Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 55
okkar sem syrgjum hana nú.
Elsku Kristín og Eldar Hrafn,
Hrafnkell, Ástþór, vandamenn
allir og vinir; megi allar góðar
vættir styrkja ykkur og styðja.
Steinunn Ásmundsdóttir.
Við Hólmfríður kynntumst
þegar við vorum um þriggja ára.
Við höfum verið bestu vinkonur
alla daga síðan þá. Hólmfríður
með flétturnar tvær og fallegu
stóru grænu augun eins og lítil
indjánastelpa. Við vorum ólíkar
en bættum hvor aðra upp.
Fyrstu minningar mínar af
Hólmfríði eru líklega þegar við
erum að útbúa okkur nesti fyrir
róló. Við vorum nokkuð sjálf-
stæðar og góðar í að bjarga okk-
ur. Hólmfríður lærði á píanó og
æfði sig samviskusamlega,
Hólmfríður hlustaði mikið á tón-
list og naut ég oft góðs af þekk-
ingu hennar. Við hlustuðum mik-
ið á plötur og stálumst í
plötusafn bræðra hennar. Við
vorum fastagestir á bókasafni
Kópavogs, en Hólmfríður var
mikill lestrarhestur. Síðustu árin
vorum við saman í bókaklúbbi
með gömlu skólasystrum okkar
og þar sá hún alltaf um að lesa
fyrir okkur það sem hún hafði
haft fyrir að finna sem gæti glatt
okkur. Við höfðum gaman af því
að fara í bíó og stundum var farið
oftar en einu sinni sama dag.
Hólmfríður hafði sérstakt dálæti
á kúrekamyndum og þá helst
með John Wayne, en ég var ekki
eins hrifin og varð oft að láta í
minni pokann, en báðar elskuð-
um við Midnight Cowboy með
Dustin Hoffmann. Hólmfríður
passaði að kaupa alltaf pró-
grammið sem fylgdi bíómynd-
inni og safnaði þeim af mikilli
samviskusemi, en samvisku- og
reglusemi hefur alltaf fylgt
hennar störfum og gerðum.
Saman fórum við í skátana og
þar var ýmislegt brallað mis-
skátalegt eins og gengur og ger-
ist. Við vorum líka miklar spila-
konur og spiluðum bæði þríkort
og manna en færðum okkur svo
yfir í bridge. Hólmfríður hafði
yfirburði yfir okkur spilafélag-
ana og skammaðist oft yfir því að
við myndum aldrei ná því að geta
farið í keppni, sem var nú meira í
gríni en alvöru sagt. Hólmfríður
var fróð og skemmtileg og hafði
skoðanir á hlutunum. Hún var
góður vinur vina sinna og átti
gott með að hlusta og gefa ráð
þar sem það átti við. Við höfum
hlegið, grátið og stutt hvor aðra í
gegnum lífið og þannig átti það
að vera áfram. Ekki er langt síð-
an að hún skrifaði til okkar
Kristínar Þorkels „mikið erum
við heppnar að eiga hvor aðrar
að“. Við vorum gott þríeyki sem
þótti mjög vænt um hver aðra.
Lífið tekur oft aðra stefnu og
ekki alltaf þá sem maður vildi.
Hólmfríður hefur verið lánsöm á
svo margan hátt en jafnframt
þurft að takast á við erfiðleika.
Hún átti góða fjölskyldu, eigin-
konu og marga góða vini. Þær
Kristín, eiginkona Hólmfríðar,
áttu fallegt og gott samband og
saman tókust þær á við að ala
upp son sinn Eldar Hrafn, fal-
legan og góðan strák.
Hólmfríður sagði við mig fyrir
stuttu þegar hún vildi hugga mig
þegar ég tókst á við missi móður
minnar: „Það sem hjálpar mér
oft er að hugsa, mikið var ég
heppin að eiga hana og mikið er
ég heppin að sakna hennar.
Kannski skrítið, en það hjálpar
mér.“ Þannig ætla ég að reyna
að hugsa. Mikið er ég heppin að
hafa átt Hólmfríði að og mikið er
ég heppin að sakna hennar.
