Morgunblaðið - 30.11.2017, Síða 54

Morgunblaðið - 30.11.2017, Síða 54
54 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 ✝ HólmfríðurGísladóttir fæddist í Reykjavík 13. janúar 1959. Hún lést á heimili sínu 22. nóvember 2017. Foreldrar Hólm- fríðar voru Guðný Sigurgísladóttir, f. 4.12. 1926, d. 15.9. 2017, og Gísli J. Ástþórsson, f. 5.4. 1923, d. 25.8. 2012. Eiginkona Hólmfríðar er Gísladóttur, f. 5.11.1956. Hólmfríður ólst upp í Kópa- vogi og stundaði nám við Kópa- vogsskóla og lauk landsprófi frá Víghólaskóla. Um tíma stundaði hún nám við Mennta- skólann í Kópavogi og síðar Fósturskóla Íslands. Hólm- fríður var virk í skátastarfi sem barn og fram á fullorð- insár. Hólmfríður vann hjá skrif- stofu Lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu í rúm 40 ár. Hún var 18 ára þegar hún byrj- aði að vinna þar. Undanfarin ár var hún hópstjóri skýrslu- deildar. Útför Hólmfríðar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 30. nóvember 2017, klukkan 13.30. Kristín Erla Bol- and, f. 8.11. 1961. Sonur Hólmfríðar og Kristínar er Eldar Hrafn Bol- and, f. 24.8. 2007. Systkini Hólm- fríðar eru Ástþór Gíslason, f. 11.10. 1951, kvæntur Erlu Gunnarsdóttur, f. 4.4. 1953, og Hrafnkell Sigur- gísli Gíslason, f. 24.1. 1953, kvæntur Ragnheiði Dórótheu Ó, sláðu hægt mitt hjarta og hræðstu ei myrkrið svarta. Með sól og birtu bjarta þér birtist vor á ný. Og angan rósa rauðra, mun rísa af gröfum dauðra. Og vesæld veikra og snauðra mun víkja fyrir því. (Steinn Steinarr) Hólmfríður systir mín er dáin. Minningarnar hrannast upp og koma þá fyrst í huga minningar úr æsku okkar í Kópavoginum. Kópavogur var barnabær og var dvalið úti við leiki frá morgni til kvölds. Hólmfríður var mikil útivist- arkona og var virk í skátunum fram á fullorðinsár. Hólmfríður var líka mikil fjöl- skyldumanneskja og var ein- staklega umhyggjusöm og góð við frændsystkini sín. Það var mikið gæfuspor fyrir hana að kynnast Kristínu Boland sem seinna varð eiginkona hennar. Saman eignuðust þær soninn góða, hann Eldar Hrafn. Ég kveð systur mína með þökk í huga og megi góður Guð halda verndarhendi yfir Kristínu og Eldari á þessum erfiða tíma. Hrafnkell (Hrafn). Það er erfitt að lýsa þeim til- finningunum sem bærast í brjóstum okkar frændsystkin- anna þessa dagana. Stutt er síð- an við hittumst til að skrifa í minningu um ömmu Guðnýju og áttum ekki von á því að sitja hér saman tveimur mánuðum síðar, nú að skrifa um elsku Hólmfríði okkar. Hún var ekki einungis frænka okkar, heldur góð vin- kona okkar allra og jafningi. Hjá Hólmfríði mættum við alltaf mikilli hlýju og í kringum hana fundum við aldrei fyrir kynslóða- bili. Við eigum fjölda dýrmætra minninga saman sem við erum einstaklega þakklát fyrir. Hólmfríður var klárlega skemmtilegasta frænkan, alveg frá því að við vorum lítil. Sem dæmi má nefna að hún skrifaðist reglulega á við „stóra“ Eldar sem bjó í Noregi og sendi honum spólur með vinsælustu lögunum. Hún bauð Gísla í Skódabíltúra sem gengu út á að litli frændi fékk að ráða hvenær og hvert var beygt. Þegar Erna og Ásta bættust í hópinn sem litlar stelp- ur lét Hólmfríður þeim líða sem hluta af fjölskyldunni