Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur
Háskóla Íslands hefur unnið þrí-
víddarmyndir af sigkötlunum í Bárð-
arbungu og Öræfajökli, sem byggðar
eru á ljósmyndum Ragnars Axelsson-
ar, RAX, ljósmyndara á Morgun-
blaðinu. Út frá þessum myndum hef-
ur dýpi katlanna verið mælt og sýna
þær mælingar að í syðri katlinum í
Bárðarbungu séu um 100 metrar nið-
ur á vatn. Til samanburðar þá er Hall-
grímskirkja tæpir 75 metrar á hæð.
Ketillinn í Öræfajökli er talinn hafa
verið 22 metrar á dýpt, þegar Ragnar
flaug þar yfir 19. nóvember sl.
Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við
HÍ, segir gervitunglamyndir vera
nýttar á margvíslegan hátt við rann-
sóknir og eftirlit með náttúruvá. Stöð-
ugt sé verið að þróa nýjar aðferðir við
að greina umfang og eðli breytinga á
landi. Þokkalega nákvæmar myndir
fáist nokkrum sinnum í viku, og með
þeim megi fylgjast með stærri breyt-
ingum á landi. Eldfjallafræði og nátt-
úruvárhópur HÍ hefur einnig notað
flygildi, eða dróna, til að kortleggja
smærri svæði og útbúa nákvæm þrí-
víddar- og hæðarlíkön. Ingibjörg seg-
ir myndir, teknar af sama fyrirbæri
úr mismunandi hæð og frá ýmsum
sjónarhornum, einkum nýtast í þessi
verkefni.
„Þegar Morgunblaðið birti stór-
fenglegar myndir RAX af Öræfajökli
á dögunum, vaknaði sú hugmynd að
útbúa mætti nákvæmt líkan af katl-
inum með sömu aðferðum, út frá
myndum RAX. Í stuttu máli sagt
tókst samstarfsverkefnið vel, gæði
myndanna eru mikil og sýna yfirborð
og sprungur í jöklinum,“ segir Ingi-
björg. Katlarnir gefa vísbendingu um
virkni jarðhitasvæða undir jöklum, og
Ingibjörg segir því brýnt að fylgjast
grannt með þeim. Næstu skref felast í
því að gera frekari tilraunir við kvörð-
un myndanna, t.d. með kortlagningu
þekktra fyrirbæra. Þetta er alla vega
skemmtilegt dæmi um farsælt sam-
starf þvert á starfsgreinar,“ segir
Ingibjörg ennfremur.
Mæla út sigkatla í þrívídd
Vísindamenn við HÍ styðjast við ljósmyndir RAX við mælingar á kötlum í Bárðarbungu og Öræfajökli
Vatnajökull Ragnar Axelsson flaug yfir Bárðarbungu í vikunni og hér sjást sigkatlarnir mjög vel. Vísindamenn mældu ketilinn nær í bak og fyrir. Í bakgrunni má sjá Hágöngur.
Tölvuteikningar/elfjallafræði- og náttúruvárhópur HÍ
Bárðarbunga Syðri sigketillinn í Bárðarbungu í þrívídd. Mælingar vísinda-
manna benda til að hann sé þarna um 100 metra djúpur niður á vatn.
Öræfajökull Hér er þrívíddarmynd af Öræfajökli, byggð á ljósmynd RAX
frá 19. nóvember. sl. Sigketillinn er talinn hafa verið 22 metra djúpur.
Morgunblaðið/RAX
CARAT Haukur gullsmiður | Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is
Skoðið glæsilegt úrval á carat.is
Sendum frítt um allt land
Ekkert jólastress
Hjá okkur er opið allan sólarhringinn
á www.carat.is
HÁLSMEN – ARMBÖND – HRINGIR – EYRNALOKKAR