Elsku Kristín Erla, Eldar
Hrafn, Ástþór, Hrafnkell og fjöl-
skyldur, mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Agnes Þórólfsdóttir.
Fleiri minningargreinar
um Hólmfríði Gísladótt-
ur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
MINNINGAR 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017
✝ Einar Jónssonfæddist á
Reykjavíkurvegi 17
í Skerjafirði 8. maí
1935. Hann lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans 20.
nóvember 2017.
Foreldrar hans
voru Jón Sigurðs-
son, f. 12.5. 1902, d.
6.7. 1984, og Emelía
Jóna Einarsdóttir, f.
16.3. 1904, d. 26.1. 1992.
Alsystkini Einars voru Aðal-
heiður, f. 1925, d. 2004, Hulda, f.
1928, d. 1973, og Sigurður, f.
1929, d. 2009. Samfeðra er Guð-
björg, fædd 1951.
Eftirlifandi eiginkona Einars
er Sigríður Arinbjarnardóttir, f.
29.7. 1932. Þau giftust 26. júlí
1958 og bjuggu þau öll sín bú-
skaparár í Hafnarfirði. Börn
þeirra eru
1) Salome, f. 1958, gift Krist-
jáni Óskarssyni, f. 1957, börn
þeirra eru:
a) Guðmundur Arinbjörn, f.
1977, giftur Lindu Björk
Thorlacius, f. 1977, börn þeirra
eru Jökull Ýmir, f. 2000, Krist-
Ívari Eyfjörð Hólmgeirssyni, f.
1987, börn þeirra eru Freyja
Björk, f. 2006, Snædís Ragna, f.
2008, og Brynjar Þór, f. 2016.
3) Hulda, f. 1963, gift Ómari
Ingvarssyni, f. 1961, börn þeirra
eru:
a) Sigríður Vilma, f. 1983,
sambýlismaður hennar er Val-
garður Thomas Davíðsson, f.
1987, börn þeirra eru Nadia Líf,
f. 2006, og Benjamín, f. 2015.
b) Magni, f. 1989, sambýlis-
kona hans er Nedjelika Hrkalo-
vic, f. 1988,
c) Ylfa Eik, f. 1992, sambýlis-
maður hennar er Friðrik Frið-
riksson, f. 1986, sonur þeirra er
Tristan Smári, f. 2009.
d) Flosi, f. 2003.
Einar stundaði sjómennsku
frá unglingsaldri, hann fór í
stýrimannaskólann árið 1961 og
lauk þar skipstjóranámi, þá gift-
ur með tvö börn. Um miðjan átt-
unda áratuginn hætti hann á
sjónum og fór í múraraiðnnám
og starfaði við það restina af
starfsævinni.
Einar flutti í Hafnarfjörð
fimm ára gamall og bjó þar alla
tíð síðan.
Útför Einars fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 30.
nóvember 2017, klukkan 13.
ján Árni, f. 2005,
Eydís Lilja, f. 2010.
b) Hafþór, f.
1978 giftur Denis
Anastasia Sudjono,
f. 1989, dætur
þeirra eru Áróra,
f. 2005, og Sólveig
Summer, f. 2015.
c) Margrét, f.
1982, gift Marel
Baldvinssyni, f.
1980, börn þeirra
eru Markús, f. 2007, Lúkas, f.
2009, og Baldvin, f. 2016.
d) Stefanía, f. 1988, sambýlis-
maður hennar er Skarphéðinn
Kjartansson, f. 1988, sonur
þeirra er Mikael, f. 2014.
e) Emil Örn, f. 1996, unnusta
hans er Dagbjört Lilja Svav-
arsdóttir, f. 1998.
2) Emilía, f. 1960, gift Jóni
Brynjari Jónssyni, f. 1957, börn
þeirra eru:
a) Elísabet Anna, f. 1976, gift
Þorsteini Guðmundssyni, f.
1967, börn þeirra eru Hlynur, f.
1990, Sóley Katla, f. 2000, Sölvi
Páll, f. 2003, og Kári, f. 2006,
b) Einar, f. 1980,
c) Olga Lára, f. 1986, gift
Elsku pabbi. Nú ert þú farinn
á stað þar sem þér líður betur.
