Morgunblaðið - 30.11.2017, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
T arnar ata 4 3. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is
Fyrirtæki til sölu
Við vinnum að sölu
e r um yr r æ um:
. .
þar sem fjárfestar geta skráð sig og fengið upplýsingar
.
.
• Nokkur áhugaverð veitingahús í Reykjavík, velta frá 100 milljónum
upp í 700 milljónir.
• Sérhæfðu þjónustufyrirtæki í Garðabæ. Fyrirtækið þjónustar olíufélögin
með sérhæft reglubundið viðhald og þjónustu. Auk þess rekur fyrirtækið
smiðju. Fyrirtækið er vel staðsett í Garðabæ.
• Kaffihús í 101 Reykjavík, góður hagnaður og langur leigusamningur.
• Heildverslun með sælgæti.
• Sérverslun með meðgönguvörur og ungbarnavörur.
• Nokkur iðnfyrirtæki á Reykjavíkursvæðinu, velta frá 50 milljónum
upp í um 400 milljónum.
• Tvær ísbúðir í Reykjavík, góður hagnaður.
• Mjög arðbært fyrirtæki, þjónusta við fiskeldisiðnaðinn.
• Sérhæft innflutningsfyrirtæki sem dreifir á verslanir, með veltu um
300 milljónir. Góður hagnaður.
• Sérhæft innflutningsfyrirtæki sem flytur inn vörur fyrir trésmiðaverkstæði.
• Sérhæfð bílaleiga með góðan rekstur, miklir möguleikar.
• Öflugt fyrirtæki í ferðaþjónustu á sviði afþreyingar og styttri og lengri ferða.
• Heildverslun með sælgæti.
• Sérverslun og innflutningsfyrirtæki á sviði íþróttavara.
• Verktakafyrirtæki á Suðurnesjum, vel tækjum búið.
• Verslunarfyrirtæki í Reykjavík, velta um 600 milljónir, góð ebitda.
• Dagvöruverslun í Þingholtunum.
Við vinnum einnig að sölu á fjölda fyrirtækja sem eru ekki tilgreind hér.
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Á næstu tólf mánuðum mun vél-
smiðjan Héðinn reisa fullbúna fiski-
mjölsverksmiðju í Egersund á suð-
vesturströnd Noregs. Héðinn hf.
hefur gert samning við fyrirtækið
Prima Protein um alla þætti verks-
ins, að sjálfu verksmiðjuhúsinu und-
anskildu. Talað er um prótein-
verksmiðju í þessu sambandi til að
undirstrika megin-innihaldsefni og
gæði fiskimjölsins. Heildarkostnaður
er áætlaður um 3,8 milljarðar króna
og nemur hlutur Héðins í verkefninu
um helmingi þeirrar upphæðar.
Verksmiðjan á að geta unnið úr 750
tonnum af hráefni á sólarhring í
fyrsta áfanga.
Með stærstu verkefnum
Ragnar Sverrisson, fram-
kvæmdastjóri Héðins, segir að verk-
efnið sé meðal þeirra stærstu sem
fyrirtækið hafi tekið að sér í 95 ára
sögu sinni. Ýmsar nýjungar sem
snúa að meðferð hráefnisins og orku-
nýtingu verða í verksmiðjunni og
mengunarbúnaður eins og best verð-
ur á kosið. Varmaorka verður fram-
leidd með viðarspæni sem fellur til
frá timburvinnslu og afgangsorka
notuð í fjarvarma fyrir byggðarlagið.
Eigendur verksmiðjunnar stefna að
því að afurðirnar fái vottun fyrir
manneldi, en til að byrja með fer
mest af mjölinu til framleiðslu á
fóðri.
„Þetta er spennandi verkefni
því mjög fáar stórar verksmiðjur
hafa verið hannaðar og byggðar frá
grunni í áratugi,“ segir Ragnar.
„Þarna verða öll tæki ný og vinna við
hönnun búnaðar er þegar hafin. Þá
er húsnæðið sérstaklega hannað fyr-
ir þessa starfsemi. Stór hluti af okk-
ar starfsemi mun tengjast byggingu
verksmiðjunnar í Egersund á næstu
mánuðum með einum eða öðrum
hætti. Þetta verður mikill sprettur
þar til í árslok 2018 og ekki ólíklegt
að starfsfólki Héðins fjölgi, en síð-
ustu ár höfum við verið 110-120.“
Fullkomnari og
umhverfisvænni
Ragnar segir að nóg hafi verið
að gera við breytingar og endur-
bætur á fiskimjölsverksmiðjum á síð-
ustu árum. Verksmiðjum hafi fækk-
að mikið, en þær sem eftir eru séu
stærri, fullkomnari og umhverf-
isvænni heldur en áður gerðist.
