Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 63
DÆGRADVÖL 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 mánudaginn og þriðjudaginn 4. og 5. desember, kl. 18 Jólauppboð í Gallerí Fold Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is fimmtudag kl. 10–18, föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–16, sunnudag kl. 12–16, mánudag kl. 10–17 og þriðjudag 10–17 Þórarinn B.Þorláksson Listmunauppboð nr. 108 Forsýning á verkunum fimmtudag til þriðjudags Þórarinn B.ÞorlákssonLo ui sa M at th ía sd ót tir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ekki láta það á þig fá þótt yfirmenn og foreldrar séu að gera út af við þig um þessar mundir. Og ekki er allt raunverulegt þess virði að sjá það. 20. apríl - 20. maí  Naut Skipulagning er ekki val, hún er nauð- syn. Ef enginn getur hlaupið undir bagga með þér verður þú að gefa einhver verk upp á bátinn. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú gætir lent í óþægilegri aðstöðu á vinnustað þegar þú þarft að velja á milli ólíkra afla sem í gangi eru. Hvers konar við- gerðarvinna á heimilinu liggur sérlega vel fyrir þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er margur leyndardómurinn sem manninn langar til að finna. Meðtaktu mistök þín og reyndu að gangast við mis- fellunum. Dagurinn í dag er ekki góður til þess að versla. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það þarf mikið til þess að líta fram hjá göllum annarra og leyfa þeim að hafa sitt fram. Vertu því sanngjarn og réttsýnn. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Stundum finnur maður ekki fyrir að deila með einhverjum – eins og að deila kastljósinu með skapandi vini. Einhverjar breytingar standa fyrir dyrum hjá þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það ætti að verða mikið peningaflæði hjá þér næsta mánuðinn. Dugnaður þinn gerir þér kleift að koma einstaklega miklu í verk. Farðu langt og víða. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Framkoma þín skapar yfirvegað andrúmsloft, jafnvel þótt þér líði ekki þann- ig. Vilji er allt sem þarf og hálfnað er verk, þá hafið er. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Einhver er að krefjast skuld- bindingar frá þér, sem þú ert ekki reiðubú- inn fyrir. Vertu opinn fyrir nýjum við- skiptavinum og leiðum til að auka fjölbreytni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú sérð ekki fram úr verkefnum og veist ekki þitt rjúkandi ráð. Stjörnurnar segja að þú hafir tækifæri til að vera klikk- aður. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Áhyggjur þínar af komandi verk- efni eru ekki þær einu. Gættu þess bara að það sé jafnvægi á milli vinnunnar og einka- lífsins. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þrá getur fengið hvatvísina til að ráða för – og hún er ekki alltaf sú klárasta. Haltu stjórn og skipuleggðu tíma þinn. ÁBoðnarmiði á sunnudag segirMagnús Halldórsson frá því, að í nýrri rannsókn sem birt var í læknablaði, kemur fram að heilsu- ávinningur af kaffidrykkju sé meiri en skaðsemi hennar: Varla hygg ég þrjóti þrek, þann við siðinn holla. Samt út meira sjaldan tek, en sautján stóra bolla. Sumblið ákaft sé fram á, síst mun undan halla, ávinningur orðinn sá, andast get ég valla. Þetta minnir mig á að í Mennta- skólanum á Akureyri fórum við Ari Jósefsson oft með þessa vísu, sem sennilega hefur verið samsull okk- ar beggja, – etv. ort í kirkjutröpp- unum á leið niður á KEA: Lútkaffi, lögurinn besti, lífskraftur í þér