Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 Breiðafjörður er einstakt land- og haf- svæði. Hann er til- tölulega grunnur og hann skreyta ótelj- andi eyjar og sker. Ein sérstaða fjarð- arins er að þar er mestur munur fljóðs og fjöru á Íslandi og þar er ennfremur stór hluti af fjöruleirum landsins. Þessar að- stæður í firðinum styðja afar gjöfult fuglalíf þar sem haförninn svífur hæst. Náttúruverndargildi Breiða- fjarðar hefur verið metið svo hátt að um hann voru sett sérstök verndarlög árið 1995. Úr Breiðafirði skerast margir minni firðir til norðurs inn í Vest- fjarðakjálkann. Þarna eru okkar „frumskógar“ – skógarvistkerfi sem hafa þroskast í þúsundir ára. Í öll- um fjörðunum er gríðarlegt útfiri þar sem víðáttumiklar leirur birtast á fjöru og fjöldi staðfugla og um- ferðarfugla notar til fæðuöflunar. Undirlendi er takmarkað og lítið um búskap nú á tímum. Firðirnir við norðanverðan Breiðafjörð eru náttúrudjásn í alfaraleið. Þverunarárátta Um firðina liggur vegur og hafa endurbætur hans staðið yfir árum saman og standa enn. Það er ekki ofsögum sagt að Vegagerðin hefur í þessari vinnu haft þveranir fjarða sem sitt leiðarljós. Ef ýtrustu til- lögur stofnunarinnar ná fram að ganga yrðu alls sjö firðir þveraðir í norðanverðum Breiðafirði. Sjö firð- ir! Gilsfjörður Gilsfjörður er stór og mikill og var á sínum tíma sá fjörður sem hafði viðamest útfiri allra fjarða á Íslandi. Hann var þveraður stuttu fyrir síðustu aldamót. Um þessa að- gerð þarf bara að hafa eitt orð – umhverfisskemmdarverk. Ekki um- hverfisslys því fyrirfram var ljóst að vatnaskipti undir litla brú yrðu nær engin og að firðinum yrði breytt í lón án sjávarfalla. Fjörð- unum var í raun fækkað um einn – Gilsfjörður er ekki réttnefni lengur heldur ætti hann að heita Gilslón. Þorskafjörður, Djúpifjörður og Gufufjörður Þessir firðir liggja saman – grón- ir og fallegir – með gríðarlegt útfiri. Yfir sumarið má sjá hundruð álfta sem hafast við í öllum fjörðunum þremur og í botni Gufufjarðar er af- ar sérstakt votlendi með víðáttu- miklum sjávarfitjum. Í núverandi tillögum Vegagerðar- innar er lagt til að þvera alla þessa firði – í andstöðu við náttúruvernd- arsamtök og landeigendur. Stofn- unin hefur barist fyrir þessari leið í áraraðir, meðal annars fyrir dóm- stólum, en jafnan verið gerð aftur- ræk. En það skal þvera. Eftir síð- asta ósigur breytti Vegagerðin sinni fyrri tillögu lítillega um vegstæði í gegnum Teigsskóg og setti enn á ný í matsferli. Skipulagsstofnun lagði svo nýlega til að þessi „nýja“ þver- unarleið Vegagerðinnar yrði ekki farin. Vegagerðin hefur engu að síð- ur lýst því yfir að á næstunni verði sótt um leyfi til sveitarfélagsins til að fara sínu fram. Mjóifjörður og Kjálkafjörður Þessir eyðifirðir eru ægifagrir. Nýlega hefur sá fyrri verið þver- aður að fullu og Kjálkafjörður að um það bil þriðja hluta. Vissulega eru brýrnar sæmilega stórar og leyfa vatnskipti enn sem komið er, ólíkt Gilsfirði, en áhrif á lífríki eru óviss engu að síður. Þegar horft er yfir eða úr botni fjarðanna blasa nú við grjótgarðar og brýr. Við þessar aðgerðir styttist vegurinn óverulega og ferðatími aðeins um nokkrar mínútur. Vatnsfjörður Nýjasta vendingin í þessu þver- unaræði er tillaga um að þvera Vatnsfjörð, vestasta fjörðinn. Í Drögum að tillögu að matsáætlun Vegagerðarinnar sem var nýlega birt eru þrír kostir að vegstæði lagðir til. Tveir þeirra þvera Vatns- fjörð. Þessi tillaga er með hreinum ólíkindum. Ekki aðeins á Vatns- fjörður að njóta verndar Breiða- fjarðarlaganna heldur hefur hann þar að auki verið skilgreindur nátt- úrufriðland frá árinu 1975. Um botn hans liggur ágætur vegur sem var Hernaðurinn gegn fjörðunum við norðanverðan Breiðafjörð Eftir Bjarna Össurarson og Ferdinand Jónsson Bjarni Össurarson Ferdinand Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.