Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Okkar hlutverk næstu þrjú til fimm árin verður að vinna með kínverskum kúabúum og afurða- stöðvum að því að efla mjólkur- framleiðsluna með ráðum og dáð, sér í lagi á stærri búum landsins,“ segir Snorri Sigurðsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Lands- sambands kúabænda, sem ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri miðstöðvar mjólkurtæknimála sem mjólkurrisinn Arla rekur í Kína með þarlendu afurðafélagi. Verk- efni Snorra er að vinna að mark- miðum stjórnvalda sem þýðir að auka þarf framleiðsluna um millj- arð lítra á ári. Vegur Snorra innan danska mjólkuriðnaðarins hefur aukist hratt síðustu árin, eða frá því hann flutti með fjölskyldu sinni til Árósa á árinu 2010 til þess að sækja sér endurmenntun. Hann vann þá hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og hugsaði sér að snúa heim og taka við fyrra starfi árið eftir. Hann segir að ekki hafi verið hljómgrunnur innan fjölskyld- unnar við þá hugmynd að fara strax heim. Börnin voru í skóla og eiginkonan, Kolbrún Anna Örlygs- dóttir, í vinnu. „Ég ákvað á þess- um tímamótum að skipta svolítið um gír, fara úr kennslu og rann- sóknum í landbúnaði yfir í ráðgjöf. Áður hafði ég starfað við hags- munagæslu fyrir kúabændur á Ís- landi svo mér þótti þetta rökrétt framhald, innan sama atvinnu- geira.“ Vann sig upp á skömmum tíma Honum stóð til boða að starfa við fóðurráðgjöf og mjólkur- gæðaráðgjöf. Hann valdi síðar- nefnda starfið vegna þess að þá gat fjölskyldan búið áfram í Árós- um. Starfið fólst í því að sinna ráð- gjafarþjónustu fyrir SEGES, sem er fyrirtæki í eigu dönsku bænda- samtakanna, á um 600 kúabúum á Jótlandi. Hann seldi kúabændum ráðgjöf til þess að leysa sum af þeim vandamálum sem herja á bú- in. „Í fáum orðum sagt gekk þetta afar vel og mér var vel tekið þrátt fyrir ákveðna málhelti vegna tungumálsins í byrjun.“ Honum var boðið að taka við stöðu landsráðunautar á þessu sviði á árinu 2015. Við það breytt- ist starf hans úr því að ráðleggja kúabændum í það að ráðleggja mjólkurgæðaráðgjöfum landsins en um leið að sinna stærstu við- skiptavinum fyrirtækisins. Í þeim flokki eru kúabú með eitt þúsund kýr eða fleiri. „Þetta starf gaf mér frábært tækifæri til þess að takast á við mjólkurframleiðslu á búum með mikla möguleika á hagræð- ingu og skipulagningu verka. Við náðum fljótt góðum árangri sem tekið var eftir. Það varð til þess að árið eftir var mér falin yfirstjórn allrar mjólkurgæðaráðgjafar í Danmörku. Var ég í því starfi þar til nú, að ég fór til Kína,“ segir Snorri. Danir í fararbroddi Kínverjar horfa mikið til Dana við eflingu mjólkurframleiðslu sinnar. Snorri segir að ástæðan sé sú að meðalnyt kúa er þar meiri en í öðrum Evrópulöndum, búin stærri að meðaltali og framleiðslan hagkvæm. Auk þess sé mjólk- urframleiðsla í Danmörku í far- arbroddi í umhverfismálum og menntastig bænda hærra en gerist og gengur. Arla sem er mjólkursamsala 12 þúsund kúabænda í Norður- Evrópu rekur með kínverska af- urðafélaginu Mengniu miðstöð mjaltatæknimála í Kína, í skjóli stjórnvalda beggja landanna. Hlut- verk hennar er að miðla þekkingu og reynslu frá Danmörku. Á með- an Snorri var hjá SEGES var hann nokkrum sinnum fenginn til að halda námskeið og ráðstefnur um mjólkurframleiðslu í Kína. „Þessi vinna leiddi til þess að sl. vor var leitað eftir því að ég tæki að mér starf sem framkvæmda- stjóri miðstöðvarinnar og þáði ég það eftir nokkra umhugsun,“ segir Snorri. Í Kína eru framleiddir 35 millj- arðar lítra af mjólk á ári. Það er 200 sinnum meira en á Íslandi. Snorri bendir á að þótt talan sé há sé þetta alls ekki mikil framleiðsla þegar horft er til stærðar landsins eða mannfjöldans sem er talinn nálægt 1,3 milljörðum. „Töluverð- ur vöxtur í eftirspurn eftir mjólk- urvörum hefur leitt til stöðugt vaxandi innflutnings. Yfirvöld hafa reynt að sporna við því með því að efla innlenda framleiðslu enn frek- ar. Í markmiðum um fæðuöryggi