frá fyrstu stundu. Þeir makar sem bæst hafa við hafa sömu sögu að segja, enda hafði hún einstakt lag á að láta fólkinu í kringum sig líða vel. Við höfum alltaf litið upp til töffarans í leðurvestinu með sítt að aftan og sterka réttlætis- kennd. Okkur fannst sérstaklega flott að hún vann hjá löggunni og þangað var gaman að koma í kaffi. Hún var alltaf svo glöð og með stríðnisglampa í augum tók hún öllum opnum örmum. Þegar við vorum yngri vorum við alltaf velkomin í skemmtilegar gisti- heimsóknir, við áttum margar sumarbústaðaferðir saman og hún stóð fyrir árlegum óvissu- ferðum fyrir yngstu meðlimi fjölskyldunnar, sem vöktu gríð- arlega lukku. Hólmfríður var mikil spila- manneskja og áhuginn smitaðist yfir til okkar. Snemma fékk Hrefna að spila frameftir með henni og var Hólmfríður jafnan fyrst að spilaborðinu í jólaboð- um. Hennar verður sárt saknað í boðunum í ár sem eftirleiðis. Hólmfríði fannst sérstaklega gaman að vinna í spilum en það var ekki til í henni að vera taps- ár. Hún var líka einn helsti tjald- stæðasérfræðingur landsins. Hún var fyrsta manneskjan sem við hringdum í þegar við plön- uðum útilegur, enda gaf hún allt- af góð ráð og lánaði helstu græj- ur svo við hefðum það gott. Hvað Hólmfríður var mikil vinkona okkar birtist líka í því að þær Kristín hafa verið duglegar að bjóða okkur í mat heim í Hrafnshöfðann, og þá án mömmu og pabba. Þetta ein- staka vinasamband sem við átt- um varð líka til þess að hún fékk oft að vita ýmislegt á undan for- eldrunum. Við gátum alltaf spjallað við hana og treyst henni fyrir öllu. Hún var líka þeim kostum gædd að hún var hrein- skilin og sagði okkur alltaf satt. Við vissum að í henni Hólmfríði áttum við traustan bandamann. Hún var alltaf til staðar fyrir okkur og að sama skapi verðum við alltaf til staðar fyrir Kristínu og Eldar Hrafn. Það er gott að rifja upp minn- ingar okkar um Hólmfríði, þó að þessi orð nái aldrei að tjá al- mennilega hversu skemmtileg, góð og heil manneskja hún var. Við erum óendanlega þakklát fyrir að hafa kynnst henni og hafa átt hana að og munum sakna hennar mikið. Ásta Lilja, Eldar, Erna, Eva, Gísli, Guðný, Hrefna, Sunna og Steffen. Fyrir tæpum þremur áratug- um átti ég því láni að fagna að skyggnast inn í líf þeirra Krist- ínar og Hólmfríðar, ástföngnu systradætranna. Frá fyrstu kynnum þróaðist með okkur ein- læg og hjartahlý vinátta sem frá minni hálfu var mjög sérstök og ég mun alltaf vera þakklát fyrir. Ég fylgdist með þeim úr fjar- lægð, en inn á milli hittumst við, bæði á Flórída með Eldari Hrafni og svo á fallegu heimili þeirra í Mosfellsbæ þar sem ég átti gæðastundir með þessari yndislegu fjölskyldu. Það er þyngra en tárum taki að horfa á eftir Hófi, klettinum í lífi Krist- ínar og umhyggjusömu móður- inni sem annaðist son þeirra af einstakri natni og ást. Elsku Kristín og Eldar Hrafn, ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið alla góða vætti að vera með ykkur um ókomna framtíð. Margrét Kjartansdóttir. Hólmfríður mágkona mín og vinkona er látin, óvænt og langt fyrir aldur fram. Það er reiðars- lag fyrir ættingja hennar og vini. Hólmfríður var allt of ung til að kveðja