Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 Heyrnatól 24.900 kr. Ármúla 17, 108 Reykjavík, sími 552 8636, mbr.is Allt fyrir raftækni Hljómtæki Hátalari 95.900 kr. Í texta og myndmáli byggðasög- unnar er fjallað um þær jarðir sem verið hafa í ábúð á árabilinu 1781- 2017. Hverri jörð er lýst, bygginga getið og fylgir tafla yfir fólk og áhöfn á tímabilinu 1703-2017. Eign- arhald og saga jarðanna er rakin frá því þær koma fyrst við heim- ildir. Öllum fornbýlum og seljum er lýst og GPS- stöðuhnit þeirra til- greind. Ábúendatal frá tímabilinu 1781-2017 fylgir jarðarlýsingum, auk fjölda innskotsgreina; þjóðsög- ur, vísur og frásagnir af fólki og fyrirbærum. Hér á eftir eru birtar nokkrar innskotsgreinar úr bókinni. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Sölvi og Sigurður Sölvi Helgason var áreiðanlega landsfrægastur Slétthlíðinga á 19. öld, fæddur 16. ágúst 1820 á Fjalli, dáinn 20. október 1895 á Ystahóli. Þessi mynd er varðveitt í Davíðs- húsi á Akureyri og sögð sjálfsmynd Sölva. Hún er ólík öllum öðrum andlitsmyndum Sölva því að þótt hann væri meistari rósaverksins eru mannamyndir hans viðvanings- lega gerðar. Sigurður Guðmundsson málari fæddist á Hellulandi í Hegranesi 1833 og ólst þar upp. Sú sögn lifði í ætt hans að Sölvi Helgason hefði eitt sinn sem oftar komið á heimili foreldra Sigurðar á unglingsárum hans. Drengurinn teiknaði þá and- litsmynd af meistaranum og gerðist svo djarfur að sýna honum mynd- ina. Sölvi lét sér fátt um finnast og fussaði við en þegar hann bjóst síð- ar til brottferðar kallaði hann á strákinn sem varð smeykur því hann hélt að nú ætlaði alheimsspek- ingurinn að lúskra á sér fyrir ósvífnina. En þá var erindi Sölva að biðja hann að gefa sér myndina, sem Sigurður gerði. Nú má velta fyrir sér hvort hér sé eftirgerð Sölva af teikningu Sigurðar Guð- mundssonar málara, eða hreinlega teikning Sigurðar sem Sölvi hafi síðar skreytt kringum. Bölvaður andskotinn Á árunum 1841-1849 bjuggu á Krakavöllum Guðrún Jónsdóttir og Eiríkur Ásmundsson. Guðrún var ein þeirra kvenna sem annað er nær skapi en heykjast, þó að ekki liggi alltaf jafnljúft í seglum. Meðan þau hjón bjuggu á Krakavöllum varð það eitthvert sinn að Eiríkur lá rúmfastur alveg sumarlangt. Guðrún sá um að störf sumarsins gengju sinn vanagang eftir sem áð- ur. Jón Þorvaldsson í Nesi batt hey- band á Krakavöllum um sumarið. Að áliðnu sumri var það eitthvert sinn að komið var svartamyrkur þegar bindingi var lokið. Torf var ekki til heima og ekki nær en frammi í afrétt. Guðrún vildi strax láta sækja torf í myrkrinu um kvöldið og ekki hætta fyrr en búið væri að þekja heyið. Jón í Nesi var aftur á móti búinn að fá nóg eins og komið var. Nú sagðist hann fara heim en skyldi koma aftur strax með birtingu, sækja þá torfið og þekja heyið. Þegar Guðrún sá að engu tauti varð meiru komið við Jón lét hún hann hafa þakkirnar fyrir dagsverkið með eftirfarandi orðum: „Ætlarðu þá að yfirgefa mig svona, bölvaður andskotinn þinn!