Hvíldinni feginn eftir erfið veik-
indi. Þín er samt sárt saknað,
elsku pabbi minn. Hvað ég,
Sallý og Emma erum heppnar
að hafa átt svona góðan pabba.
Ég gat alltaf leitað til þín í
gegnum árin, hvort sem það var
að ræða málin eða ýta Austin
Mini-bílnum úr snjóskafli, sem
kom oftar en ekki fyrir. Það var
ósjaldan sem við þrjú, þú, ég og
mamma, sátum við eldhúsborðið
á kvöldin þegar ég var táningur
og ræddum saman og hlógum
mikið. Á hverjum morgni þegar
maður vaknaði í skólann varst
þú búinn að taka til ristað brauð
og te á borðið. Ég man daginn
sem ég fékk bílpróf, laugardag,
þá var ég í skólanum til hádegis,
þú og mamma fóruð á lögreglu-
stöðina að ná í skírteinið og náð-
uð í mig í skólann á Sunbeam-
inum og ég fékk að keyra heim.
Ekki annað tekið í mál. Við höf-
um átt margar góðar stundir
saman í bústaðnum, sem þú
varst svo hreykinn af. Þið
byggðuð hann sjálf. Voruð með
hlaðinn bíl af byggingarefni
helgi eftir helgi, nokkur sumur.
Þarna var mikið spilað, golfað
og gengið, og skálað í Captain
M.
Þú varst skipstjóri á bátnum
þínum Vallarnesi GK 29 þegar
ég var lítil. Svo þegar við vorum
flutt í Kvíholtið þá ákvaðst þú að
vinna í landi og lærðir múrverk,
til að geta verið meira heima
með mömmu og okkur, dætr-
unum þremur. Ósjaldan sem þú
aðstoðaðir okkur með að múra
eða flísa. Alltaf tilbúinn að koma
og aðstoða. Þú varst hreykinn af
þínum dætrum og tengdasonum
og ánægður með hvað afkom-
endur þínir væru orðnir margir.
Sagðir svo oft að ættin byrjaði
með þér.
Elsku pabbi minn, nú heyrir
maður ekki lengur: þið keyrið
með bæjum … þegar maður
kom í heimsókn og var að fara
og máltækið þitt: allt er vænt
sem vel er grænt … enda bú-
staðurinn vel grænn að utan og
eins var Kvíholtið lengi vel í
grænum lit. Alltaf jákvæður. Að
kvarta var ekki þín deild. Enda í
þínum veikindum var alltaf við-
kvæðið að þú værir eiginlega
ekkert veikur af því að þú fyndir
ekkert til. Þú barðist eins og
hetja við veikindin, vildir komast
á Hrafnistu í Hafnarfirðinum
þínum, stað þar sem þið mamma
gætuð verið saman, úr því sem
komið var, að þið væruð bæði
orðin lasin og gætuð ekki verið
lengur heima. En það tókst ekki.
Biðin eftir því að fá vistun fyrir
ykkur var of löng, þið búin að
vera á spítala síðan í júní bæði
tvö, en ekki saman. Þetta er bú-
ið að vera sorglegt fyrir okkur
ættingjana að horfa upp á hvað
plássið er lítið fyrir fólk sem er
komið á aldur og þarf að komast
á hvíldarheimili. Að það þurfi að
stía hjónum í sundur síðustu
ævikvöldin, þó að þau séu lasin.
En starfsfólkinu á 11E, krabba-
meinsdeild Landspítalans, vil ég
færa bestu þakkir. Það er frá-
bært. Hugsaði svo vel um þig,
pabbi minn, og var örugglega
farið að þykja vænt um þig eftir
allan þennan tíma.
Elsku pabbi minn. Ég sakna
þín alveg óendanlega mikið. Veit
að þú vakir yfir mömmu núna,
þú hefur alltaf verið hennar stoð
og stytta. Þú varst frábær.
Þín dóttir,
Hulda.
Elsku afi okkar.