þetta líf og hverfa frá okkur, frá Kristínu konunni sinni og Eldari Hrafni stráknum sínum. Þau áttu eftir að upplifa svo margt sem fjölskylda og Hólmfríður átti eftir að gera svo margt með Eldari Hrafni sem mömmur gera með börnunum sínum, bæði til skemmtunar og uppeldis. Hólmfríður var litla systir mannsins míns. Ég hef fylgst með henni þroskast frá því að vera smástelpa til fullorðinsára. Við Hólmfríður höfum frá okkar fyrstu kynnum verið góðar vin- konur. Og þegar börnin mín komu í heiminn varð hún vinur þeirra, félagi og ráðgjafi – á öll- um þeirra aldursskeiðum. Hólm- fríður ræktaði sín vina- og fjöl- skyldusambönd vel, var vinamörg og trygg vinum sínum. Hún hafði áhuga á ferðalögum og útivist og sameinaði oft þann áhuga og ræktun vinasambanda með því að fara með vinum og ættingjum í útilegur og sum- arbústaðaferðir víða um land. Hólmfríður var glöð og skemmtileg. Hún hafði unun af því að spila og á okkar yngri ár- um spiluðum við oft fram á rauða nótt, síðari ár sjaldnar og skem- ur. Við vorum saman í sumar- bústað fyrir mánuði og þar kom í ljós að við höfðum engu gleymt, það var spilað fram undir morg- un og við skemmtum okkur kon- unglega. Hólmfríður var félagslynd og naut þess að vera með fjölskyld- unni, bæði nánustu fjölskyldu en líka fjarlægari ættingjum. Hún lét þá sig varða, fylgdist með högum þeirra og var í sambandi við þá. Hólmfríður og Kristín áttu gott líf saman sem varð enn rík- ara þegar Eldar Hrafn fæddist fyrir rétt rúmum tíu árum. Hólmfríður var frábær mamma sem beitti kærleiksríkri, gaman- samri og leiðbeinandi upp- eldisaðferð. Og úr varð flottur strákur. Hólmfríður var vinnuþjarkur, hún vann mikið og leysti störf sín vel af hendi, var vandvirk og samviskusöm. Hún var mjög skipulögð og alltaf var allt á sín- um stað hjá henni, bæði í vinnunni og heima fyrir. Hólmfríður las mikið og hafði í seinni tíð einkum áhuga á sögu- legum umfjöllunarefnum og ljóð- um. Eitt af áhugaefnum hennar var vesturferðir Íslendinga. Fyrir rúmu ári fórum við Hólm- fríður, Kristín, Eldar Hrafn og maðurinn minn saman í einstaka ferð á slóðir Íslendinga í Vest- urheimi. Það var gaman að sjá draum Hólmfríðar rætast um að koma á þessar slóðir og verða vitni að því að hún vissi allt um það sem fyrir augu bar, ekki síð- ur en okkar fróði og góði leið- sögumaður. Það er mikill auður að hafa átt Hólmfríði að vini, skemmtilegu, kláru, duglegu, tryggu og gest- risnu Hólmfríði. Það er mikil sorg að eiga hana ekki lengur að. Ég votta Kristínu og Eldari Hrafni innilega samúð mína, þau hafa misst yndislegan lífsföru- naut og móður. Ég vil gefa þér aðeins eitt blóm svo þú sjáir hve fagurt það er. Ég vil gefa þér aðeins eitt tár til þess að þú finnir hve tregi minn er djúpur. Ég vil gefa þér aðeins einn vin svo þú vitir hve auðugur þú ert. (Þuríður Guðmundsdóttir) Erla. Það er þyngra en tárum taki að þurfa að kveðja Hólmfríði Gísladóttur, mágkonu mína og vinkonu. Á einu augnabliki er til- veran orðin önnur eftir að hún var skyndilega hrifin brott. Hólmfríður var einstaklega góð manneskja og traust. Hún var ræktarsöm og hlý við alla, fjöl- skyldu vini og samverkafólk. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa átt hana að vini. Hún hafði einlægan áhuga á fólki og ég tók fljótt eftir því hvað hún var dug- leg að rækta sambandið við frændfólk sitt og vini, sem hún átti marga. Hún var mjög náin foreldrum sínum og var þeim af- skaplega góð og umhyggjusöm dóttir. Það varð mín gæfa að hún tók þátt í lífi mínu og fjölskyldu minnar af einlægum áhuga. Hún var allrabesta frænka barnanna minna og var á sinn hátt jafningi þeirra þótt hún væri stóra frænka. Hún var stolt af frænd- systkinum sínum og fylgdist vel með þeim og samgladdist við hvern áfanga í þeirra lífi. Hólm- fríður var gæfumanneskja og hamingja hennar og Kristínar var öllum augljós sem þær þekktu. Augasteinninn hennar var sonurinn Eldar Hrafn og það hefði enginn getað óskað sér betri mömmu en Hólmfríði. Samverustundir okkar gegnum árin eru ótal margar og góðar og það er henni að þakka fyrst og fremst. Hún hafði mjög gaman af ferðalögum, ekki síst útilegum innanlands og ferðum í sum- arbústað og þá var sem endra- nær virkilega gaman að vera með henni. Fjölskylduboðin sem nú eru orðin hefð væru örugg- lega ekki haldin ef hún hefði ekki átt að þeim frumkvæði. Þar var hún alltaf hrókur alls fagnaðar því hún var skemmtileg með af- brigðum. Hún hafði einlægan áhuga á lífinu og var alltaf að hlakka til einhvers, hvort sem það var hittingur yfir góðum mat, ferð í leikhús eða á tónleika, en samnefnarinn í því var alltaf samveran með öðrum. Ef eitt- hvað bjátaði á var heldur enginn kærleiksríkari og betri en hún. Hólmfríður var góðum gáfum gædd, skarpgreind og vel lesin á bókmenntir og sagnfræði. Hún hafði yndi af allskonar tónlist og það var ævinlega gaman að fara með henni á tónleika og í leikhús þar sem hún var hrifnæm og lifði sig inn í það sem við sáum hverju sinni. Það var svo margt sem hún átti eftir að gera með okkur sem nú verður aldrei og við sitj- um eftir með sorg í hjarta. Elsku Kristín og Eldar Hrafn. Ykkar er missirinn mestur. Ég óska þess að sá fjársjóður af dýrmæt- um minningum sem þið eigið um góða konu og mömmu, megi ylja ykkur og hugga á þessum erfiðu tímum. Elsku Hólmfríður mín, ég sakna þín, þú varst best. Guð geymi þig. Ragnheiður Gísladóttir. Hvernig getur staðið á því að ég var svona viss um að hafa Hólmfríði Gísladóttur alltaf í lífi mínu? Að þessi vinkona mín yrði alla tíð einhvers konar föst stærð í tilverunni? Kannski af því að ég var bara 12 ára þegar ég kynnt- ist henni og hin árin mín 39 hefur hún verið órjúfanlegur hluti af lífi mínu. Alltaf mjög nálæg, jafnvel þegar hún var fjarri. Og nú er hún ekki lengur hér, ekki lengur í lífum okkar og það er óvænt og gríðarlegt áfall. Hólmfríður var þess háttar manneskja sem skilur eftir sig spor í okkur hinum. Stór karakt- er, eðlisgreind og athugul, þoldi illa hálfkák, var hreinlynd í garð fólks og hataðist við undirferli. Ófeimin við að segja mér til syndanna hvenær sem henni þótti þörf á öll árin 39, en líka sú manneskja sem deildi af alveg fölskvalausri einlægni með mér sorgum og gleði. Það var líka sérlega gott að hlæja með henni. Það er langur vegur að baki. Ég trítlaði rétt komin af ung- lingsaldri á eftir henni gegnum