“ Heimilisiðnaður á Hamri Hermann Jónsson sem bjó á Hamri um aldarfjórðungsskeið á ár- unum 1923-1947 var þekktur ölhitu- maður á bannárunum og viður- kenndur gæðaframleiðandi. Í Fljótum var þá bruggöld mikil og markaðurinn einkum á Siglufirði. Siglfirðingar treystust ekki til að brugga sjálfir vegna nálægðar yfir- valdanna en reyndu eftir megni að fá nágranna sína til framleiðslunnar og útveguðu þá gjarnan efnið. Her- mann á Hamri var dverghagur maður á tré og járn eins og sagt var og gerði allt vel sem hann fékkst við. Um hann gengu þjóðsögur og sú þekktasta um þann atburð þegar Björn Blöndal eftirlitsmaður var á leið í heimsókn til Hermanns en festi bíl sinn í Sandósnum. Sagt var að Hermann kæmi þar að ríðandi og hjálpaði honum að ná bílnum upp en í átökunum hefði hann heimulega stungið gat á hjólbarða bílsins svo að Blöndal tafðist lengi við að koma bílnum í ökufært ástand en Hermann síðan hraðað sér heim því að Blöndal vissi ekki hver hann var. Gafst því tími til að undirbúa komu hans. Haraldur Hermannsson frá Ysta-Mói, tengda- sonur Hermanns sagði þessa sögu eftirfarandi: „Það sem gerðist um árið í Sand- ósnum var í raun þannig að Björn Blöndal var að koma í leit í Fljótin og ætlaði í Hamar. Hann festi bílinn í Sandósnum og bleytti hann. Þeir ganga því heim að Ysta-Mói og Lárus bróðir minn fer með hest með aktygjum til að reyna að draga bílinn upp úr ósnum. Þá ber þar að tvo menn ríðandi, Hermann á Hamri og Pál frá Beingarði í Hegranesi. Hann var þá hér við plægingar í Fljótum. Hann hafði þurft í smiðju með eitthvað sem brotnað hafði úr plógnum hjá hon- um og var með þetta í kerru og hestur þar fyrir. Þegar þá ber að er bíllinn í ósnum. Hermann spennir þá hestinn frá kerrunni og hjálpar til að draga bílinn upp úr ósnum. En þegar hann er búinn að því tek- ur hann aktygin af hestinum, fer á bak og ríður heim í Hamar og er kominn þangað vel á undan Blön- dal. Lárus segir að það sé ekki rétt að hann hafi stungið gat á dekkið á bílnum. Þeir voru hins vegar lengi að koma bílnum í gang. Petra kona hans var alltaf að skamma Her- mann sinn fyrir þetta brugg, var al- veg á móti þessu. Hermann tjáir henni samt hvað er á leiðinni og hún lét sig þá hafa það að taka bað- lyfskút og hellti honum saman við ílögnina, tók síðan heimaganginn og baðaði hann. Við þetta var hún að bauka þegar þeir komu og höfðu þeir þá ekkert út úr leitinni, fundu ekkert nema baðlöginn sem kæfði alla áfengislykt. Svona var þetta í raun og veru.“ Meistaraskot Sumarið 1953 veiktist kýr á Mið- Mói og tók engum bata, hvernig sem til var reynt. Kom svo að ekki virtist annað fyrir hendi en lóga henni. Sveinn Sigmundsson á Vest- arahóli var þá fenginn með riffil sinn til að skjóta kúna og hjálpa Páli bónda að gera hana til. Þetta var síðsumars og meðan Páll bóndi fór inn í fjós til að mýla kúna og koma henni út beið Sveinn úti á hlaði með byssu sína og strákpatt- arnir Guðmundur Óli og Jónmund- ur hjá honum. Börn máttu ekki vera viðstödd slátrun dýra, en á þessari stundu var ekki búið að reka strákana inn í bæ. Þannig hag- aði til að útvarpsloftnet úr einföld- um vír var strengt milli bæjar og hlöðustafns, um 30-40 metra vega- lengd. Meðan þeir biðu eftir Páli með kúna segir Sveinn allt í einu: „Á ég að sýna ykkur strákar hvað ég get“? Þeir vildu það gjarnan. Sveinn lyfti þá riffli sínum, miðaði og hleypti af. Kúlan tók í sundur vírinn og loftnetið féll á jörðina. Páll bóndi var ekki hrifinn af þessu uppátæki en sagði þó ekki mikið, enda var þetta meistaraskot. Björg húsfreyja hafði fleiri orð um því allmargir dagar liðu áður en lagt var í að koma loftnetinu saman aftur. Því er við að bæta, að þegar farið var að taka innan úr kúnni kom í ljós að helmingur fjögurra tommu nagla stóð út úr vömbinni á henni og var