Þannig hafi Héðinn komið að breyt-
ingum og endurbótum á flestum
stóru fiskimjölsverksmiðjunum á Ís-
landi, en þær telja nú um tug.
Svipuð þróun hefur verið í Nor-
egi og í framhaldi af slíkum verk-
efnum var leitað til Héðins um upp-
bygginguna í Egersund. Fyrirtækið
hafði átt í samstarfi við fulltrúa
Prima Protein, Fredrik Andersen,
meðan hann var verksmiðjustjóri í
fiskimjölsverksmiðjunni sem fyrir er
í Egersund. Reiknað er með að 15-20
manns starfi í nýju verksmiðjunni.
Fyrirhugað er að vinna uppsjávar-
fisk hjá Prima Protein, en í Noregi
kaupa verksmiðjur fisk af veiðiskip-
um og eru ekki með eigin útgerð.
Tæknideild Héðins sér alfarið
um hönnun verksmiðjunar, en bún-
aður hennar verður að mestu smíð-
aður í höfuðstöðvum Héðins við Gjá-
hellu í Hafnarfirði. Starfsmenn
Héðins sjá um smíði og samsetningu.
Í fiskimjölsverksmiðju þurfa margir
þættir að spila saman; vinnslukerfi,
þurrkarar, eimingartæki, löndunar-
kerfi og sekkjunar- og lagerkerfi á
mjöli svo dæmi séu tekin. Til þess að
allir þessir þættir gangi upp og sam-
hæfing þeirra sé tryggð þarf um-
fangsmikla og nákvæma samræm-
ingarvinnu og verkefnastýringu.
Verksmiðjur í frystiskip
Fyrr á þessu ári kom frystiskip-
ið Sólberg ÓF til heimahafnar í
Fjallabyggð, en það var smíðað í
Tyrklandi fyrir Ramma hf. Um borð
í skipinu er fullkomin HPP (Héðinn
Protein Plant) mjöl- og lýsisverk-
smiðja frá Héðni sem getur unnið úr
50 tonnum af hráefni á sólarhring.
Með því skapast mikil verðmæti, sem
annars færu að verulegu leyti í súg-
inn.
Ragnar segir að verksmiðjan
um borð í Sólbergi sé einstök í heim-
inum og gefi möguleika á að fullnýta
fiskinn og hámarka verðmæti. Það
sem ekki fer í frystingu er unnið í
lýsi annars vegar og próteinmjöl hins
vegar.
Slíkar verksmiðjur frá Héðni
verða einnig um borð í nýju frysti-
skipi HB Granda sem verið er að
smíða á Spáni og er væntanlegt til
landsins 2019. Einnig verða HPP-
verksmiðjur um borð í fjórum tog-
urum, sem verið er að smíða í Noregi
og Bandaríkjunum. Auk þessa er
verið að taka í notkun HPP verk-
smiðju frá Héðni af fullkomunstu
gerð fyrir Bakkafrost í Færeyjum til
vinnslu á aukaafurðum frá laxeldi.
„Verður mikill sprettur“
Fyrirtæki í Egersund í Noregi kaupir fullbúna próteinverksmiðju frá Héðni
Fáar fiskimjölsverksmiðjur hafa verið byggðar frá grunni á síðustu áratugum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tækni og samhæfing Margvísleg hönnunar- og tæknivinna er komin í gang hjá Héðni vegna byggingar nýju verksmiðjunnar í Noregi. Tæknideild Héðins
hefur eflst mjög á síðustu misserum og sér um hönnun verksmiðjunnar. Yfir 100 manns starfa hjá Héðni og mun væntanlega fjölga á næstunni.
Rolls-Royce Ragnar Sverrisson, framkvæmdastjóri, við líkan af Heimaey
VE og nýju skipi sem verið er að smíða fyrir HB Granda. Bæði skipin eru
með búnað frá Rolls-Royce Marine, en Héðinn annast þjónustu og viðhald.
Á gömlum merg
» Vjelsmiðjan Hjeðinn var stofnuð 1. nóvember 1922 á grunni
smiðju sem Bjarnhjeðinn Jónsson hafði rekið frá árinu 1900 við Að-
alstræti 6b, þar sem Morgunblaðshúsið reis síðar.
» Meginviðfangsefni Héðins til að byrja með voru véla- og skipa-
viðgerðir, aðallega á togurum, en þeim hafði fjölgað töluvert hér á
landi eftir að fyrri heimsstyrjöldinni lauk.
» Höfuðstöðvar fyrirtækisins voru síðan lengi í Ánanaustum í
Vesturbæ Reykjavíkur og síðar í Garðabæ, en nú eru þær við Gjá-
hellu í Hafnarfirði.
» Kjarni starfsemi Héðins hefur ávallt verið sjávarútvegurinn,
hvort sem er viðgerðir og viðhald eða uppbygging lýsis- og fiski-
mjölsverksmiðja.
Atvinna