Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 Ljósin tendruð á Hamborgartrénu. Miðbakki, Reykjavíkurhöfn Ljósin á Hamborgartrénu verða tendruð kl. 17:00 laugardaginn 2. desember en tréð er staðsett á Miðbakka Reykjavíkurhafnar. Það eru góðir vinir frá Hamborg sem senda jólatréð til Reykja- víkurhafnar. Þessi hefð hefur verið milli aðila allt frá árinu 1965. Við athöfnina munu fulltrúar frá Hamborg flytja stutt ávarp um leið og þeir afhenda gjöfina. Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður Faxaflóahafna sf., þakkar fyrir jólatréð fyrir hönd Faxaflóahafna. Herbert Beck sendiherra Þýskalands á Íslandi, ávarpar gesti við tréð ásamt Dr. Sverrir Schopka, fulltrúa Þýsk-Íslenska félagsins í Þýskalandi. Að athöfn lokinni er gestum boðið í heitt súkkulaði og viðeigandi bakkelsi í Hafnarhúsinu. Félagar úr Lúðrasveit Hafnarfjarðar leika jólalög. Þessi fallegi siður, að senda jólatré til Reykjavíkurhafnar, er tileinkaður íslenskum togarasjómönnum sem sigldu á Hamborg með fisk strax eftir seinni heimstyrjöldina. Þess er sérstaklega minnst að sjómennirnir gáfu svöngu og ráðlausu fólki á hafnar- svæðinu fiskisúpu á meðan verið var að landa úr togaranum. Á hverju ári síðan árið 1965 hefur Eimskipafélag Íslands flutt tréð endurgjaldslaust til Reykjavikur og í ár eru það Íslandsvina- félögin í Hamborg og Köln sem styrkja þetta framtak. Faxaflóa- hafnir ásamt Þýsk-Íslenska Viðskiptaráðinu hafa staðið fyrir skipulagningu að móttöku trésins. Anleuchten des Weihnachtsbaumes aus Hamburg amMiðbakki, Reykjavik-Hafen Am Samstag, den 02. Dezember 2017, um 17:00 Uhr wird pünktlich zur Weihnachtszeit der Weihnachtsbaum aus Hamburg in Reykjavík angeleuchtet. Der Baum ist ein Zeichen der Dank- barkeit für die Hilfspakete isländischer Seeleute an bedürftige Menschen in Hamburg nach dem Zweiten Weltkrieg. Der erste Baum kam 1965! Sprecher der Delegation aus Hamburg werden eine kurze An- sprache halten, während sie die Tanne offiziell übergeben. Kristín Soffía Jónsdóttir , Vorsitzender der Faxaflóahäfen wird sich im Auftrag des Hafens für die Tanne bedanken. Daraufhin folgt eine kurze Ansprache von Herbert Beck, deutscher Botschafter in Island, begleitet von Sverrir Schopka, Sprecher der Deutsch- Isländischen Gesellschaft in Deutschland. Im Anschluß werden die Gäste zu heißer Schokolade und Gebäck ins Hafenhaus eingeladen. Mitglieder der Hafnarfjörður-Blaskapelle spielen Weihnachtslieder. Seit 1965 hat Eimskip den Transport der Tanne jedes Jahr ge- sponsort und dieses Jahr hat ebenfalls Gesellschaft der Freunde Islands, Hamburg, und Deutsch-Isländische Gesellschaft, Köln, dieses Unterfangen unterstützt. Die Faxaflóahäfen und die Deutsch-Isländische Handelskammer haben den Transport und den Empfang der Tanne organisiert. Ég hef í þremur stuttum pistlum bent á nokkur atriði, séð með gests auga, sem mér finnst að betur mættu fara á Íslandi. Hvort nokkur, af þeim stjórnmálaleiðtogum sem nú eiga að taka við stjórn á Íslandi, muni lesa skrif mín eða taka tillit til þeirra er ekki mitt mál, en ég elska þetta land og þessa þjóð. Það sem einkennir Íslendinga öðru fremur er frumkvæði. Þessi kraftur til að skapa eitthvað nýtt. Það á