Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is HLÍFÐARHÚÐ Á RÚÐUR u Kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist á rúðuna / sólaselluna u Eykur öryggi og útsýni allt að tvöfalt í bleytu og rigningu u Kemur í veg fyrir að flugur, drulla, snjór og ísing safnist á rúðuna u Heldur regnvatni frá rúðunni u Býr til brynju á rúðunni fyrir leysiefnum og vökvum u Þolir háþrýstiþvott u Virkar við -30°C til + 30°C u Endingartími er 6 – 12 mánuðir Frábært á bílrúður – gluggarúður – sólasellur LIÐ Í ÓLAPAKKANN Er listamaður í þinni fjölskyldu? Mikið úrval af myndlistarvö gjafasettum og trönum. VA Borgartúni 22, Reykjavík • Gleráreyrum 2, Akureyri • Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • slippfelagid.is rum, J Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Sérfræðingar í kjarnavopna- og eld- flaugatækni telja að Norður-Kóreu- menn hafi sýnt að þeir geti skotið langdrægri eldflaug sem gæti dregið til hvaða borgar sem er á meginlandi Bandaríkjanna. Þeir telja þó að enn sem komið er geti Norður-Kóreu- menn ekki beitt slíkri eldflaug til að gera kjarnorkuárás á meginland Bandaríkjanna en þeir hafi færst nær því markmiði. Kim Jong-un, leiðtogi einræðis- stjórnar Norður-Kóreu, sagði að eld- flaugarskotið í fyrradag sýndi að hún hefði náð því markmiði sínu að gera landið að kjarnorkuveldi. Einræðis- stjórnin segir að eldflaugin hafi farið um 4.475 km yfir jörðina og lent um 950 km frá skotpallinum 53 mínútum eftir að henni var skotið á loft. Hermt er að flaugin hafi lent í hafinu innan landhelgi Japans, um 250 km frá strönd landsins. Melissa Hanham, sérfræðingur í öryggismálum og baráttunni gegn út- breiðslu gereyðingarvopna, telur að eldflaugarskotið sýni að Norður-Kór- eumenn gætu gert árás á höfuðborg Bandaríkjanna, Washington. „Ef töl- urnar eru réttar sýnir tilraunin að drægið er miklu lengra en nokkurrar annarrar eldflaugar [sem Norður- Kóreumenn hafa skotið til þessa],“ að því er The Wall Street Journal hefur eftir Hanham. Blaðið hefur eftir öðr- um sérfræðingi í öryggismálum, Abraham Denmark, að Norður-Kór- eumenn færist sífellt nær því mark- miði að koma sér upp kjarnavopnum sem hægt væri að beita gegn Banda- ríkjunum. Gæti dregið 13.000 km David Wright, sérfræðingur bandarísku vísindasamtakanna UCS í kjarnorku- og eldflaugatækni, tekur í sama streng. Hann telur að eld- flaugin gæti dregið um 13.000 km og hægt væri að skjóta henni á hvaða borg sem er á meginlandi Bandaríkj- anna. Hann telur hins vegar að eld- flaugin hafi verið með léttan farm og segir ólíklegt að flaugin gæti borið kjarnaodd, sem er miklu þyngri, svo langa leið. Sérfræðingar í kjarnorku- og eld- flaugatækni telja einnig að Norður- Kóreumönnum hafi ekki enn tekist að smíða langdræga eldflaug sem geti borið kjarnavopn og komist aftur inn í lofthjúpinn án þess að sundrast. Paul Adams, fréttaskýrandi breska ríkisútvarpsins í Suður-Kóreu, segir að sérfræðingarnir séu sammála um þetta og telji að það geti tekið Norður-Kóreumenn tvö til þrjú ár til viðbótar að þróa eldflaug sem gæti borið kjarnaodd og gert árás á meginland Bandaríkjanna. Varnarmálaráðherra Japans, Its- unori Onodera, sagði að svo virtist sem eldflaugin hefði sundrast áður en hún lenti í hafinu. Einræðisstjórn Norður-Kóreu sagði að þótt landið væri orðið kjarn- orkuveldi hygðist það ekki beita kjarnavopnum að fyrra bragði. Öðr- um löndum myndi ekki stafa hætta af vopnunum „svo fremi sem þau brjóta ekki gegn hagsmunum Lýðræðislega alþýðulýðveldisins Kóreu“. Að sögn fréttaskýranda