Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 78
78 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 Guðrún Tómasdóttir og Frank J. Ponzi felldu hugi saman þegar hún var við nám í New York og þau fluttu til Íslands að söngnáminu loknu. Þau ákváðu að flytja í Mosfellsdal og keyptu Brennholt í Helgadal. Byggt á bjartsýninni Nú áttum við hjónin land og meira að segja bæjarlæk en ekkert hús. Við fluttum samt í Dalinn sumarið 1964 og bjuggum með börnunum okkar í tjaldi á lækjarbakkanum, stungum upp garðholu og elduðum á prímus undir beru lofti. Þetta gekk bara ljómandi vel. Síðan hófum við Frank húsbygg- ingar úr allskonar rusltimbri sem við fengum að hirða, kassafjalir utan af bílum og rússnesku gleri nýttust okk- ur vel. Við höfðum aldrei reist eitt né neitt en byggðum bara á bjartsýninni, fluttum mikið af efninu á gömlum Volvobíl sem við komum með frá Ameríku og var kallaður Krypp- an. Vegurinn hingað upp eftir var afar slæmur en nú er allt orðið meira og minna malbikað. Þegar einn hús- veggurinn var ris- inn urðum við býsna ánægð en gleymdum að setja upp skástoðir og í næsta norðanveðri feyktist veggurinn um koll. Frank vildi þá hætta við allt saman en ég hélt nú ekki. Við ókum til Reykjavíkur og keyptum sperrur til að styðja við vegginn og upp fór hann aft- ur. Nágrannar okkar fylgdust náið með okkur borgarbörnunum og brostu út í annað munnvikið. Ekki voru gerð- ar neinar teikningar að húsinu og við steyptum ekkert í þessum fyrsta hluta. Þegar kofinn var fullbúinn fluttum við inn og sváfum þar á dívan. Ég eld- aði áfram á prímus og við sóttum kalt vatn í brunn hér undir brekkunni. Síð- ar fengum við vatn úr Laxnesdýjum ofan við Gljúfrastein, yndislegt vatn. Við fengum 50 gráðu heitt vatn úr bor- holu niðri við Suðurá og það dugði okk- ur fyrstu árin. Þegar byrjað var að bora eftir heitu vatni hér í Helgadaln- um hvarf vatnið hjá okkur en síðar tengdumst við hitaveitunni hér í Daln- um. Svo fengum við eldavél en eldhús- borðið er gömul hurð frá Gljúfrasteini sem Halldór Kiljan hafði legið á þegar hann var slæmur í baki. Svona geta ör- lög hlutanna orðið einkennileg: Upp- haflega var þetta hurð, síðan rúmbotn hjá nóbelsskáldi og loks borðplata í Brennholti. Gamalt gólf í nýju húsi Fjölskyldan kunni strax vel við sig hér í Mosfellsdal og svo fór að Frank vildi hvergi annars staðar vera. Hér gat hann gengið um á gúmmískóm, ræktað sinn garð, sinnt fræðistörfum og gert við málverk. Hann tók að sér allskonar störf í tengslum við listaverk, til dæmis kom Þorvaldur Guðmunds- son í Síld og fiski hingað einn góðan veðurdag með hluta af sínu mikla mál- verkasafni og Frank rammaði inn allar Kjarvalsskissurnar hans. Þar kom að við urðum að stækka við okkur og hugðumst byggja við fyrsta hluta hússins en þá komum við niður á klöpp sem við höfðum ekki hugmynd um að leyndist undir jarðveginum. Nú voru góð ráð dýr, ekki kom til greina að gefast upp en við leystum málið með því að elta klöppina upp brekkuna og byggðum húsið okkar á bjargi í bókstaflegri merkingu. Maður einn sem kom í heimsókn hafði þá á orði: Hafið þið aldrei heyrt talað um Nóbel sem fann upp dínamítið? Jú, jú, við vissum vel hvað dínamít var en það kom aldrei til greina að sprengja klöppina í burtu, hún réð bygging- arlaginu og húsið varð reisulegra fyrir vikið. Við steyptum sökkla fyrir ný- bygginguna og hrærðum