Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 70
70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 LITLIR PAKKAR GLEÐJA MEST Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 I www.jonogoskar.is Í Litbrigðum húsanna rekur Guðjón Friðriksson hvernig aðalskipulag hvernig aðalskipulag Reykjavíkur, sem fékk lagagildi árið 1967, gerði beinlínis ráð fyrir róttækum breyt- ingum á gamla bænum í Reykjavík, einkum með lagningu breiðra gatna, sem þýddi að fjölmörgum gömul þyrftu að víkja. Í kjölfar þess að skipulagið var samþykkt hófust síðan skipuleg uppkaup húsa af hálfu borg- arinnar í því skyni að rífa þau. Þegar stóð til að rífa Bern- höftstorfuhúsin hófst aftur á móti mikil húsa- friðunaralda og leiddi til stofn- unar Torfu- samtakanna og síðar Minjaverndar sem unnið hafa mikið starf í end- urgerð gamalla húsa víða um land og valdið hugarfarsbreytingu hjá mörg- um landsmönnum. Félögin tvö eru umfjöllunarefni bókarinnar ásamt því starfi sem þau hafa unnið í þágu húsa- verndar. Í bókinni segir Guðjón frá þeim verkefnum sem lokið er víða um land en einnig frá þeim sem eru fram- undan, þar á meðal Norðurpólnum, Ebenezershúsi, Samvinnuhúsinu Hringbraut 116–118 og Stóra-Seli. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Stóra-Sel Til skamms tíma hefur sérkennilegt hús kúrt á baklóð milli Holtsgötu vest- ast og Sólvallagötu. Eins og húsið hef- ur litið út undanfarna áratugi hefur mátt greina á því tvær samhliða burstir upp af klambri af viðbygg- ingum. Undir leynist merkilegur tvö- faldur steinbær, sá síðasti í Reykjavík. Og það sem meira er: Hann er síðasti bærinn á gamalli jörð eða lögbýli, einni af þeim jörðum í Seltjarnar- neshreppi hinum forna sem borgin byggðist á. Steinbærinn heitir Stóra- Sel og telst Holtsgata 41B. Áður hét bærinn einungis Sel. Talið er að upp- haflega hafi þarna verið haft í seli frá Reykjavík en árið 1379 kemur Sel fyrst fyrir í skriflegum heimildum og er þá sjálfstæð jörð. Löng, dimm og skítug göng Jörðin var lengi í eigu Reykjavík- urkirkju og sat einn presta hennar, Brynjólfur Sigurðsson dómkirkju- prestur, hana á árunum 1797– 1814. Hann kallaði sig Sívertsen upp á danskan máta en var talinn lítill lær- dómsmaður og fátækur. Bretinn Mac- kenzie lýsti heimsókn til prestsseturs- ins í Seli í ferðabók sinni frá árinu 1810: „Presturinn mætti okkur við dyrn- ar á kofaræfli og leiddi okkur gegnum löng, dimm og skítug göng, þakin alls konar búshlutum og framhjá manni sem var að berja harðfisk, inn í dimmt herbergi. Það var svefnherbergi fjöl- skyldunnar og hið besta á bænum. Þakið var svo lágt að maður gat varla staðið uppréttur og þar var tæplega pláss fyrir nokkurn hlut nema hús- gögnin en þau voru þessi: rúm, klukka, lítil kommóða og glerskápur.“ Sel var ásamt hjáleigunni Bráðræði lagt undir lögsagnarumdæmi Reykja- víkur árið 1835 og varð loks eign Reykjavíkurbæjar 1888. Um það leyti var farið að kalla bæinn Stóra-Sel enda fleiri Selsbæir komnir í ná- grennið, svo sem Litla-Sel, Miðsel, Jórunnarsel og Ívarssel. Við þessa bæi er Seljavegur kenndur og Holts- gata er kennd við Selsholtið. Þeir sem bjuggu í Seljabæjunum reru til fiskjar úr Selsvörum þar niður af við sjóinn og sumir höfðu dálítinn búskap. Um þær mundir sem Reykjavíkurbær eignast Selsjörðina bjó í Stóra-Seli Sveinn Ingimundarson, vel þekktur formaður og útvegsbóndi og reri hann úr Stóru-Selsvör. Hann byggði steinbæinn í stað torfbæjar sem áður var. Fyrst reisti hann einfaldan steinbæ árið 1884 og síðan annan samhliða og sambyggðan fyrir austan hinn árið 1893, þannig að burstirnar urðu tvær. Þegar kom fram yfir alda- mótin 1900 var jafnan þröngt setinn bekkurinn í Stóra-Seli enda húsnæð- isvandræði mikil í bænum. Árið 1910 bjuggu fjórar fjölskyldur í