Vonandi líður þér betur þar
sem þú ert núna og getur fylgst
með ömmu öllum stundum. Við
reynum að hugga okkur við að
hugsa til þín þannig ásamt ótal
minningum sem rifjast upp. Það
kemur enginn í þinn stað, þar
sem þú varst besti og frábærasti
afi sem hægt er að hugsa sér.
Hugsaðir alltaf svo vel um okk-
ur og húmorinn ávallt til staðar.
Veiðiferðirnar sem voru farnar á
Þingvelli þegar við vorum í sum-
arbústaðnum eru ofarlega í huga
hjá okkur öllum, þar sem við
tókum nesti og fórum að veiða á
Nautatanga. Kaffibollarnir sem
komu rjúkandi hver á eftir öðr-
um í heimsóknum í Kvíholtinu
og sögustundirnar hjá þér þar
sem við hlógum okkur máttlaus
af öllum skemmtilegu sögunum.
Við söknum brossins og hlýj-
unnar sem þú varst alltaf tilbú-
inn að gefa og það er skrítið að
hugsa til þess að það sé ekki
hægt að fá afaknús og afasögur
meir. Elsku afi, við söknum þín
meira en orð geta lýst. Við hitt-
umst aftur seinna þegar við
komum til þín. Elskum þig til
tunglsins og til baka.
Þú keyrir með bæjum.
Þín barnabörn
Vilma, Magni, Ylfa Eik
og Flosi.
Það er sárara en orð fá lýst
að hafa nú kvatt afa Denna í
hinsta sinn.
Um afa er það að segja að svo
góður og vandaður maður er
vandfundinn. Hann var okkur
öllum mikil fyrirmynd og svo
einstaklega ljúfur og hjartahlýr
allt fram á síðustu stundu. Já-
kvæðni, lífsgleði og einskær góð-
mennska einkenndu hann og
alltaf var hægt að ræða við afa
en aldrei hafði hann illt orð um
aðra að segja. Aldrei nokkurn
tímann kvartaði hann, ekki einu
sinni í erfiðum veikindum sínum
síðastliðna mánuði. Já, hann afi
var hörkutól en að sama skapi
einstakt ljúfmenni.
Hjá afa leið manni
undantekningarlaust vel. Hann
hafði svo góða nærveru, var svo
glaðlyndur og naut þess jafn-
framt að vera í góðum félags-
skap. Alltaf var gott að koma í
heimsókn til afa og ömmu í Kví-
holtið og dásamlegt var að sjá
hversu góður afi var við hana
Sillu sína. Þau fóru í daglegar
gönguferðir á meðan heilsan
leyfði og var þá gengið hönd í
hönd og ástin úr augunum skein.
Elsku amma hefur um sárt að
binda.
Í þessari miklu sorg er okkur
þakklæti ofarlega í huga. Þakk-
læti fyrir allar góðu stundirnar
sem við áttum saman. Afi Denni,
ásamt ömmu Sillu, var einmitt
mjög duglegur að rækta fjöl-
skylduböndin og gáfu þau sér
alltaf tíma til að hlúa að ástvin-
um sínum. Afi minntist oft stolt-
ur á það að afkomendur þeirra
ömmu væru nú orðnir 32 talsins.
Við fráfall afa er stórt skarð
höggvið í fjölskylduna, þar sem
hann var elskaður og dáður af
okkur öllum.
Elsku afi, við minnumst allra
ferðalaganna sem við fórum í
saman þar sem þú sagðir okkur
sögur og nöfnin á öllum fjöll-
unum og vötnunum. Við minn-
umst góðu stundanna í sum-
arbústaðnum ykkar ömmu í
Grímsnesinu þar sem alltaf var
glatt á hjalla og mikið hlegið,
spilað, dansað og leikið. Við
minnumst veiðiferðanna, hljóm-
fagra blístursins þíns og
skemmtilegu fjölskylduboðanna
þar sem þú spilaðir jafnvel á
munnhörpuna og við hin döns-
uðum í takt. Við minnumst allra
skemmtilegu gamansagnanna
um hina ýmsu skrautlegu kar-
aktera.
