Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 --- ALLT A EINUM STAD � HÓT E L R E K S T U R Hátúni 6a, 105 Reykjavík | Sími 822 1574 | hotelrekstur@hotelrekstur.is | hotelrekstur.is EIGUM EINNIG ÚRVAL AF JÓLAVÖRU Við bjóðum heildarlausnir fyrir hótel, gistiheimili, dvalarheimili, veitingahús, veisluþjónustur. RÚMFÖT – LÖK – HANDKLÆÐI – BAÐSLOPPAR – RÚMTEPPI – SÆNGUR – KODDAR – HLÍFÐARDÝNUR – DÚKAR – HÓTELVÖRUR – BAÐVÖRUR Í verslunina Stellu er gaman að koma og litast um, þar er að finna flest það sem hugur kvenna girnist hvað snert- ir snyrtivörur, skart og ýmiskonar fatnað. „Við flytjum ýmislegt inn sjálf og látum líka útbúa fyrir okkur erlend- is,“ segir Edda Hauksdóttir versl- unarstjóri þegar spurt er um upp- runa sokkabuxna sem skarta myndum af lunda. Í húsinu Bankastræti 3 var Lands- bankinn stofnaður 1. Júlí 1886 og af honum dregur gatan nafn sitt. „Langafi minn, Sigmundur Guð- mundsson, reisti þetta hús rétt upp úr 1880 en Bankastræti 3 var fyrsta íbúðarhúsið í Reykjavík sem byggt var úr tilhöggnu grágrýti. Langafi var prentari sem rak hér prentsmiðju sína,“ segir Edda, en hún rekur versl- unina Stellu ásamt þremur bræðrum sínum. „Langafi var umboðsmaður fyrir vesturferðir um aldamótin 1900. Hann seldi húsið hér og ákvað að flytja til Ameríku með stóra fjöl- skyldu. Í Skotlandi kom í ljós að langamma mín, Guðbjörg Torfadótt- ir, var ófrísk og þá var fjölskyldan send til baka. Afi minn, Herbert Sigmundsson, varð, eins og faðir hans, prentsmiðju- stjóri hjá Ísafoldarprentsmiðju. Hann horfði oft hingað upp í brekk- una og langaði að eignast þetta hús sem faðir hans byggði og lét verða af því. Tæplega tveimur árum síðar féll hann frá. Faðir minn var þá nítján ára, elstur af átta systkinum, búinn að læra prentsmíði og útskrifaður úr verslunarskóla. Honum og móður hans, Ólafíu Árnadóttur, tókst að halda húsinu, sem var mjög skuld- sett. Afi hafði stofnað prentsmiðju í bak- húsi hér og hún starfaði til 1959. Þá keypti pabbi mömmu sína út og við fjölskyldan fluttum inn hér. Ég var þá sjö ára og ólst hér upp frá þeim tíma. Við systkinin fjögur sváfum í fyrstu saman í tveimur kojum og þótti bara gott,“ rifjar Edda upp brosandi. Náði fyrst varla upp fyrir búðarborðið „Pabbi var rúmlega þrítugur þegar hann stofnaði verslunina Stellu hér í húsinu 1942. Hann átti góðan vin sem hét Þóroddur Jónsson. Hann vann við fiskútflutning, þetta var á hernáms- árunum. Þóroddur fékk gjaldeyri fyr- ir útflutninginn og keypti fyrir hann ýmsar vörur erlendis sem pabbi seldi hér. Á þeim árum var lítið til af vörum í landinu og þá var eins og gott að hafa „sambönd“. Fyrst var seld hér metravara, síðan komu barnaföt og smám saman færðist vöruúrvalið yfir í vinnufatnað og nærföt. Árið 1959 var Snyrtivöruverslunin Stella stofn- uð. Pabbi gerði það og rak verslunina til ársins 1977, er hann féll frá. Þá kom ég inn í starfsemina í fullu starfi eftir nám í Verslunarskóla Íslands. Ég starfaði þar við hlið móður minn- ar, Ásu Ársælsdóttur, sem átti stóran þátt í þessu ferli öllu. Mamma var mjög dugleg og klár kona en hún lést árið 2008.“ „Ég var reyndar ekki há í loftinu þegar ég fór að afgreiða, náði varla upp fyrir búðarborðið. Stundum sagði fólk: „Er ekki hægt að fá ein- hvern annan til að afgreiða en þetta barn?