er miðað við að innlend framleiðsla standi undir að minnsta kosti 70% af mjólkurvöruneyslu landsmanna. Hefur það tekist en þegar litið er til framtíðar þarf að auka fram- leiðsluna um milljarð lítra á ári til að halda þessu hlutfalli. Þar kom- um við inn í myndina með okkar reynslu og þekkingu,“ segir Snorri. Athyglin beinist að stærri kúabúunum. Í Kína fækkar ört þeim búum sem eru með færri en 50 kýr en stærri búin vaxa hratt. Nú eru mörg kúabú með nokkur þúsund kýr hvert og krefst það annarskonar vinnubragða en á litlum búum. „Það er einmitt á þessum stærri búum, þeim sem eru með allt frá 300-400 kúm og upp í þúsundir sem einstök sér- þekking okkar nýtist,“ segir Snorri. Markmið starfseminnar næstu árin er að bæta gæði kínverskrar hrámjólkur, auka velferð dýranna og efla framleiðsluna með endur- menntunarnámskeiðum, upplýs- ingaritum og fleiru. „Viðfangsefnin eru margvísleg en öll á sviðinu frá frumframleiðslu og að dyrum af- urðastöðvar. Hér er einnig starf- rækt, óháð okkar starfsemi, þróun- armiðstöð mjólkurafurða sem vinnur að því að þróa og útfæra mjólkurvörur sem henta kínverska markaðnum.“ Áhöld fylgi vörunni Segir Snorri að matarhefðir og -venjur Kínverja séu töluvert frá- brugðnar evrópskum og því hafi margir lent á veggjum þegar þeir reyna að flytja vörur beint inn á markaðinn. „Til dæmis þarf að hafa hugfast að hér borðar fólk með prjónum og venjulegar te- skeiðar eða matarskeiðar eru fá- séðar. Því þurfa áhöld að fylgja vörunni, eigi að vera hægt að borða hana. Þá datt víst ein- hverjum í huga að flytja fasta osta hingað til lands en ostaskerar eru á fæstum heimilum svo það var tómt mál að tala um það. Því þarf að aðlaga vörur að markaðnum. Sem dæmi má nefna að Kínverjar vilja helst sætar og litríkar vörur sem ekki fara vel í Vesturlanda- búa. Afar áhugavert er að fylgjast með þeirri vinnu sem fram fer á þessu sviði,“ segir Snorri. Vinnur með þúsund kúa búum  Snorri Sigurðsson tekinn við stjórn miðstöðvar mjólkurtæknimála sem miðlar danskri þekkingu í mjólkurframleiðslu í Kína  Markmið stjórnvalda er að auka framleiðsluna um milljarð lítra á ári Ljósmynd/Arla Með prjónum Mjólkurneysla eykst á kínverskum heimilum. Þeir sem flytja mjólkurafurðir til landsins þurfa þó að láta áhöld fylgja. Framkvæmdastjóri Snorri Sigurðsson vinnur með Dönum og Kínverjum að því að efla mjólkurframleiðsluna í Kína. Markmiðið er að innflutningur mjólkurvara aukist ekki þrátt fyrir mikla aukningu í mjólkurneyslu. Snorri Sigurðsson flutti til Pek- ing fyrr í mánuðinum, þegar hann tók við nýja starfinu. Við- brigðin eru mikil að flytja frá Árósum, sem eru um 300 þús- und manna borgarsvæði, í stór- borg með 23 milljónir íbúa með tilheyrandi umferð, hávaða og mengun. „Þetta þarf allt að venjast en það sem kemur þó mest á óvart er hversu fáir skilja annað en kínversku,“ seg- ir hann. Fyrir vikið er það krefjandi að fara út í búð til þess að kaupa ósköp venjulegar heimilisvörur, eins og til dæmis mýkingarefni og hársápu. „Ekki er nokkur leið að lesa sér til um hvar það er að finna því fæstar vörur eru merktar með öðru en kínversku letri. Sem betur fer er hægt að nota þýðingarforrit Google hér en með því að beina símanum að kínverska letrinu breytist það yfir í það mál sem maður velur. Þetta gerir líf nýbúa hér miklu einfaldara. Þá eru öflug þýðingaforrit notuð í helsta samskiptamiðli Kínverja, We- Chat, sem einnig nýtist til að spyrja til vegar. Þegar frá líður náum við vonandi einhverjum tökum á kínverskunni enda er það hluti af ráðningu flestra út- lendinga að veita þeim kín- verskukennslu, og þá verður þetta eitthvað léttara.“ Kona Snorra, Kolbrún Anna Örlygsdóttir, flytur út til hans eftir áramótin ásamt dóttur þeirra. Elstu drengirnir eru við vinnu og í háskóla í Danmörku „og halda húsinu okkar í Árós- um heitu og hreinu á meðan við tökum þátt í þessu ævintýri í Kína“. Notar þýð- ingaforrit í búðinni MIKIL VIÐBRIGÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.