Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum T arnar ata 4 3. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is Fyrirtæki til sölu Við vinnum að sölu e r um yr r æ um: . . þar sem fjárfestar geta skráð sig og fengið upplýsingar . . • Nokkur áhugaverð veitingahús í Reykjavík, velta frá 100 milljónum upp í 700 milljónir. • Sérhæfðu þjónustufyrirtæki í Garðabæ. Fyrirtækið þjónustar olíufélögin með sérhæft reglubundið viðhald og þjónustu. Auk þess rekur fyrirtækið smiðju. Fyrirtækið er vel staðsett í Garðabæ. • Kaffihús í 101 Reykjavík, góður hagnaður og langur leigusamningur. • Heildverslun með sælgæti. • Sérverslun með meðgönguvörur og ungbarnavörur. • Nokkur iðnfyrirtæki á Reykjavíkursvæðinu, velta frá 50 milljónum upp í um 400 milljónum. • Tvær ísbúðir í Reykjavík, góður hagnaður. • Mjög arðbært fyrirtæki, þjónusta við fiskeldisiðnaðinn. • Sérhæft innflutningsfyrirtæki sem dreifir á verslanir, með veltu um 300 milljónir. Góður hagnaður. • Sérhæft innflutningsfyrirtæki sem flytur inn vörur fyrir trésmiðaverkstæði. • Sérhæfð bílaleiga með góðan rekstur, miklir möguleikar. • Öflugt fyrirtæki í ferðaþjónustu á sviði afþreyingar og styttri og lengri ferða. • Heildverslun með sælgæti. • Sérverslun og innflutningsfyrirtæki á sviði íþróttavara. • Verktakafyrirtæki á Suðurnesjum, vel tækjum búið. • Verslunarfyrirtæki í Reykjavík, velta um 600 milljónir, góð ebitda. • Dagvöruverslun í Þingholtunum. Við vinnum einnig að sölu á fjölda fyrirtækja sem eru ekki tilgreind hér. BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Á næstu tólf mánuðum mun vél- smiðjan Héðinn reisa fullbúna fiski- mjölsverksmiðju í Egersund á suð- vesturströnd Noregs. Héðinn hf. hefur gert samning við fyrirtækið Prima Protein um alla þætti verks- ins, að sjálfu verksmiðjuhúsinu und- anskildu. Talað er um prótein- verksmiðju í þessu sambandi til að undirstrika megin-innihaldsefni og gæði fiskimjölsins. Heildarkostnaður er áætlaður um 3,8 milljarðar króna og nemur hlutur Héðins í verkefninu um helmingi þeirrar upphæðar. Verksmiðjan á að geta unnið úr 750 tonnum af hráefni á sólarhring í fyrsta áfanga. Með stærstu verkefnum Ragnar Sverrisson, fram- kvæmdastjóri Héðins, segir að verk- efnið sé meðal þeirra stærstu sem fyrirtækið hafi tekið að sér í 95 ára sögu sinni. Ýmsar nýjungar sem snúa að meðferð hráefnisins og orku- nýtingu verða í verksmiðjunni og mengunarbúnaður eins og best verð- ur á kosið. Varmaorka verður fram- leidd með viðarspæni sem fellur til frá timburvinnslu og afgangsorka notuð í fjarvarma fyrir byggðarlagið. Eigendur verksmiðjunnar stefna að því að afurðirnar fái vottun fyrir manneldi, en til að byrja með fer mest af mjölinu til framleiðslu á fóðri. „Þetta er spennandi verkefni því mjög fáar stórar verksmiðjur hafa verið hannaðar og byggðar frá grunni í áratugi,“ segir Ragnar. „Þarna verða öll tæki ný og vinna við hönnun búnaðar er þegar hafin. Þá er húsnæðið sérstaklega hannað fyr- ir þessa starfsemi. Stór hluti af okk- ar starfsemi mun tengjast byggingu verksmiðjunnar í Egersund á næstu mánuðum með einum eða öðrum hætti. Þetta verður mikill sprettur þar til í árslok 2018 og ekki ólíklegt að starfsfólki Héðins fjölgi, en síð- ustu ár höfum við verið 110-120.