“ Ég hef alltaf verið viðloðandi þennan verslunarrekstur frá því ég man eftir mér á einn eða annan hátt. Ég á til kaupmanna að telja í ættir fram og konurnar hafa verið þar gott bakland. Sé konan ekki dugleg vantar mikið – þannig hefur það verið frá landnámstíð. Þótt ég segi þetta þá stend ég ekki ein í þessum rekstri núna. Ég hef gott bakland – bræður mínir, Sverrir, Egill og Herbert reka sem fyrr sagði verslunina með mér, við erum samrýnd systkinin og skipt- um með okkur verkum. Minn hlutur í verslunarrekstrinum er að annast innkaup og daglegan rekstur.“ Verslar þú í gegnum netið? „Nei, ég fer á staðinn og er einnig í góðu sambandi við vönduð fyrirtæki erlendis, það auðveldar öll viðskipti. Við erum meðal annars með umboð fyrir Biodroga og Sans Soucis snyrti- vörur. Einnig erum við með jap- anskan hönnuð í ilmvötnum, sem eru mjög vinsæl. Við erum líka með fjöl- breytt úrval af sokkabuxum og alls- kyns fatnaði og nærfötum.Viðskipta- hópurinn hefur löngum verið stór og haldið tryggð við verslunina í gegnum árin.“ Vill ekki loka götunum Hvernig líkar þér sú breyting sem orðið hefur í miðbænum síðustu árin? „Ég er mjög mikið á móti götulok- unum hér í kring. Fólk notar bílinn eins og góða úlpu. Það býr margt hvert í úthverfum og kemur akandi og ekki þannig klætt að það ætli endi- lega að ganga langar leiðir. Sumir rata líka illa um miðbæinn. Í sumar hringdi til dæmis í mig kona og spurði: „Hvernig kemst ég til þín?“ Ég þuldi upp götunöfn en konan kannaðist ekki við nein þeirra. Ég tók þá að nefna kennileiti eins og Þjóð- leikhúsið og Stjórnarráðshúsið og leiddi hana þannig gegnum síma hingað að Bankastræti 3. Fólk býr ekki lengur í miðbænum, það býr í út- hverfum. Maður sér til dæmis sjaldan fólk með barnavagna ganga niður Bankastrætið. Þetta hefur breytt miklu fyrir verslanir á þessu svæði. Hvað snertir byggingarfram- kvæmdir þá hafa mér óneitanlega fundist þreytandi allar þessar klapp- arsprengingar sem oft hafa staðið lengi yfir. Einnig finnst mér til skammar hvað nýbyggingar í Hafn- arstrætinu hafa þrengt að okkar fal- lega Stjórnarráðshúsi og vel hirtum garði þess – það er að verða að hálf- gerðu „bakhúsi“. Á hinn bóginn vil ég framfarir. Fólk verður auðvitað að fylgjast með tímanum og þeim breyt- ingum sem hann færir okkur.“ Eru ferðamenn orðinn stór kaup- endahópur? „Þeir eru vissulega orðnir margir og versla hér talsvert. Þeir kaupa til dæmir þykkar sokkabuxur, finnst svo kalt hér þótt um sumar sé. Það er eig- inlega „öll flóran“ sem fólk kaupir hér, ferðafólk sem innfæddir. Fólk hefur núna meiri áhuga á litum en áð- ur var og það finnst mér skemmtileg þróun. Ég leyfi fólki að skoða sig um og ná inn því sem hér er að sjá áður en ég spyr hvort ég geti aðstoðað. Þannig afgreiðsla í svona verslun finnst mér við hæfi, umhverfið á að vera vinalegt. Ég kem fram við mína viðskiptavini eins og ég vil að sé kom- ið fram við mig í verslun.“ gudrunsg@gmail.com Verslunin Stella – vinaleg og falleg Stella þýðir stjarna. Það er vel við hæfi hvað varðar verslunina Stellu, Bankastræti 3 – hún hefur lengi verið eins- konar „leiðarstjarna“ í lífi Reykvíkinga, svo áberandi hefur hún ver- ið í miðborginni frá því hún var stofnuð 1942. Morgunblaðið/Hari Þjónusta „Ég leyfi fólki að skoða sig um og ná inn því sem hér er að sjá áður en ég spyr hvort ég geti aðstoðað.“Kennileiti Verslunin er á allrabesta stað í stórmerkilegu húsi. Samsetning Í versluninni kennir ýmissa grasa. Þar finna heimamenn og ferðamenn margt fallegt. MIÐBORGIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.