steypuna sjálf en notuðum engar teikningar, byggðum bara eftir auganu úr ódýru efni. Með því að spara efniskostnað gátum við haldið íbúðinni á Háteigs- veginum þótt hún væri öll í skuld. Þangað fékk ég nemendur til mín í söngtíma og börnin okkar bjuggu þar um skeið þegar þau voru við nám í Reykjavík. Þriðji og efsti hluti Brennholts var byggður kringum 1970 og hluta af byggingarefninu fengum við hjá manni sem reif gömul hús í Reykjavík. Gólfið hérna undir fótum okkar er úr svonefndu Uppsalahúsi sem var rifið árið 1969 en byggt um aldamótin 1900 á horninu á Túngötu og Aðalstræti, ör- skammt frá Herkastalanum. Uppsalir voru vinsæll veitingastaður á sínum tíma og um 1920 gengu þar ung menntaskólaskáld um gólf, meðal ann- arra Halldór Laxness, Tómas Guð- mundsson og Sigurður Einarsson, síð- ar prestur í Holti undir Eyjafjöllum. Ætli andi þeirra hafi skilað sér hingað í Brennholt í gegnum gólffjalirnar? Gestir okkar höfðu sumir á orði að þeir hefðu áður drukkið kaffi á þessum fjöl- um. Fjölskyldan stóð hérna heilt sum- ar á hlaðinu við að naglhreinsa timbrið sem var gamalt og þurrt eins og bein en fínasti efniviður í nýja húsið okkar. Það getur verið mjög snjóþungt hér í Brennholti, það skefur óhemju mikið ofan af Grímannsfellinu. Tvö neðstu húsin fóru stundum alveg á kaf og þá voru 67 þrep úr eldhúsinu upp á skafl- inn. Það kom fyrir að við urðum að fara út um dyrnar á annarri hæð og einu sinni kom svo mikill snjór að við þurftum að láta krakkana skríða út um eina gluggann sem hægt var að opna. Til að komast leiðar okkar keyptum við nýjan Land Rover í bílaumboðinu Heklu. En ég tók aldrei bílpróf, það kostaði sitt og börnin voru látin ganga fyrir. Einhvern tímann ætlaði Frank að kenna mér á bíl en hann hafði litla þolinmæði í þeim efnum svo við gáfum það upp á bátinn. Ég kenndi bæði niðri í Mosfellssveit og Reykjavík og þurfti að fara oft á milli. En ég gekk bara út á þjóðveg og tók rútuna, það fannst mér ógurlega gaman. Ég kynntist þar fjöl- mörgu fólki, skólakrökkum og öðrum. Þá var rútan fulla klukkustund á leið- inni til Reykjavíkur svo það var nógur tími til að spjalla, ég hef alltaf haft gaman af allskonar mannfólki. Grænmeti á skattstofunni Því er ekki að neita að mörgum fannst lífsmáti okkar hér í Brennholti sérstakur og jafnvel undarlegur. Hann minnti dálítið á hippana en við Frank vorum reyndar heilli kynslóð á undan þeim. Við vildum fyrst og fremst vera frjáls, rækta okkar grænmeti og lifa næstum því sjálfbæru lífi. En við þótt- um skrýtin, fólki fannst það sérstakt að við sem áttum íbúð í Reykjavík skyldum dvelja hér allt árið og börnin þyrftu að ganga út á þjóðveg í hvaða veðri sem var. Skattstjórinn gerði eitt sinn athugasemdir við framtalið okkar og taldi að við gætum ekki framfleytt okkur á þeim rýru tekjum sem við gáf- um upp til skatts. En þá fór ég með fullan poka af grænmeti á skattstofuna til að sýna hvað landið okkar gaf af sér. Eftir þá heimsókn var ekki kvartað yf- ir framtalinu okkar. Þegar við vorum nýflutt í Brennholt smíðuðum við lítið gróðurhús, settum grindina saman niðri á Háteigsvegi og fluttum hana hingað upp eftir þar sem við strengdum plast yfir hana. Svo settum við upp litla sundlaug við hlið- ina á gróðurhúsinu svo þetta var allt eins og best varð á kosið. Laugin dugði vel þar til hún fauk einn vondan veður- dag. En við höfðum áhuga á