“ Fullkomnari og umhverfisvænni Ragnar segir að nóg hafi verið að gera við breytingar og endur- bætur á fiskimjölsverksmiðjum á síð- ustu árum. Verksmiðjum hafi fækk- að mikið, en þær sem eftir eru séu stærri, fullkomnari og umhverf- isvænni heldur en áður gerðist. Þannig hafi Héðinn komið að breyt- ingum og endurbótum á flestum stóru fiskimjölsverksmiðjunum á Ís- landi, en þær telja nú um tug. Svipuð þróun hefur verið í Nor- egi og í framhaldi af slíkum verk- efnum var leitað til Héðins um upp- bygginguna í Egersund. Fyrirtækið hafði átt í samstarfi við fulltrúa Prima Protein, Fredrik Andersen, meðan hann var verksmiðjustjóri í fiskimjölsverksmiðjunni sem fyrir er í Egersund. Reiknað er með að 15-20 manns starfi í nýju verksmiðjunni. Fyrirhugað er að vinna uppsjávar- fisk hjá Prima Protein, en í Noregi kaupa verksmiðjur fisk af veiðiskip- um og eru ekki með eigin útgerð. Tæknideild Héðins sér alfarið um hönnun verksmiðjunar, en bún- aður hennar verður að mestu smíð- aður í höfuðstöðvum Héðins við Gjá- hellu í Hafnarfirði. Starfsmenn Héðins sjá um smíði og samsetningu. Í fiskimjölsverksmiðju þurfa margir þættir að spila saman; vinnslukerfi, þurrkarar, eimingartæki, löndunar- kerfi og sekkjunar- og lagerkerfi á mjöli svo dæmi séu tekin. Til þess að allir þessir þættir gangi upp og sam- hæfing þeirra sé tryggð þarf um- fangsmikla og nákvæma samræm- ingarvinnu og verkefnastýringu. Verksmiðjur í frystiskip Fyrr á þessu ári kom frystiskip- ið Sólberg ÓF til heimahafnar í Fjallabyggð, en það var smíðað í Tyrklandi fyrir Ramma hf. Um borð í skipinu er fullkomin HPP (Héðinn Protein Plant) mjöl- og lýsisverk- smiðja frá Héðni sem getur unnið úr 50 tonnum af hráefni á sólarhring. Með því skapast mikil verðmæti, sem annars færu að verulegu leyti í súg- inn. Ragnar segir að verksmiðjan um borð í Sólbergi sé einstök í heim- inum og gefi möguleika á að fullnýta fiskinn og hámarka verðmæti. Það sem ekki fer í frystingu er unnið í lýsi annars vegar og próteinmjöl hins vegar. Slíkar verksmiðjur frá Héðni verða einnig um borð í nýju frysti- skipi HB Granda sem verið er að smíða á Spáni og er væntanlegt til landsins 2019. Einnig verða HPP- verksmiðjur um borð í fjórum tog- urum, sem verið er að smíða í Noregi og Bandaríkjunum. Auk þessa er verið að taka í notkun HPP verk- smiðju frá Héðni af fullkomunstu gerð fyrir Bakkafrost í Færeyjum til vinnslu á aukaafurðum frá laxeldi. „Verður mikill sprettur“  Fyrirtæki í Egersund í Noregi kaupir fullbúna próteinverksmiðju frá Héðni  Fáar fiskimjölsverksmiðjur hafa verið byggðar frá grunni á síðustu áratugum Morgunblaðið/Árni Sæberg Tækni og samhæfing Margvísleg hönnunar- og tæknivinna er komin í gang hjá Héðni vegna byggingar nýju verksmiðjunnar í Noregi. Tæknideild Héðins hefur eflst mjög á síðustu misserum og sér um hönnun verksmiðjunnar. Yfir 100 manns starfa hjá Héðni og mun væntanlega fjölga á næstunni. Rolls-Royce Ragnar Sverrisson, framkvæmdastjóri, við líkan af Heimaey VE og nýju skipi sem verið er að smíða fyrir HB Granda. Bæði skipin eru með búnað frá Rolls-Royce Marine, en Héðinn annast þjónustu og viðhald. Á gömlum merg » Vjelsmiðjan Hjeðinn var stofnuð 1. nóvember 1922 á grunni smiðju sem Bjarnhjeðinn Jónsson hafði rekið frá árinu 1900 við Að- alstræti 6b, þar sem Morgunblaðshúsið reis síðar. » Meginviðfangsefni Héðins til að byrja með voru véla- og skipa- viðgerðir, aðallega á togurum, en þeim hafði fjölgað töluvert hér á landi eftir að fyrri heimsstyrjöldinni lauk. » Höfuðstöðvar fyrirtækisins voru síðan lengi í Ánanaustum í Vesturbæ Reykjavíkur og síðar í Garðabæ, en nú eru þær við Gjá- hellu í Hafnarfirði. » Kjarni starfsemi Héðins hefur ávallt verið sjávarútvegurinn, hvort sem er viðgerðir og viðhald eða uppbygging lýsis- og fiski- mjölsverksmiðja. Atvinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.