Morgunblaðið - 30.11.2017, Page 40

Morgunblaðið - 30.11.2017, Page 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com Bandaríska sjón- varpskonan Kathy Griffin mætti fyrr á árinu í beinni útsend- ingu á netinu með af- höggvið og alblóðugt höfuð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Höfuð forsetans var að vísu ekki höfuð hans sjálfs heldur leikgerð eftirlíking af höfði for- setans. Leikmyndin var engu að síður mjög raunveruleg og virkilega óhugguleg. Þannig veifaði Kathy Griffin með annarri hendi af- höggnu höfði forsetans sem hún hélt uppi á hárinu. Blóðið lak úr hálsinum og meira að segja úr augum, nefi og eyrum forsetans. Framsetningin var viðurstyggileg og minnti sláandi mik- ið á áróðursmyndbönd ISIS og ann- arra öfga-íslamista sem gjarnan veifa afhöggnum höfðum fórnarlamba sinna og annarra sem ekki játa Allah og alheimsyfirráðum íslamista. Greinilegt var hvaðan hún sótti fyrirmyndir sínar á óhugnaðinum og samlíkingin var táknræn því Banda- ríkin og forseti þeirra eru þekkt fyrir að vera harður andstæðingur hins íslamska ríkis. En hafi fólk hryllt sig við að horfa á höfuð forsetans svona illa útleikið þá fór samt enn meira um mig og aðra að sjá og horfa framan í andlit gerandans sjálfs, því andlit hennar í þessum viðurstyggilegu aðförum var hreinlega afskræmt og afmyndað af heift og hatri og þar stóð eiginlega skrifað með blóði, hatur og dauði! En hver er annars þessi Kathy Griffin? Er hún fræg og þekkt og við- urkennd Hollywood-stjarna? Nei, eiginlega er hún það alls ekki, hún hefur hingað til verið svona annars flokks aukaleikari, auk þess að hafa komið fram og séð um nokkra lítt þekkta sjónvarps- og gamanþætti vestra. Samkeppnin vestra er hörð og ald- urinn var að dæma hana alveg út af sviðinu og því horfði hún fram á það að fremur snauður ferill hennar væri brátt á enda. Markhópur hennar í þessari dauðans örvæntingu var því helst fræga og „góða fólkið“ en að játa pólitískan rétttrúnað auðveldar oft aðgang að fjölmiðlum og mögu- leikum til að fá að vera á sviðinu áfram. KG var því þekktur Trump- hatari en hafði auk þess reynt að vekja athygli á sér með ofsafengnum árásum á Jesú Krist og fylgismenn kristinnar trúar auk þess að stimpla sig inn sem öfga-femínista. En hver voru viðbrögðin í Banda- ríkjunum við þessum fordæmalausa afhausunargjörningi KG? Almennt voru viðbrögðin hneykslan og for- dæming. Átti það við um almenning, jafnt fylgismenn og andstæðinga for- setans. Fjölmiðlarnir fordæmdu allir og KG missti alla samninga um við- burði og uppákomur, meira að segja sjónvarpsstöðin CNN, eitt helsta vígi Trump-andstæðinga, sagði samningi sínum upp við KG og fordæmdi verknað hennar harðlega. Fyrstu viðbrögð KG sýndu að hún virtist niðurbrotin og full iðrunar, tók myndskeiðið út af síðum sínum og sagðist hafa gengið of langt og baðst afsökunar. En það dugði henni lítið, nánast enginn vestan hafs vildi neitt meira af KG sjá eða vita og þá breytti hún fljótlega um taktík og byrjaði að grenja og sagðist vera ægilegt fórnarlamb myrkra afla sem væru búin að leggja sig í einelti og setja sig á svartan lista. Nú hvarf öll iðrunin og hún sagði stundum að þetta hefði bara verið grín og svo fór hún aft- ur að hreykja sér af af- hausunarafrekum sín- um og hataðist nú út í Trump sem aldrei fyrr og reyndar út í allt og alla. Hún sjálf var nú orðin eitt stórt fórnarlamb illsku og vonsku heimsins. En nú kom stóra tækifærið fyrir KG því fórnarlambsvæðingin virkar alltaf á suma og því