Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hljómsveitin Grafík kemur saman á ný í kvöld og fagnar því með tón- leikum í Bæjarbíói í Hafnarfirði að 30 ár eru nú liðin frá því hljómplata sveitarinnar Leyndarmál kom út. Á morgun heldur hljómsveitin svo norður til Akureyrar og heldur tón- leika á Græna hattinum. Grafík naut mikilla vinsælda á sínum tíma, á níunda áratugnum, og hlaut fyrrnefnd breiðskífa afar góð- ar viðtökur og nutu einkum tvö lög af henni mikilla vinsælda, „Presley“ og „Prinsessan“. Platan kom út 5. nóvember 1987 en upptökur á henni hófust rúmu ári fyrr, í október 1986. Höfðu þá orðið þær mannabreyt- ingar í sveitinni að Andrea Gylfa- dóttir tók við hljóðnemanum af Helga Björns sem fram að því hafði verið söngvari hljómsveitarinnar. Auk Andreu skipuðu hljómsveitina Baldvin Sigurðsson bassaleikari, Hjörtur Howser hljómborðsleikari, Rafn Jónsson trommuleikari og Rúnar Þórisson gítarleikari og kom Grafík síðast fram með þessari skip- an um áramótin 1987-88, á áramóta- dansleik á Hótel Íslandi. Þessi hóp- ur snýr nú aftur að Rafni undan- skildum þar sem hann lést árið 2004 og mun sonur hans, Egill Örn Rafnsson, leika á trommur. Gleði og löngun „Í fyrsta lagi er bara gaman að koma saman og spila,“ segir Rúnar, spurður að því hvers vegna Grafík sé að halda upp á útgáfuafmæli þessarar tilteknu plötu. „Þetta fólk er allt búið að vera í öðrum verk- efnum undanfarin ár og önnum kafið og þá er gjarnan gripið til einhverra svona tímamóta. Það getur verið ákveðinn hvati í því að halda upp á eitthvað og þarna er 30 ára afmæli þessarar plötu. Hvatinn er sér- staklega sá að okkur langar gíf- urlega mikið að spila hana eftir öll þessi ár.“ Rúnar segir meginþorra laganna á plötunni ekki hafa verið spilaðan í 30 ár þó „Presley“ og „Prinsessan“ hafi verið flutt af og til. „Platan í heild sinni hefur ekki verið spiluð síðan á útgáfutónleikunum árið 1987 í Holly- wood,“ segir hann og að því fylgi mikil gleði fyrir hljómsveitarmeðlimi að koma saman á ný og flytja þessi lög. Leyndarmál hafi á sínum tíma fengið afar góð viðbrögð hjá almenn- ingi sem og gagnrýnendum. Óperukenndur söngur í rokkið Platan var sú fyrsta og eina sem Andrea gerði með Grafík og vakti hún mikla athygli á söngkonunni. Rúnar segir að tónlistin hafi eitthvað breyst hjá Grafík þegar Andrea gekk til liðs við hljómsveitina og söngurinn auðvitað heilmikið. Andrea var nýút- skrifuð úr Söngskólanum í Reykja- vík og segir Rúnar að innlimun henn- ar í sveitina hafi bæði verið stórt skref fyrir Grafík og Andreu sjálfa. „Við tókum líka áhættu með því að fá svona óperukenndan söng í rokkið,“ segir Rúnar en viðbrögð hlustenda sýndu að sú áhætta margborgaði sig. En hljómsveit heldur varla upp á útgáfuafmæli plötu án þess að þykja platan frábær, eða hvað? Rúnar hlær, hugsar aðeins málið og segir svo: „Öllum þykja sín börn fögur og góð … en við vorum bara mjög sátt við þessa plötu þegar hún kom út á sínum tíma og hún er kannski hvað heilsteyptust af okkar plötum.“ Rúnar segir að platan verði leikin í heild sinni á tónleikunum fyrir sunn- an og norðan og útilokar ekki að fleiri tónleikar verði haldnir ef sóst verði eftir þeim. Þrjátíu ára Leyndarmál Þá Hljómsveitin Grafík fyrir 30 árum þegar Andrea Gylfadóttir var nýgengin til liðs við hana. Nú Grafík árið 2017, frá vinstri Hjörtur, Andrea, Egill sonur Rafns, Baldvin og Rúnar. Leyndarmál Umslag plötunnar góðu.  Hljómsveitin Grafík kemur saman á ný eftir afar langt hlé og heldur upp á útgáfuafmæli plötunnar Leyndarmál SAVÍST, samtök atvinnuveitenda í sviðslistum, sendi í gær frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Stjórnendur þeirra menning- arstofnana sem eiga aðild að samtökunum munu bregðast við stöðunni sem uppi er varð- andi áreitni, of- beldi og hvers konar misbeit- ingu valds í menningargeir- anum og láta gera sameig- inlega faglega úttekt á stöð- unni sem verður fylgt eftir með markvissum hætti í samráði við hlutaðeigandi fag- félög. Við tökum þá ábyrgð mjög al- varlega að skapa starfsfólki í menningarstofnunum öruggt starfsumhverfi og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að svo verði.“ Að yfirlýsing- unni standa Ari Matthíasson þjóðleikhús- stjóri, Arna Kristín Einars- dóttir, fram- kvæmdastjóri Sinfóníu- hljómsveitar Íslands, Erna Ómarsdóttir, listdansstjóri Íslenska dans- flokksins, Krist- ín Eysteins- dóttir borgar- leikhússtjóri, Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri, Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri og Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Menningar- félags Akureyrar og Leikfélags Akureyrar. Kristín er formaður SAVÍST og sendi yfirlýsinguna fyrir hönd samtakanna. Gera sameiginlega úttekt á stöðunni Ari Matthíasson Erna Ómarsdóttir Steinunn Birna Ragnarsdóttir  SAVÍST taka á kynferðislegri áreitni Kristín Eysteinsdóttir Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | gardsapotek.is | appotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Einkarekið apótek Nú einnig netapótek: Appotek.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.