Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 84
FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 334. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 581 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR. 1. Æskuvinkona Meghan… 2. Tók eitur í réttarsalnum 3. Töluverð uppstokkun… 4. Björgólfur tjáir sig um símtalið »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ingibjörg Fríða Helgadóttir söng- kona og Daníel Helgason gítarleikari flytja dægurlög á hádegistónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 12. Þau munu flytja eigin útsetningar fyrir söng og rafgítar á lögum frá sjö- unda áratugnum. Tónleikarnir eru hluti af hádegistónleikaröðinni Á ljúf- um nótum. Flytja dægurlög frá sjöunda áratugnum  Bandaríska tón- skáldið og hljóð- færaleikarinn Stephen Dorocke heldur spuna- tónleika í Mengi í kvöld kl. 21. Með honum koma fram píanóleikarinn Paul Lydon, Berg- lind María Tómasdóttir flautuleikari, sellóleikarinn Katinka Kleijn og bassaleikarinn Julian F. Thayer. Húsið verður opnað klukkan 20.30. Spunatónleikar Dorocke í Mengi  GlerAkur fagnar útgáfu fyrstu breið- skífu sinnar, The Mountains Are Beautiful Now, með tónleikum á Húrra í kvöld kl. 20. Einnig kemur fram hljómsveitin World Nar- cosis sem sendi frá sér plötu á árinu. GlerAkur er tónlist- arverkefni Elvars Geirs Sævars- sonar sem starfar sem hljóðhönn- uður við Þjóð- leikhúsið. GlerAkur og World Narcosis á Húrra Á föstudag Suðvestanátt, víða 10-15 m/s og rigning eða súld, en úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 3 til 8 stig. Á laugardag Suðvestan 10-18 og lítilsháttar skúrir eða él. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 8-18 m/s í dag, hvassast á Norð- vesturlandi. Súld eða rigning, en úrkomulítið á austanverðu land- inu. Hiti yfirleitt 3 til 8 stig. VEÐUR Þór Þorlákshöfn hefur ekki byrjað leiktíðina sem skyldi í Dominos-deild karla í körfubolta. Eftir að hafa orðið silfurlið bik- arkeppninnar síðustu tvö ár, og átt sæti í úr- slitakeppninni á hverju tímabili síðan árið 2012, er Þór nú í fallsæti með fjögur stig eftir átta leiki. Ítarlega er fjallað um lið Þórs í opnu íþróttablaðs- ins. »2-3 Þórsarar hafa ekki byrjað vel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður ein níu kylfinga sem verja munu heið- ur Evrópu í fjögurra liða keppni í Jap- an sem hefst á miðnætti í kvöld að ís- lenskum tíma. Keppnin kallast The Queens sem líklega er heppilegast að þýða Drottningamótið í þessu sam- hengi. Ítarleg frétta- skýring um þetta lokamót ársins hjá Ólafíu er á forsíðu íþróttablaðsins. »1 Ólafía byrjar á Drottn- ingamótinu í kvöld Sam Allardyce var í gær ráðinn knatt- spyrnustjóri Everton, liðs Gylfa Þórs Sigurðssonar. Morgunblaðið hafði sam- band við formann KSÍ, Guðna Bergs- son, en Guðni var fyrirliði Bolton þegar Allardyce stjórnaði liðinu. Spurður um hvernig honum litist á ráðninguna fyrir hönd Gylfa sagðist Guðni ekki eiga von á öðru en Allardyce mundi reynast Everton góður stjórnandi. » 1 Sam mun reynast Ever- ton góður stjórnandi ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Það er mikill heiður fyrir mig að hafa fengið þessar viðurkenningar. Ég vona innilega að fleiri kennarar muni fylgja í kjölfarið til að færa skólastarfið inn í framtíðina,“ segir Ingvi Hrannar Ómarsson, kennslu- ráðgjafi í upplýsingatækni og skólaþróun í Sveitarfélaginu Skaga- firði og Árskóla á Sauðárkróki, en hann fékk nýverið viðurkenningar frá tölvurisunum Google og Apple sem kennari og frumkvöðull á sviði upplýsingatækninnar. Er hann fyrstur Íslendinga til að fá slíkan heiður. Ingvi hefur sérhæft sig í aðstoð og fræðslu fyrir kennara sem vilja nýta sér nýjustu upplýsingatækni í kennslustofunni. Auk starfsins í Skagafirði hefur hann flutt fyrir- lestra og haldið námskeið fyrir kennara víða um heim. Þá hefur hann haldið utan um ráðstefnuna UTís sem haldin hefur verið árlega síðustu þrjú ár á Sauðárkróki. Þar hafa kennarar af öllu landinu komið saman til að fræðast um það nýjasta sem er að gerast á þessu sviði á hverjum tíma. Skapandi lausnir Ingvi segir þetta æðstu viður- kenningar sem Apple og Google veiti kennurum. Það séu heldur ekki margir sem hafi náð báðum þessum áföngum. Hjá Apple nefnist viður- kenningin á frummálinu „Apple Distinguished Educators“, skamm- stafað ADE, en hjá Google er það „Google for Education Certified Innovator“. Ingvi hafði gengið í gegnum þrjú stig hjá Google þegar hann fékk póst í sumar um að hann hefði verið val- inn í æðsta hóp kennara og frum- kvöðla á sviði menntunar. Hafði Google þá mælt með honum áfram og boðið til sérstakrar vinnustofu í Svíþjóð í október sl. „Þar lærði ég meira um skapandi lausnir verkefna, ræddi um menntamál og kynntist hinum 35 sem valdir voru ásamt þjálfurum og starfsfólki Google,“ segir hann. Aðgangur að kennurum um allan heim Fyrr í sumar var Ingvi svo í viku í vinnustofu Apple í London ásamt 50 öðrum kennurum víðs vegar að úr heiminum sem fengið höfðu ADE- viðurkenningu, en hún er veitt ann- að hvert ár. „Þetta gefur okkur góðan aðgang að kennurum um allan heim, sem eru að fást við svipaða hluti. Það myndast tengslanet sem nýtist okk- ur öllum. Með því að hafa fengið báð- ar þessar viðurkenningar gefst mér færi á að fókusa bæði á nám og kennslu og nota þá tækni sem Apple og Google bjóða upp á. Einnig kemst ég nær þeim sem eru að þróa forrit og annan búnað og við getum skipst á upplýsingum og reynslusögum,“ segir Ingvi, en í hvorum hópi fyrir sig eru 1.500 til 2.000 manns um all- an heim. Hann leggur áherslu á að þetta snúist ekki eingöngu um að nota tæki eins og spjaldtölvur, síma og borðtölvur heldur ekki síður hvernig eigi að gera það, hvað henti hverjum o.s.frv. „Þetta snýst aðallega um að bestu kennararnir deili bestu lausnunum og hafi engin leyndarmál sem þeir vilja halda fyrir sig. Menntakerfið hefur of mikið gengið út á sam- keppni í stað samvinnu,“ segir Ingvi og tekur samræmdu prófin sem dæmi sem geti hindrað samvinnu í skóla. „Með meiri samvinnu náum við betri árangri, bæði kennarar og nemendur. Við þurfum einnig að læra af öðrum þjóðum, ekki bara að tala saman á kaffistofunni.“ Þörf fyrir meiri samvinnu  Kennari fær viðurkenningu frá Google og Apple Google Ingvi Hrannar Ómarsson tók þátt í vinnustofu hjá Google í Svíþjóð á dögunum ásamt fleiri kennurum. Apple Ingvi Hrannar með viður- kenningarskjalið frá Apple.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.