BBC er líklegt að ríki heims gefi lítið fyrir þessa yfirlýsingu og að N-Kóreumenn haldi kjarnorku- og eldflaugatilraununum áfram þar til þeir eignist kjarnavopn sem hægt væri að beita til árása á Bandaríkin. Á fárra kosta völ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lofað að koma í veg fyrir að Norður-Kóreumenn eignist slík vopn. Hann tísti á Twitter í ágúst að Banda- ríkin myndu svara „með eldi og ofsa- bræði, sem heimurinn hefur aldrei áður séð“, ef einræðisstjórnin í Pjongjang hefði í frammi fleiri hót- anir við Bandaríkin og gaf til kynna að til greina kæmi að beita kjarna- vopnum gegn Norður-Kóreu. Norður-Kóreumenn virtu hótun Trumps að vettugi, héldu áfram að skjóta eldflaugum á loft og sprengdu öfluga kjarnorkusprengju í tilrauna- skyni í byrjun september. Viðbrögð Trumps við eldflaugar- skotinu í fyrradag voru varfærnis- legri. „Ég segi ykkur aðeins að við munum sjá um þetta … Þetta er staða sem við ráðum fram úr,“ sagði hann við fréttamenn í Hvíta húsinu. Stephen Collinson, fréttaskýrandi CNN-sjónvarpsins, segir að þessi óljósu ummæli endurspegli hversu fáa kosti forsetinn hafi í málinu og hversu alvarlegt það sé orðið. Hann gæti þurft að velja á milli þess að sætta sig við að Norður-Kóreumenn eignuðust kjarnavopn, sem hægt væri að beita gegn Bandaríkjunum, og þess að beita hernaði sem gæti leitt til mikilla blóðsúthellinga í Asíu. Gæti dregið til Bandaríkjanna  Eldflaugarskot N-Kóreumanna talið sýna að þeir gætu skotið flaug á meginland Bandaríkjanna  Talið er þó ólíklegt að flaugin geti borið kjarnaodd og komist í lofthjúpinn án þess að sundrast Drægi eldflauga Norður-Kóreumanna Heimildir: Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu/KCNA/NuclearThreatInitiative/GlobalSecurity/missiledefenseadvocacy/ CSIS/38 North/rannsóknastofnun Johns Hopkins-háskóla 10.000 km 8.000 km BANDA- RÍKIN HAWAII ALASKA KANADA RÚSSLAND KÍNA NORÐUR- KÓREA Fjarlægð frá Norður-Kóreu 4.500 km 1.000 km Guam (bandarísk herstöð) NewYork Washington DC JAPAN IND- LAND FRAKKLAND ÁSTRALÍA Áætlað drægi eldflauga sem hefur verið skotið á loft frá Norður-Kóreu í ár, samkvæmtmati sérfræðinga og stjórnvalda í Suður-Kóreu 4. júlí 28. júlí 13.000 km** ** Skv. mati DavidsWright, sérfræðings í kjarnavopna- og eldflaugatækni*Að sögn stjórnvalda í N-Kóreu 29. nóvember 29. ágúst 14. maí 29. nóvember Hæð: 4.475 km Vegalengd: 950 km* 15. september AFP Fögnuður Íbúar Pjongjang í N-Kóreu fagna fréttum af eldflaugarskotinu. Hvatt til viðræðna » Stjórnvöld í Rússlandi gagn- rýndu eldflaugarskot Norður- Kóreumanna, sögðu að það væri „ögrandi aðgerð“ sem yki spennuna á Kóreuskaga. » Kínversk stjórnvöld sögðust hafa miklar áhyggjur af eld- flaugatilraunum Norður- Kóreumanna, hvöttu þá til að virða ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og sögðu að viðræður væru eina leiðin til að leysa deiluna. Ríkisstjórn Bretlands og embættis- menn Evrópusambandsins hafa náð samkomulagi í meginatriðum um að Bretar greiði sambandinu 45 til 55 milljarða evra, jafnvirði 5.500 til 6.800 milljarða króna, þegar þeir ganga úr ESB, að sögn The Daily Telegraph í gær. Stuðningsmenn Brexit brugðust reiðir við fréttinni og einn forystumanna þeirra, Nigel Farage, sagði að tölurnar væru „al- gerlega óviðunandi“. Áður hafði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagt að stjórnin léði máls á því að greiða 20 milljarða evra (2.400 milljarða króna). VIÐRÆÐURNAR UM BREXIT Reiðir vegna frétta um skilnaðargreiðslur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.