Allar þær dýrmætu minning-
ar sem þú skapaðir með okkur
munum við geyma í hjarta okkar
að eilífu. Takk, afi, fyrir að vera
svona frábær. Takk fyrir alla
hlýjuna og ástina. Takk fyrir
allt. Við elskum þig og söknum
þín. Mikið vorum við heppin að
hafa þig í lífi okkar.
Við færum elsku ömmu Sillu,
ásamt Sallý, mömmu og Huldu,
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Ljósið flæðir enn um ásýnd þína
yfir þínum luktu hvörmum skína
sólir þær er sálu þinni frá
sínum geislum stráðu veginn á.
Myrkur dauðans megnar ekki að hylja
mannlund þína, tryggð og fórnarvilja
– eftir því sem hryggðin harðar slær
hjarta þitt er brjóstum okkar nær.
Börnin sem þú blessun vafðir þinni
búa þér nú stað í vitund sinni
alla sína ævi geyma þar
auðlegðina sem þeim gefin var.
Þú ert áfram líf af okkar lífi
líkt og morgunblær um hugann svífi
ilmi og svölun andar minning hver
– athvarfið var stórt og bjart hjá þér.
Allir sem þér unnu þakkir gjalda.
Ástúð þinni handan blárra tjalda
opið standi ódauðleikans svið.
Andinn mikli gefi þér sinn frið.
(Jóhannes úr Kötlum)
Ástarkveðja,
Elísabet Anna, Einar og
Olga Lára, makar og börn
Við minnumst Denna afa sem
jákvæðs, nægjusams, bjartsýns
og glaðlynds mann. Hann heils-
aði okkur alltaf með bros á vör
og yfirleitt handabandi líka.
Hann, ásamt ömmu var mjög
duglegur að sinna okkur barna-
börnunum og eigum við öll góð-
ar minningar frá veiðiferðum á
Þingvelli, sumarbústaðnum
þeirra í Öndó, frá ferðum til út-
landa, jólaboðinu á jóladag, jól-
um sem þau eyddu með okkur
og fleira sem gaman er að rifja
upp.
Afi var mjög stoltur af sínum
afkomendum, hafði alltaf tölu á
því hvað þeir væru margir í
heild, sem og sundurliðað. Hann
sagði nefnilega alltaf: „Ættin
byrjar með mér.“ Við munum
varla eftir afa nema með ömmu
sér við hlið og það leyndi sér
ekki hversu ástfanginn hann var
af ömmu og þau voru alltaf mjög
samheldin. Einu skiptin sem
maður sá afa einan var flest alla
aðfangadaga þegar hann keyrði
út pakkana á meðan amma var
heima að undirbúa jólin. Hann
kom alltaf fram við ömmu eins
og drottningu, opnaði fyrir
henni hurðina á bílnum, leiddi
hana, tók jakkann hennar og
fleira. Þetta varði alveg fram til
æviloka og hann spurði alltaf um
ömmu í hvert skipti sem við
heimsóttum hann á spítalann.
„Keyrið með bæjum.“
Hvíldu í friði, elsku Denni afi.
Þín barnabörn,
Guðmundur (Gummari),
Hafþór, Margrét (Adda),
Stefanía og Emil.
Einar Jónsson
✝ Þórhildur LiljaÞorkelsdóttir
fæddist í Reykjavík
6. september 1953.
Hún lést á heimili
sínu 21. nóvember
2017.
Foreldrar henn-
ar voru Sólveig
Guðmundsdóttir
Vikar, f. 1931, d.
2003, húsmóðir, og
Þorkell Páll Páls-
son, f. 1932, d. 2008, stýrimaður
og lögregluþjónn. Systkini
hennar eru: Jón Gunnar, f. 1955,
Herdís, f. 1957, Ágústa, f. 1958,
Páll Vikar, f. 1961, og Lilja, f.
1966.
Þórhildur giftist Friðriki
Marteinssyni, kerfisfræðingi,
árið 1973 en þau skildu 1993.