hófst hún handa við að hefja beinan útflutning á Trump-hatri. Hún blés því til svokallaðs heims- túrs undir sjálfu afhausunarþemanu „Laugh your head off“ eða hlæðu hausinn af þér og í auglýsingum um viðburðinn er bein samsvörun í gern- inginn nema nú heldur hún á jarð- arkringlunni í annarri hendi á sama hátt og hún hélt í höfuð forsetans í hatursgerningnum. Heimstúrinn er svo í anda fórnar- lambsvæðingarinnar því hún telur sér trú um að hún sé fjölmenningin holdi klædd og hinn frelsandi engill allra hinna þjökuðu og hröktu minni- hlutahópa. Rétttrúnaðarlandið Ísland varð auðvitað eitt fyrsta landið í heiminum til að bjóða þessa amerísku haturs- frelsishetju velkomna með afhaus- unarprógrammið. Ekkert minna en menningarhöllin Harpan dugði víst til að sýna Kathy fulla virðingu og þar var hún í gær- kvöldi með þennan viðburð sinn „Laugh your head off“ í sjálfum Eld- borgarsalnum. Hvenær varð Harpan okkar allra opin fyrir vitstola hatursorðræðu? Þetta var einhver svæsnasta upp- hafningar- og hræsnisamkoma sem haldin hefur verið í landinu og „góða fólkið“ var tilbúið að saurga þjóð- menningu okkar og Hörpuna sjálfa fyrir þessa hræsnisamkomu haturs og mannfyrirlitningar og það er sorglegt umhugsunarefni. Haturssamkoma Kathy Griffins í Hörpu er réttlæting á raunveruleg- um hatursglæpum og bein móðgun við vinaþjóð okkar Bandaríkjamenn og forseta þeirra, Donald Trump, hvað svo sem fólki annars finnst um persónu hans. En ég efa ekki að á þessari sam- komu í Hörpunni í gærkvöldi var samankomin öll hin sjálfsupphafna rétttrúnaðarelíta á Íslandi og hefur sjálfsagt hlegið af sér hausinn af yf- irlætisfullri hræsni! Hvað ætli margir þingmenn og borgarfulltrúar hafi mætt, var kannski hæstvirtur forseti Íslands þar hauslaus á fremsta bekk? Eftir Gunnlaug Ingvarsson » Þetta var einhver svæsnasta upphafn- ingar- og hræsni- samkoma sem haldin hefur verið í landinu fyrr og síðar. Gunnlaugur Ingvarsson Höfundur er formaður Frelsisflokksins, nýs stjórnmálaafls. Haturssamkoma Kathy Griffin í Hörpu Viðtal við Snorra Ingimarsson í Mbl. 18.10 sl. og fleiri skrif hans um svarta nátt- úruvernd og Vonar- skarð hafa vakið at- hygli. Snorri situr sem áheyrnarfulltrúi í stjórn Vatnajökuls- þjóðgarðs fyrir Sam- tök útivistarfélaga, SAMÚT. Þar hefur hann beitt sér fyrir því að ökuslóð um Vonarskarðsöskjuna verði opn- uð aftur fyrir vélvæddri umferð, en undirritaður, þá þjóðgarðsvörður á vestursvæði þjóðgarðsins, lokaði slóðinni árið 2011 í samræmi við ákvörðun stjórnar þjóðgarðsins þá. Áður en lengra er haldið má benda á að hugtakið „svört nátt- úruvernd“ snýst ekki um ferðamáta fólks heldur um viðhorf þess til verndar óbyggðanna. Hugtakið er áratuga gamalt og var upphaflega notað í niðrandi merkingu um þá sem börðust gegn lagningu há- spennulína yfir víðernin norðan Vatnajökuls og suður yfir Sprengi- sand. Þá er líka rétt að taka fram að SAMÚT er ekki fulltrúi allra úti- vistarfélaga landsins. Ferðafélag Ís- lands, eitt stærsta og elsta útivist- arfélagið, á t.d. ekki sæti í SAMÚT. Ferðafélagið deilir ekki skoðun SAMÚT um að leyfa vélvædda um- ferð um Vonarskarð að því ég best veit. Fjölmargir einstaklingar sem ég þekki eru líka ósammála SAM- ÚT að þessu leyti. Fólk skiptist ein- faldlega í tvö horn með og á móti og allir hafa eitthvað til síns máls. Rök með lokun Sjálfur vil ég ekki leyfa vélvædda umferð um Vonarskarð af eftirfar- andi ástæðum:  Mjög algengt er að þjóðgörð- um sé skipt upp í svæði með mis- strangri friðun allt frá þjón- ustusvæðum með öllum helstu innviðum og þægindum yfir í hrein víðerni og náttúruvé þar sem um- svif og áhrif manna eru lítil sem engin. Fjölbreytni af þessu tagi eykur gildi þjóð- garða.  