d. ráðherra gagnvart Alþingi og alþingismenn gagnvart kjósendum sínum. Það er vandséð gagnvart hverjum biskup ber ábyrgð. Andlegur leiðtogi Þau hörðu og mjög svo erfiðu átök sem nú eru uppi í kirkjunni eiga rót sína að rekja til þeirra mis- taka sem gerð voru þegar núver- andi þjóðkirkjulög voru sett. Þetta er sorglegt vegna þess að biskup Ís- lands þarf að vera óumdeildur og hafinn yfir allt dægurþras. Hann á að vera þjóðkirkjufólki sá andlegi leiðtogi sem það virðir. Áhugavert væri að ímynda sér hvernig færi fyrir forseta Íslands ef hann stæði í deilum á Alþingi. Virðing fyrir emb- ættinu hyrfi eins og dögg fyrir sólu, hvort sem forsetinn hefði rétt fyrir sér eða ekki. Sundrung skapaðist í stað samstöðu. Biskup á að vera sameiningartákn þjóðkirkjunnar á sama hátt og forsetinn er hjá þjóð- inni. Þrautagangan Þegar núverandi þjóðkirkjulög höfðu gilt í 10 ár þótti rétt að laga þau og sníða af þá vankanta sem á þeim eru. Í framhaldi af kirkjuþing- inu 2007 var skipuð nefnd til að end- urskoða þjóðkirkjulögin. Síðan þá hefur frumvarp til þjóðkirkjulaga verið lagt fram á öllum kirkjuþing- um, utan eitt, alls níu sinnum. Ann- aðhvort hefur sama nefnd unnið með frumvarpið áfram eða þá að skipuð hefur verið ný nefnd. Alltaf hefur fámennur hópur valdamanna innan þjóðkirkjunnar stöðvað fram- gang þessa máls. Löggjafarnefnd kirkjuþings er nú að leggja frum- varpið fram í þriðja sinn. Núverandi frumvarp var lagt fram á kirkju- þingi 2017 og hefur fyrsta umræða um það farið fram. Á seinnihluta kirkjuþingsins fer síðan fram síðari umræða og kosning um frumvarpið. Núverandi frumvarp er í 31 gr. sem skipast í X kafla. Gildandi þjóð- kirkjulög eru í 64 gr. sem skiptast í VII kafla. Ágreiningurinn Í núverandi frumvarpi er lagt til að styrkja stöðu og vald kirkjuþings innan þjóðkirkjunnar, þar með talið yfirstjórn fjármála þjóðkirkjunnar innan lögmæltra marka. Settar verði starfsreglur með nánari ákvæðum um tilhögun fjármála. Lagt er til að lögfesta að kirkjuráð starfi í umboði kirkjuþings og að kirkjuráð beri ábyrgð gagnvart þinginu, en það er nýmæli. Áfram er gert ráð fyrir að kirkjuráð fari með framkvæmdavald í þeim mál- efnum þjóðkirkjunnar sem ekki heyra undir önnur stjórnvöld henn- ar. Enn fremur er lagt til að kirkju- þing setji starfsreglur m.a. um skip- an alls kirkjuráðsins og kosningu þess, hlutfall vígðra og leikmanna, umboð kirkjuráðsmanna og um störf og starfshætti kirkjuráðs. Lokatilraun Nú vill löggjafarnefnd kirkju- þings gera lokatilraun til þess að snúa ofan af þversögninni í stjórn- sýslu kirkjunnar. Ef kirkjuþing á að bera ábyrgð á fjármálum kirkj- unnar og setja henni starfsreglur verður það að hafa tækin til þess. Ef frumvarpið verður samþykkt verður bætt úr þeim vanköntum sem eru á þjóðkirkjulögunum. Verði frumvarpið hins vegar fellt er 10 ára barátta fyrir bættri stjórn- sýslu þjóðkirkjunnar unnin fyrir gýg. Hvers vegna ný þjóðkirkjulög? Eftir Steindór Haraldsson Steindór Haraldsson »Núverandi frumvarp var lagt fram á kirkjuþingi 2017 og hef- ur fyrsta umræða um það farið fram. Höfundur er fm. löggjafarnefndar kirkjuþings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.