frekari yl- rækt og ákváðum að reisa stærra gróðurhús. Frank byggði það að mestu leyti sjálfur, börnin tóku þátt í þessu af lífi og sál, teikningarnar komu frá Vélsmiðjunni Héðni en Leifur Loftsson hjálpaði okkur við röralagn- inguna. Leifur kom að Álafossi sem ungur maður og ég man vel eftir hon- um þaðan. Hann ílentist í Mosfellssveit og var sannkallaður þúsundþjala- smiður, einkum á járn, og rak lengi verkstæði hér í sveitinni. Það var sama hvort það þurfti að gera við heyvinnu- vélar eða lúðrana í skólahljómsveitinni, alltaf hafði Leifur lausnina í hendi sér. Hitt vissu færri að Leifur var sjálf- menntaður tungumálamaður, las bæk- ur á Norðurlandamálunum, ensku og þýsku og kunni meira að segja esper- antó. Leifur varð mikill og góður vinur okkar, þarna á veggnum sérðu blý- antsteikningu af honum eftir Sverri Haraldsson. Ég fékk myndina að gjöf eftir að Leifur lést og þykir ákaflega vænt um hana. Gestagangur Eftir að við fluttum í Mosfellsdalinn kynntumst við nýjum nágrönnum og ég styrkti gömul vináttubönd í sveit- inni. Halldór og Auður í Gljúfrasteini voru bestu nágrannar sem hægt var að hugsa sér og það var töluverður sam- gangur milli heimilanna. Halldór staldraði stundum við hér í gönguferð- um sínum, einkum þegar mikill erill var heima fyrir. Einu sinni var hann hér í heimsókn ásamt Halldóru Jó- hannesdóttur á Mosfelli og Sigríði Þórmundsdóttur í Meltúni í Mosfells- sveit en hann þekkti þær frá gamalli tíð. Þá var nú kátt í kotinu, Halldór var bestur innan um gömlu sveitungana þegar hann var ekki í neinu hlutverki. Auður kom oft með gesti í heimsókn, til dæmis Rögnvald Sigurjónsson pí- anóleikara og konu hans Helgu Egil- son. Þá hringdi Auður á undan sér og spurði hvort hún mætti koma með fólk hingað, við bökuðum kannski pönnu- kökur og spjölluðum saman þessi ósköp. Halldór Hansen, læknir og tón- listarunnandi, kom líka oft með frægt tónlistarfólk, íslenskt og erlent. Hall- dór reykti mikið svo þá fylltist stofan af tóbaksreyk. Gagga Lund kom líka í heimsókn, alltaf kát og skemmtileg. Það var alltaf gestkvæmt hjá okkur, oft glatt á hjalla og fólk stansaði lengi: Ættingjar, sendiráðsstarfsmenn og listafólk, bæði tónlistarfólk og mynd- listarmenn eins og Sverrir Haraldsson og Dieter Roth. Þá buðum við upp á afurðir úr eigin garði, bæði grænmeti og krydd. Stundum fluttum ég og krakkarnir eitthvert lag fyrir gestina, til dæmis Sofðu, unga ástin mín. Þá söng Margrét, ég lék á píanó en Tómas á fiðlu. Þegar Óli móðurbróðir minn kom í heimsókn var alltaf sungið, Tommi bað hann ævinlega að taka lag- ið Kirkjuhvoll og komst við, honum fannst það svo fallegt. Þegar Kristín Jónsdóttir, læknir og vinkona mín, kom hingað ásamt Elíasi Davíðssyni manni sínum settist hann ævinlega við píanóið. Það var sama hvaða nótur voru settar fyrir framan Elías, hann gat spilað hvað sem var og gerði merkilegar útsetningar á þjóðlögum ... Byggt á bjartsýninni Bjarki Bjarnason hefur skrásett ævisögu Guðrúnar Tómasdóttur söngkonu í bókinni Söngurinn og sveitin. Hálfþrítug hélt Guðrún til söngnáms í New York, en fluttist svo aftur í sveitina þar sem hún ólst upp. Ljósmynd/Úr einkasafni Söngurinn Fjölskyldutónleikar í Brennholti: Guðrún, Tómas og Margrét. Ljósmynd/Úr einkasafni Sveitin Vísir að því sem síðar varð - fyrsta byggingin í Brennholti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.