Vonarskarð er af- skekkt – í miðju lands- ins. Að því liggja erf- iðir fjallvegir og um það hafa fáir farið hvort sem er gangandi, ríðandi eða akandi. Skarðið er því enn svo til ósnortið af þeirri nýtingu sem svo víða hefur sett mark sitt á landið; und- anskilin eru nefnd ökuleið sem er nánast horfin og varnargarðar sem Landsvirkjun ýtti upp á sínum tíma og þyrfti að fjarlægja.  Í Vonarskarði skiptast á svart- ir, þurrir sandar, sandbleytur, fjöl- breytt háhitasvæði og mýrlendi í yf- ir 900 m hæð yfir sjávarmáli; vaxtartími er stuttur og allar skemmdir á gróðri og hveraum- hverfi alvarlegar og langvarandi. Náttúrufræðingar telja vernd- argildi Vonarskarðs vera mjög hátt og leggja til að verndarstigi verði breytt til að endurspegla það mat.  Meirihluti svæðisráðs vest- ursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, sem gætir hagsmuna sveitarfélaga og félagasamtaka vestan jökuls, leggur til að Vonarskarð verði áfram lokað fyrir vélvæddri umferð og að vernd þess verði tryggð enn frekar.  Akstursleið um öskjubotninn bætir vissulega aðgengi að helstu djásnum Vonarskarðs en um leið rýrir hún víðernisgildi svæðisins og eykur hættu á fjöldaferðamennsku. Það er óþarfa áhætta þegar þess er gætt að aðeins 4-5 tíma auðveld gönguferð er fram og til baka frá bílastæði við Svarthöfða að hvera- svæðinu í hjarta öskjunnar; til sam- anburðar leggja fjölmargir á sig 14- 16 tíma erfiða gönguferð á Hvanna- dalshnjúk.  Þörfin fyrir landvörslu ykist með fleiri ferðamönnum en vegna þess hve leiðir frá Nýjadal að Von- arskarði eru seinfarnar er land- varsla í Vonarskarði erfið og dýr.  Þótt botn öskjunnar í Vonar- skarði sé víðast sléttur sandur lá akstursleiðin yfir vatnsmikla jökulá, Köldukvísl, að sunnanverðu, sand- bleytur í Rauðá og snarbratt klif, Gjóstuklif, að norðanverðu. Ökuleið- in um Vonarskarð var því varasöm og alls ekki á færi allra. Jafnvel þótt ný leið yrði valin austar í skarðinu, þyrftu ökumenn að fara yfir Köldu- kvísl og ála Skjálfandafljóts.  Vatnajökulsþjóðgarður spann- ar yfir 14.000 ferkílómetra lands. Um hann liggja yfir 900 km af veg- slóðum sem má aka og akstur á frosinni, snæviþakinni jörð utan vega er leyfður á líklega um 90% garðsins, þ.m.t. í Vonarskarði.  Meðan stöðugt gengur á víð- erni jarðar er erfitt að réttlæta lagningu nýs vegslóða um algerlega ósnortið land austan til í Vonar- skarðsöskjunni. Lokaorð Fullgild náttúruverndarrök, ör- yggisrök og sanngirnisrök, íslensk og alþjóðleg, eru fyrir því að halda Vonarskarði áfram lokuðu fyrir vél- væddri umferð. Þeir starfshópar og ráð sem skoðað hafa þessi mál hafa jafnan klofnað í afstöðu sinni, með og á móti slíkri umferð. Snorri nefn- ir að áhugamenn um akstur í þjóð- garðinum hafi endurheimt Vikra- fellsleið og að fyrir þeirra orð hafi hættulegum leiðum um norður- bakka Langasjávar og Blautulón verið haldið opnum. Er þá ekki sanngjarnt að Vonarskarð verði áfram griðland göngufólks? Um Vonarskarð og svarta náttúruvernd Eftir Snorra Baldursson » Fullgild náttúru- verndarrök, örygg- isrök og sanngirnisrök, íslensk og alþjóðleg, eru fyrir því að halda Von- arskarði lokuðu áfram fyrir vélvæddri umferð. Snorri Baldursson Höfundur er áhugamaður um vernd Vonarskarðs. sbaldursson@gmail.com Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.