býr: Kynóra kæfir og lesti, Kínalífseleksír! Á mánudaginn skrifaði Skagfirð- ingurinn Jón Gissurarson á Boðnar- miði að nú væri þar stillt veður og stjörnubjart. – „All nokkur snjór er á jörð en þó ekki verulega mikill. Ég kannaði færið fyrir snjósleðann í dag og er það alveg þokkalegt. Ég ók fram á Víðimýrardal og vestur í mitt Hrómundarskarð. Þegar kom inn í mitt skarðið var snjór svo lítill að ófært var fyrir sleðann. Ég fór síðan á bíl mínum niður í Varmahlíð og þegar ég kom heim nú á tíunda tímanum í kvöld sýndi veðurmæl- irinn á Vatnsskarðinu átta gráðu frost.“ Færist jörð í freraskart, funa góðum rúin, þó er stillt og stjörnubjart, storma tíðin búin. Gangan ekki gerist treg, góða tel það kosti. Arka ég minn æviveg í átta gráðu frosti. Davíð Hjálmar Haraldsson segist löngum hafa dáð þá sem geta ort dýrt, einkum þá sem yrkja með inn- rími. Hér er tilraun til innríms. Áfram mun snjóa allt í kring, enn fyllir skó á heiðum. Hámundur dó úr hlaupasting. Hann var á tóuveiðum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af kaffidrykkju, frera- skarti og tóuveiðum „VIÐ FÓRUM Á EITT STEFNUMÓT EN ÞAÐ VAR OF MIKIÐ, HANN FÆRIR ÞÉR EKKI NEITT, HANN KAFFÆRIR ÞIG.“ „PASSAÐU AÐ ÞESSI FARI EKKI FYRR EN HANN ER BÚINN AÐ BORGA REIKNINGINN.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann hringir kl. 3 bara til þess að fara með ljóðið sem hann samdi um þig! Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞÍN LÖNGU GLATAÐA ÁST ÉG TRÚI ÞÉR EKKI! HVER FER ÞAR? SOKKABRÚÐUR TALA EKKI! HVÍ EKKI? EN LÍTIÐ BEIKONBEÐ GÆTI VERIÐ GOTT HEFURÐU ÍHUGAÐ AÐ RÆKTA ÞITT EIGIÐ GRÆNMETI? NEI, HANN HEFUR ÞAÐ EKKI UU, NEI Víkverji yngri hefur eytt síðustumánuðum sínum á leikskól- anum. Faðir hans, sem hér heldur á penna, getur ekki endilega sagt að hann sé ánægður með þá tilhögun mála. Ekki vegna þess að illa sé séð um einkasoninn á leikskólanum, heldur miklu frekar vegna þess að ástandið þar minnir miklu frekar á sjúkrahús á miðöldum heldur en stað þar sem börn stíga sín fyrstu skref í skólakerfinu. x x x Víkverji dregur þessa ályktunraunar bara af tvennu. Í fyrsta lagi nefnir hann það að erfinginn hafði aldrei verið veikur á ævi sinni áður en hann fór á leikskóla. Það breyttist hins vegar á innan við sól- arhring. Hvernig svona lítið nef get- ur búið til svona mikið hor er gjör- samlega ofar skilningi Víkverja. x x x Hin ástæðan fyrir því að Víkverjilíkir leikskólanum við sjúkrahús á miðöldum eru tölvupóstarnir sem hann fór að fá frá stjórnendum skól- ans um leið og sá stutti hóf þar sitt leiknám. Öll byrja bréfin eins: „Njálgur hefur komið upp“, eða „Lús hefur komið upp“. Allt virðist geta „komið upp“ í þessum ágætu leikskólum. x x x Bréfunum lýkur síðan öllum ásama veg, þar sem foreldrar eru beðnir um að vera vel á verði heima hjá sér, þar sem „þetta er bráðsmit- andi“. Víkverja finnst þetta nokkuð kyndugt, hvernig einn lítill leikskóli virðist geta verið gróðrarstía fyrir alla þessa sjúkdóma, forna sem nýja, og þá líka að allir eru þeir jafn „bráðsmitandi“. x x x Víkverji vonar þó að þessum eilífuveikindum sonarins fari að ljúka, að hluta til vegna þess að hin króníska kvefpest stráksins hefur einmitt tekið stökkið upp í „þann gamla“ og valdið þar usla í lengri tíma. Víkverji getur þó ekki kvartað mikið, það var búið að vara hann við að þetta væri nú allt bráðsmitandi. vikverji@mbl.is Víkverji Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.“ (Sálm 16:1-2) Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.