við um öll okkar listrænu störf sem eru með ólíkindum, ár- angur okkar í íþróttum sem er ein- stakur og árangur á sviðum at- vinnu af alls kyns tagi. Að horfa á Ísland úr fjarlægð gefur aðra sýn en að vera beinn þátttakandi í þjóð- félaginu og maður fyllist aðdáun og undrun. Að þjóðin eigi listamenn eins og Erró, Kristján Guðmundsson, Hrein Friðfinnsson o.fl., o.fl. á sviði myndlistar. Menn eins og Baltasar og aðra sem gera myndir á borð við „Undir trénu“ á sviði kvikmynda, menn eins og Jón Kalman, Hall- grím Helgason, Auði Jónsdóttur, Stefán Mána, Arnald Indr- iðason, sem skrifa bækur sem seljast í hundraða þúsunda upplagi í landi bók- menntanna, Frakk- landi, að eiga fótbolta- lið bæði karla og kvenna sem eru í fremstu röð auk fimleikafólks og íþróttamanna á öðrum sviðum. Þetta er ævintýri líkast. Þó að við eigum engan Steve Jobs eða Elon Musk eru íslenskir tölvunördar að gera stóra hluti á heimsvísu og það er alveg ótrúlegt þegar við munum eftir að Íslend- ingar eru álíka fjölmennir og næsta borg við mig, Aix-en-Provence. Tónlistarmenn okkar eru einnig með ólíkindum. Að við skulum eiga heimslistamann eins og Björk er kraftaverk og Víkingur Heiðar Ólafsson er kannski enn meira kraftaverk sem þessari þjóð hefur verið gefið af örlæti sínu. Einnig Kristin Sigmundsson, Kristján Jó- hannsson, Gunnar Kvaran, Einar Jóhannesson, Guðnýju Guðmunds- dóttur og Jónas Ingimundarson en sá músíkant hefur frætt þjóðina betur en aðrir um tónmál lífsins. Það mætti lengi telja okkar frá- bæru tónlistarmenn. Þeir eru ein- stakir og skara almennt fram úr starfsbræðrum sínum hér í Frakk- landi. Það er kannski að þakka þessari söngnáttúru Íslendinga en við eigum fleiri kóra en aðrar þjóð- ir og marga þeirra í fremstu röð. Ísland er landið Eftir Ármann Örn Ármannsson Ármann Örn Ármannsson » Það sem einkennir Íslendinga öðru fremur er frumkvæði. Þessi kraftur til að skapa eitthvað nýtt. Höfundur er fyrrv. framkvæmda- stjóri Ármannsfells hf. armann@festival.is nýlega að fullu endurgerður austan megin í firðinum. Þveranir Greinarhöfundar hafa áður skrif- að um firðina við norðanverðan Breiðafjörð (Vegurinn vestur: Hugsum fram veginn, http:// www.visir.is/g/2011709079993). Og nú er enn sótt að fjörðunum með áðurnefndri tillögu í Vatnsfirði og áframhaldandi áformum Vegagerð- arinnar gegn Þorskafirði, Djúpa- firði og Gufufirði. Þveranir fjarða eru mikið inngrip í náttúruna. Áhrif á lífríki er illa hægt að sjá fyrir, jafnvel þótt gert sé ráð fyrir sjávarföllum undir brýr. Sjávarstraumar breytast til dæmis augljóslega og óvíst hvort fullt rennsli undir brýr helst um ókomna tíð. Nægir í þessu sambandi að skoða Borgarfjörðinn þar sem sandrif hlaðast upp beggja vegna brúar. Við áhrif á land og lífríki bætist hin mikla sjónmengun sem þverun fjarða hefur í för með sér. Vestfirð- ir eru einstök náttúruparadís og fegurð náttúrunnar þar er ein af auðlindum Vestfirðinga og allra landsmanna. Ferðamenn koma frá öllum heimshornum, þar sem nátt- úran á undir högg að sækja, til að upplifa þessa náttúru. Þessu ætlar Vegagerðin og fylgismenn hennar að breyta stórlega til hins verra, þvera firðina og setja niður við sjóndeildarhring stórkarlaleg mannvirki – grjótgarða og steypu. Þar með mun náttúruupplifun okk- ar og komandi kynslóða breytast um ókomna tíð. Það dytti engum í hug að gera brýr yfir Gullfoss eða Dettifoss eða þvera Þingvallavatn þó að þar væru bestu vegstæðin. Sem betur fer. Krónur og aurar Ein helstu rök fyrir að fara þver- unarleið er að það sé ódýrari kostur en göng og vegur um botna fjarða. En hvernig er náttúran verðmetin í krónum og aurum? Hver eru verð- mæti þessara einstöku fjarða í dag? Hver verða verðmæti þeirra næstu hundrað árin? Eftir þverun verður ekki svo auðveldlega aftur snúið. Þetta er endanleg og óafturkræf að- gerð. Hefur Vegagerðin gert slíkt verðmat? Vegagerðinni er svo sem nokkur vorkunn því vissulega er snúið að mæla fegurð og sérstakt lífríki í peningum. En þótt ekki sé auðvelt að setja verðmiða á gildi einstakra landsvæða er ljóst að tekjur Íslend- inga af náttúru landsins hafa aukist gríðarlega undanfarin ár og munu að öllum líkindum aukast enn. Og að hverju leita ferðamennirnir, inn- lendir sem erlendir? Fegurð. Nátt- úrufegurð Íslands. Náttúrufegurð Vestfjarða og Breiðafjarðar. Ekki bara fegurð Látrabjargs eða Dynj- anda heldur líka fegurð fjarðanna, fjaranna og heiðanna. Góður vegur um botna fjarðanna er virðisauki fyrir alla Vestfirðinga á meðan þveranir gjaldfella Vestfirði sem ferðamannastað og draga úr vaxtar- möguleikum í þeirri grein sem í dag er stærsti og verðmætasti atvinnu- vegur þjóðarinnar. Góður vegur er nauðsyn Góður vegur um firðina er að sönnu mikilvægur, sérstaklega fyrir íbúa Vesturbyggðar. Hins vegar þarf að leggja veginn í samræmi við þá náttúru og landshætti sem hann fer um. Að fórna mikilvægri nátt- úru Breiðafjarðar til þess eins að stytta veginn um einhverja kíló- metra eða spara kostnað við gerð ganga er mikil skammsýni. Sömu- leiðis er algerlega óraunhæft að um þrönga firði með litlu undirlendi sé alls staðar hægt að keyra á 90 km hraða. Það er mikil einföldun og engum rökum stutt að byggð á Vestfjörð- um standi og falli með þverunar- vegi. Velgengni byggða er háð ótal mismunandi þáttum eins og at- vinnuástandi, skólamálum, heilsu- gæslu og flugsamgöngum svo eitt- hvað sé nefnt. Alla þessa þætti má styðja við sérstaklega, sé fyrir því vilji í landinu. Hernaðurinn gegn fjörðunum Titill þessarar greinar skírskotar í fræga grein Halldórs Laxness frá árinu 1970. Þar kvað við nýjan tón til varnar náttúru Íslands. Síðan þá hefur of mikið vatn runnið til sjávar úr manngerðum uppistöðulónum og framræsluskurðum á Íslandi. Stöldrum nú við og hugsum fram veginn. Leggjum góða vegi í botn- um fjarðanna og gerum göng í gegnum farartálma. Við eigum ekki landið heldur höfum við tekið okkur tímabundinn nýtingarrétt. Þessum rétti fylgir sú ábyrgð að skila land- inu með sómasamlegum hætti til komandi kynslóða. Hernaðinum gegn fjörðunum verður að linna. » Ferðamenn koma frá öllum heimshornum, þar sem náttúran á undir högg að sækja, til að upplifa þessa nátt- úru. Þessu ætlar Vega- gerðin og fylgismenn hennar að breyta stór- lega til hins verra, þvera firðina og setja niður við sjóndeildarhring stór- karlaleg mannvirki – grjótgarða og steypu. Höfundar eru læknar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.