Börn þeirra eru Sólveig, f. 1976,
gift Herði Steinari Sigurjóns-
syni og eru dætur þeirra Sóley
Birta, Ásdís Guðfinna og Hrafn-
hildur Sara. Marteinn, f. 1979,
kvæntur Sigurlínu Valgerði
Ingvarsdóttur og eru dætur
þeirra Emma og
Matthildur. Stefán,
f. 1982, kvæntur Jo-
hönnu Pauliinu
Sjöman og eru syn-
ir þeirra Jónas Erik
og Emil Snorri.
Þórhildur fór
ung á vinnumark-
aðinn. Hún starfaði
við umönnun barna
og fatlaðra og
sinnti verslunar-
störfum. Starfaði eitt ár á hót-
elum í Danmörku og síðar flutti
hún til Svíþjóðar í tvö ár með
fjölskyldu sinni. Hún var heima-
vinnandi að mestu meðan börn
hennar voru að alast upp en fór
aftur á vinnumarkaðinn þegar
þau voru komin á unglingsár.
Þá starfaði hún í nokkur ár hjá
póstþjónustunni og síðar við
sölumennsku. Þórhildur átti við
heilsuleysi að stríða síðustu
árin.
Útför hennar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 30.
nóvember 2017, klukkan 13.
Mamma okkar var stór per-
sónuleiki og hafði sterkar skoð-
anir á mönnum og málefnum.
Hún hafði unun af tónlist og
bókmenntum og fylgdist vel
með í þjóðmálaumræðunni. Hún
var gífurlega sjálfstæð kona
sem kom þremur börnum til
manns.
Þegar við vorum krakkar tók
hún virkan þátt í áhugamálum
okkar á meðan hún vann fulla
dagvinnu auk kvöldvinnu. Hún
keypti alltaf inn með allan
mánuðinn í huga og matreiddi
fjölbreytta, holla og girnilega
rétti fyrir hratt vaxandi krakka.
Hún hafði gaman af barna-
börnunum sínum, las með þeim
og spjallaði, borðaði ís og blés
upp blöðrur. Á seinni árum tók
hún við að hekla alls kyns fígúr-
ur og klæðnað fyrir okkur börn-
in og barnabörnin.
Ein af hennar uppáhalds-
stundum, sem því miður gerð-
ust sjaldnar hin síðari ár, var
þegar við dönsuðum saman
kringum jólatréð og allir tóku
þátt í því saman sem gerðist
alltaf á Þorláksmessu þar sem
mamma bar fram sína víðfrægu
Herjarökássu og sagði okkur
söguna af því hvernig hún varð
til fyrir tilviljun í sumarbú-
staðaferð í Svíþjóð þegar
mamma og pabbi bjuggu í Upp-
sölum á níunda áratugnum og
mamma var formaður Íslend-
ingafélagsins. Það fannst henni
skemmtilegt og hún sagði
margar sögur frá þeirri dvöl.
Það verða ekki fleiri Herjarö-
kássur á Þorláksmessu.
Hvíl í friði, elsku mamma,
Sólveig, Marteinn og Stefán.
Elsku amma.
Söknuðurinn er mikill. Við
eigum margar góðar minningar
saman. Ein eftirminnilegasta
minningin er þegar ég var yngri
og gisti hjá þér, við fengum
okkur döðlur, Fig rolls eða
súkkulaðikex með ísköldu
mjólkurglasi uppi í rúmi saman
á morgnana, þar spjölluðum við
og lásum saman bækur fram að
hádegi. Ísbíltúrarnir voru alltaf
þeir bestu, þú leyfðir manni að
fá það sem maður vildi og svo
fékkst þú þér alltaf bara lítinn
smábarnaís.
Besti dagur ársins var Þor-
láksmessa, þá borðuðum við
saman öll fjölskyldan um kvöld-
ið og síðan gisti ég alltaf hjá
þér og við fengum okkar jóla-
tíma saman bara tvær.
Ávallt verður þú fyrir mér
glaða, ákveðna og fallega amma
mín.
Ég kveð þig, amma, með
söknuð í hjarta, ávallt mun ég
elska þig til tunglsins og til
baka.
Kveðja,
Sóley Birta.
Þórhildur Lilja
Þorkelsdóttir