farinn að særa kviðinn innan frá. Mun þetta hafa valdið veik- indum kýrinnar. Hér er það Sveinn í Felli sem ræður Björn Jónsson í Bæ skrifaði í Lesbók Morgunblaðsins nokkra samantekt um Svein Árnason í Felli. Þar er m.a. eftirfarandi saga sem lýsir manninum nokkuð: Það var á bannárunum að ýmsir freist- uðust til að leggja í gerjun (sem kallað var) og brugga sér vín. Þetta kom víst fyrir í Fellshreppi eins og víðar. Fór það svo langt að kærur komu til Sigurðar Sigurðssonar sýslumanns. Hann varð því að fara í leiðangur, þó ekki væri honum það ljúft, og leita hjá nábúum hrepp- stjórans. Þetta þótti Sveini fullmikil afskiptasemi og var í mjög vondu skapi þegar sýslumaður kom með bílstjóra sínum. Heimreiðin að Felli var nokkuð niðurgrafin og ekki allt- af greiðfær á bíl og í þetta sinn varð bílstjórinn að fara yfir túnið til að komast heim. Af þessu varð Sveinn mjög styggur við bílstjórann. Sýslu- maður vildi þá bera í bætifláka, klappar á öxl Sveins og biður hann að afsaka þennan átroðning, þarna eigi hann sök en ekki bílstjórinn. Sveinn hristir af sér höndina og segir með nokkrum þjósti: Hér er það Sveinn í Felli sem ræður en ekki Sigurður sýslumaður. En í bæ- inn urðu þeir að koma og þiggja höfðinglegar góðgerðir. Ekki kjarkmaður á við kjaftinn Stórbóndi og fyrrum hreppstjóri í sveitinni reið stundum á bæi og skammaði menn. Þá voru Bogi og Fríða á Keldum. Kemur stórbónd- inn á gæðingi sínum og fer að skamma Boga: „Sjá þessa helvítis ræfla, sem ekki geta bjargað sér og eru að drepast.“ „Ég óskaði þess“, sagði Bogi, „að Fríða kæmi út“. Hún hafði góðan talanda. Í því slær stórbóndinn um sig með písknum úr hnakknum og ólin lendir á Boga. „Og þá reiddist ég“, sagði Bogi, „ég þreif í hann og kippti honum af baki og sagði að það væri óvíst hver ann- an græfi.“ Þá var honum nóg boðið og sagði ekki meira og fór heim. Hann var ekki kjarkmaður á við kjaftinn. Hafðu þetta Halldór kall Veturinn 1859-1860 gekk mann- skæður taugaveikifaraldur í Fljót- um og lagði a.m.k. 18 manns í gröf- ina. Um vorið geisaði barnaveiki og deyddi a.m.k. 19 börn í prestakall- inu fram til ársloka. Séra Jón Norð- mann á Barði hafði því ærinn starfa við greftranir þetta árið. Þann 20. febrúar 1860 var enn ein jarðarförin á Barði þegar borinn var til moldar Halldór Þorvaldsson bóndi á Minna-Grindli, sem látist hafði úr taugaveiki rúmri viku fyrr, 12. febrúar. Með líki hans var lagð- ur í kistuna þriggja ára drengur sem degi síðar hafði dáið á Steina- völlum í Flókadal, Sölvi Jóhannsson að nafni. Þegar að því kom að kasta rekunum brá Jón prestur út af van- anum. Í stað hins hefðbundna for- mála: „Af jörðu eru kominn ...“ heyrðu menn prest segja: „Hafðu þetta Halldór kall“ og „Þetta ætti að vera nóg fyrir þig Steinavalla- barn.“ Sögur af Skagfirðingum Áttunda bindi Byggðasögu Skagafjarðar er nýlega komið út. Það fjallar um Fellshrepp og Haganeshrepp, samtals 66 býli í Sléttuhlíð, Hrolleifsdal, Bökkum, Flókadal og Vestur-Fljótum, ásamt sveitarfélagslýsingum. Ritstjóri Byggðasögunnar er Hjalti Pálsson frá Hofi, en fyrirhugað er að bindin verði alls tíu. Sögufélag Skagfirðinga gefur ritið út. Alheimsspekingur Er þessi sjálfsmynd Sölva Helgasonar eftirgerð Sölva af teikningu Sigurðar málara? Ljósmynd/Úr einkasafni Húsfreyjan á Hamri Petra Stefáns- dóttir sem baðaði heimaganginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.