Þjóðleikhúskjallarann og Óðal ásamt Tobbu, aðeins eldri inn og út af Laugavegi 22 þar sem stundum urðu ballantínsk upp- hlaup en var oftar gaman. Þegar fram liðu stundir um myndlistar- og tónleikasali, um vegi sam- bands við Önnu og svo sorgar- innar þegar hún horfði á eftir kærum vinum sínum Tobbu og Kjartani, góðum frænkum og þar á meðal Róró og Hrefnu, föð- ur sínum og nú síðast móður, því mikla sómafólki. Við ferðuðumst nokkur skipti saman um landið og Hólmfríður var fróð um bæði sögu og náttúru. Iðulega rædd- um við bókmenntir, þ. á m. sög- urnar sem við þráðum að skrifa. Hún sagði mér af foreldrum sín- um og bræðrum, mágkonum, frændum og frænkum, vinum og lífinu á lögreglustöðinni og stundum var allt þetta fólk eins og viðstatt þó við værum tvær á tali í þokunni af grænum Salem. Ég fylgdist með henni berjast fyrir lífi sínu sem samkyn- hneigðri og þar vann hún per- sónulega sigra á grundvelli mannkosta sinna, hreinskiptni og seiglu. Hún krafðist heiðar- leika og sanngirni af öðrum og var oftast hugrökk og stefnuföst. Svo kom Kristín Erla Boland okkar til sögunnar og þá var lífs- förunauturinn fundinn. Hóffí sneri sér heil og óskipt að þeirri vegferð sem átti eftir að skipta hana mestu máli í lífinu. Þær eignuðust svo dugnaðardreng- inn sinn fallega og góða, Eldar Hrafn, sem er guðsonur okkar hjóna. Hóffí og Kristín voru sérlega flottar saman, ákveðnar og sam- hentar, duglegar að vinna með það sem á bjátaði, ötulir og elskuríkir foreldrar og bara vænar manneskjur sem löðuðu að sér alvörufólk sem hafði eitt- hvað til málanna að leggja. 39 ára samferð og þessi kjarn- mikla manneskja og trausti vin- ur er nú á bak og burt. En alveg eins og menn og málefni nútíðar og fortíðar urðu Hólmfríði stöð- ug umhugsunar- og frásagnar- efni verður minning hennar kjarnmikil og lifandi og sögur af henni sjálfri munu verða sagðar og bera vitni um hversu djúp spor hún skilur eftir sig í lífum Hólmfríður Gísladóttir Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, SIGFRÍÐAR RUNÓLFSDÓTTUR, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hraunbúða fyrir kærleiksríka og einstaka umönnun. Erna Alfreðsdóttir Sigurður Kristinsson Sigurlaug Alfreðsdóttir Sigurjón Óskarsson Runólfur Alfreðsson María Gunnarsdóttir barnabörn og fjölskyldur Eiginkona mín, EIÐNÝ HILMA ÓLAFSDÓTTIR, Didda, Gauksstöðum, Skaga, lést á HSN Sauðárkróki 17. nóvember. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 2. desember klukkan 11. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Jón Skagfjörð Stefánsson HILDIBRANDUR BJARNASON, bóndi í Bjarnarhöfn, verður jarðsunginn frá Bjarnarhafnarkirkju laugardaginn 2. desember klukkan 13. Útsending frá athöfninni verður í safnahúsinu í Bjarnarhöfn. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað. Hrefna Garðarsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn Yndisleg móðir okkar, MARGRÉT ÁRNADÓTTIR, frumkvöðull og hönnuður frá Hánefsstöðum í Seyðisfirði, lést á Landspítalanum 24. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Valgeir Guðjónsson Guðrún Arna Guðjónsdóttir Sigríður Anna Guðjónsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.