Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Reykjavíkurborg hefur á undan- förnum árum unnið markvisst að þéttingu byggðar í grónum hverfum borgarinnar. Nú er röðin komin að Breiðholtshverfi. Borgarráð hefur samþykkt tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra þess efnis að skrifstofu eigna og at- vinnuþróunar Reykjavíkurborgar verði falið að annast viðræður og samningsgerð við eigendur fast- eigna að Arnarbakka 2-6 og að Völvufelli 11-21 í Breiðholti. Mark- miðið er að flýta fyrir uppbyggingu og endurnýjun á þessum svæðum. Skrifstofa eigna og atvinnuþróun- ar mun annaðhvort semja um hlut- deild í skiptingu virðisaukningar, sem verður til vegna mögulegrar aukinnar uppbyggingar, eða taka þátt í kaupum á eignum. Náist samningar er stefnt að því að hefja skipulagsbreytingar á lóðunum í kjölfarið. Í greinargerð með tillögunni segir að í hverfaskipulagi sem er í vinnslu fyrir Breiðholt komi fram hug- myndir að auknum byggingarheim- ildum á þessum lóðum og mögulegri breyttri notkun. Á þessum svæðum sé eignarhald á hendi margra. Frumkvæði Reykjavíkurborgar að samningaviðræðum og breytingum á deiliskipulagi gæti leitt til hraðari uppbyggingar á þessum svæðum, betri nýtingu og bættri ásýnd. Að sögn Hrólfs Jónssonar, skrif- stofustjóra skrifstofu eigna og at- vinnuþróunar, liggur ekki fyrir á þessu stigi hversu mikil uppbygging getur orðið á hvorum stað fyrir sig. „Hugmynd okkar að verklagi í þessu er að boða eigendur fast- eignanna á fund og reyna að ná sam- komulagi um skiptingu á auknu byggingarmagni á grundvelli hlut- falls eignar hvers og eins. Og jafn- framt hvernig staðið verður að upp- byggingunni. Best er að gera það áður en farið er að skipuleggja. Þeg- ar og ef slíkt samkomulag næst þá er unnið deiliskipulag,“ segir Hrólf- ur. Hann segir að á báðum reitunum sjái menn uppbyggingarmöguleika fyrir íbúðir. „Við teljum að slík upp- bygging mundi hjálpa rekstrinum og þeim eignum sem fyrir eru, en rekst- ur í þessum húsum hefur ekki geng- ið að öllu leyti,“ segir Hrólfur. Á fyrrnefndum reitum í Breiðholti hafa verið verslunar- og þjónustu- fyrirtæki og hefur reksturinn gengið upp og ofan í gegnum tíðina. Þá hef- ur verið kvartað yfir því að húseignir hafi ekki fengið nægilegt viðhald. Við Arnarbakka eru nokkur fyrir- tæki í rekstri nú. Má þar nefna mat- vöruverslun, bakarí, snyrtistofu og líkamsræktarstöð. Nokkur rými standa ónotuð. Við verslunarkjarn- ann er stórt opið svæði sem býður upp á möguleika á uppbyggingu. Í Völvufelli hefur Nýlistsafnið verið til húsa í nokkur ár en það flutti starfsemi sína í Marshall-húsið á Granda á þessu ári. Nú er engin starfsemi í Völvufelli 11-21 og aug- ljóslega kominn tími á viðhald. Við Drafnarfell, norðanmegin við Völvufell, eru lágreistar byggingar með atvinnustarfsemi. Má þar nefna Mini market, sem verslar með pólsk- ar matvörur, Gamla kaffihúsið, Wil- sons pizzur og dansskólann Komið og dansið. Mjóddin hafði mikil áhrif Árið 2009 gerði starfshópur á veg- um Reykjavíkurborgar úttekt á auðu verslunarhúsnæði í íbúðar- hverfum borgarinnar. Að sögn Sól- eyjar Tómasdóttur, formanns starfshópsins, var ætlunin að nýta úttektina sem víti til varnaðar þegar kemur að því að skipuleggja hverfi. „Sem dæmi er alveg greinilegt að Mjóddin dró allt lífið út úr íbúða- hverfunum í Breiðholti og niður í einskonar jaðarsvæði. Það er því mikið af tómu verslunarhúsnæði inni í Breiðholtinu. Það er mjög mikil- vægt að við reynum að tryggja þjón- ustu inni í hverfunum þegar við skipuleggjum borgina,“ sagði Sóley. Ætla að þétta byggð í Breiðholti  Reykjavíkurborg hyggst hefja viðræður og samningsgerð við eigendur fasteigna að Arnarbakka 2-6 og að Völvufelli 11-21  Á báðum reitunum sjái menn uppbyggingarmöguleika fyrir íbúðir Morgunblaðið/Eggert Arnarbakki Á þessum reit í Neðra-Breiðholti eru starfandi nokkur fyrirtæki en nokkur rými í kjarnanum standa ónotuð. Í nágrenninu er talsvert stórt óbyggt landsvæði og því er reiturinn talinn kjörinn til þéttingar byggðar. Drafnarfell Í þessum verslunarkjarna í Efra-Breiðholti er pólsk verslun og veitingahús. Sunnan megin við Drafn- arfellið er verslunarhús við Völvufell, sem nú stendur autt. Þar eru taldir möguleikar á talsverðri uppbyggingu. Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 X LED kerti Verð frá 5.990,- Gjöf sem gleður SOMPE Árlegur jólamarkaður handverk- stæðis Ásgarðs verður á laugardag- inn 2. desember á milli klukkan 12 og 17 að Álafossvegi 14-22 í Mosfellsbæ. Þar verður til sölu ýmislegt hand- verk; skartgripir, ýmsir listmunir og handunnin leikföng af ýmsum gerð- um. Að sögn Óskars Albertssonar, eins forsvarsmanna jólamarkaðarins, verður þetta í 20. skiptið sem mark- aðurinn verður haldinn. „Við erum alltaf með hann fyrsta laugardaginn í desember,“ segir Óskar. Á vinnustofu Ásgarðs, sem er verndaður vinnustaður þroskahaml- aðra, starfa um 40 manns og þarna verður til sölu það sem þar er hannað og smíðað. Greta Salóme leikur á fiðlu og boðið verður upp á kaffihlað- borð á vægu verði þar sem á boð- stólum verður bakkelsi sem bakarar í hópi velunnara Ásgarðs leggja til. „Og að sjálfsögðu ekta heitt súkku- laði,“ segir Óskar. Hann segir að markaðurinn sé jafnan vel sóttur og á hann ekki von á öðru en að svo verði einnig nú. „Sumum finnst jólin byrja með því að koma á jólamark- aðinn okkar og allir eru velkomnir.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Ásgarður Hinn árlegi jólamarkaður verður þar á laugardaginn. Óskar Al- bertsson segist eiga von á að margir muni leggja þangað leið sína. Jólin byrja á jóla- markaði Ásgarðs  Handverk, heitt súkkulaði og leikföng
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.