stein- bænum, samtals 16 manns. Sérreykvískt fyrirbæri Steinbæir voru sérreykvískt fyr- irbæri og voru einkum reistir eftir 1881. Það ár stóðu fjórir danskir steinsmiðir fyrir byggingu Alþingis- hússins og unnu um 100 karlar að byggingunni. Þeir lærðu að sprengja upp grjót með púðri og höggva það til með réttum verkfærum. Að lokinni byggingu Alþingishússins voru verk- færin boðin upp og verkakarlarnir keyptu þau. Þeir fóru síðan að dunda sér við að höggva grjót í litla steinbæi sem komu í staðinn fyrir torfbæina, sem áður voru, enda svipaði útliti þeirra til torfbæjanna. Steinbæirnir voru með lágum steinhlöðnum gluggalausum hliðar- veggjum en stafnar voru oft úr timbri niður fyrir glugga. Gluggar voru ein- ungis á stöfnum en fyrir neðan þá voru gjarnan steinhlaðin brjóst. Gengið var inn í steinbæina um bíslag á annarri hvorri hlið. Ýmsar útgáfur voru þó af steinbæjum, sumir voru með lofti og það átti við um Stóra-Sel. Talið er að um 170 steinbæir, stórir og smáir, hafi verið reistir í Reykja- vík fram til um 1900 en einungis um 20 eru enn eftir á sínum stað og hafa þeir nú verið friðaðir. Sumir eru illa farnir, eins og Stóra-Sel, og bíða þess að vera gerðir upp. Stóra-Sel hélt upphaflegu útliti sínu að mestu leyti fram til um 1980 en eftir það var bæn- um gjörbreytt af síðasta ábúand- anum. Eftir að blokkir voru reistar við Sólvallagötu og Ánanaust lokaðist steinbærinn inni í porti og árið 1993 var samþykkt í borgarráði Reykja- víkur að kaupa hann til niðurrifs. Andstaða var þó við þessa ákvörðun, meðal annars frá Margréti Hall- grímsdóttur borgarminjaverði. Gam- algróinn Vesturbæingur, Helgi Þor- láksson, prófessor í sagnfræði, skrifaði einnig innblásna grein gegn niðurrifi bæjarins. Líklega hafa mót- mælin hrifið því ekkert varð úr kaup- um og niðurrifi. Margra ára viðhaldsleysi Það var fyrst árið 2012 að Reykja- víkurborg eignaðist Stóra-Sel að öllu en húsið var þá illa farið af margra ára viðhaldsleysi. Fyrstu ráðstafanir borgaryfirvalda með þennan gamla steinbæ sættu þó gagnrýni. Sumarið 2013 var samtökunum Veraldar- vinum látinn bærinn í té án endur- gjalds gegn því að sjálfboðaliðar gerðu hann upp. Veraldarvinir eru samtök sem hafa það að markmiði að stuðla að heilbrigðum lífsháttum og betri umgengni manna við umhverfi sitt með alþjóðasamstarfi og sjálf- boðastarfi. Þetta reyndist misráðið því lítil fagþekking eða geta til að gera upp Stóra-Sel var til staðar með- al Veraldarvina. Viðræður borgaryfirvalda við Minjavernd um að taka við stein- bænum hófust sama ár og lauk þeim með samningum eins og áður hefur komið fram. Teikningar Minjavernd- ar af framtíðarútliti hússins hafa ver- ið samþykktar en meiningin er að selja húsið sem íbúðarhús að lokinni endurgerð. Tilskilinn fornleifaupp- gröftur fór fram undir húsinu snemma árs 2015 og fundust þar leif- ar eldri torfbæja. Endurgerð Stóra- Sels verður lokið á fyrri hluta árs 2018. Litbrigði húsanna Minjavernd, sem er hlutafélag með aðild ríkis, Reykjavíkurborgar og sjálfseignarstofnunarinnar Minja, átti þrjátíu ára afmæli árið 2015. Í tilefni af því var Guðjón Friðriksson fenginn til að taka saman bókina Litbrigði húsanna, sem yrði heildstætt rit um flest þau verkefni sem Minjavernd hefur komið að og nýtt yrðu gögn og ljósmyndir sem félagið hafði látið gera. Ljósmynd/Þorsteinn Bergsson Vernd Eftir 1980 var útliti Stóra-Sels gjörbreytt með klambri af viðbyggingum. Um tíma leit út fyrir að steinbærinn yrði rifinn en nú hefur Minjavernd fengið húsið til endurgerðar. Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Ljósmyndari óþekktur Steinbær Stóra-Sel, steinbær með tveimur burstum, snemma á 20. öld. Merkur sögustaður í Reykjavík. Kálgarðar fyrir framan bæinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.