Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 holar@holabok.is — www.holabok.is Hún lék hlutverk sitt sem harður sjómaður þar til hún gat ekki meira og ákvað að bertjast fyrir tilveru sinni sem kona. Mergjaðar frásagnir af Héraðsmönnum. Gamansögur af íslenskum sjómönnum. Átök á hafi úti, óvenjulegar jólagjafir, örnefni á hafsbotni, sviptingar í pólitík og margt fleira. Íslandstengdar frásagnir úr seinni heimsstyrjöldinni. Fróðlegar og fyndnar! Agnes Bragadóttir Arnar Þór Ingólfsson Magnús Heimir Jónasson Vilhjálmur Andri Kjartansson Stjórnarsáttmáli Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks, var samþykktur af stofnunum stjórnmálaflokkanna þriggja, á fund- um sem haldnir voru í gær. Í dag verður efni sáttmálans kynnt og þá verður einnig tilkynnt formlega hverjir munu skipa ráðherraembætti. Fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar stjórn- ar mun fara fram laust eftir hádegi á Bessastöðum. Flokksráðsfundur Sjálfstæðis- flokksins var haldinn í Valhöll síðdeg- is í gær. Um 250 manns sóttu fundinn, sem hófst kl. 16.30 og stóð yfir í tæpa tvo tíma. Bjarni Benediktsson las upp stjórnarsáttmálann í heild sinni fyrir flokksmenn. Þeir fulltrúar sem Morg- unblaðið ræddi við lýstu yfir almennri ánægju með efni sáttmálans. Á fundinum voru léttar umræður um sáttmálann og höfðu einhverjir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins m.a. áhyggjur af útgjaldaaukningu hins opinbera, hækkun fjármagnstekju- skatts og þá var spurt um hvort gisti- náttagjald í ferðaþjónustu ætti að renna í jöfnunarsjóð. Kosið var með handauppréttingu á fundinum og var sáttmálin samþykktur samhljóða. Flokksráð VG kom saman á Grand Hóteli í Reykjavík en á annað hundr- að félagsmanna sótti fundinn og hafði þar málfrelsi og tillögurétt. Rúmlega eitt hundrað flokksráðsfulltrúar höfðu hinsvegar atkvæðisrétt á fund- inum sem hófst klukkan 17.00 og stóð yfir í á fimmtu klukkustund. „Það voru ýmsar tilfinningar í gangi sem er bara eðlilegt og fólk tjáði sig og þetta voru hreinskiptnar umræður og góð- ar,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, um fundinn í gær. „Það er bara eðlilegt að það séu skiptar skoðanir í lýðræðislegri hreyfingu,“ segir Kolbeinn og bætir við að samstaða meðal flokksmanna fundi loknum væri síðan mikilvæg. Samþykktu fundarmenn að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á grundvelli fyrir- liggjandi stjórnarsáttmála en 15 greiddu atkvæði gegn samstarfinu og 75 fulltrúar með. Alls greiddu 93 at- kvæði. 81% flokksmanna samþykktu stjórnarsáttmálann en 16% sögðu nei og 3% skiluðu auðu. Meðal þeirra sem höfnuðu stjórn- arsáttmálanum voru Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfs- dóttir, þingmenn VG. Þingstyrkur Vinstri grænna í ríkisstjórninni verð- ur því 9 þingmenn í stað 11 eins og úr- slit þingkosninga gáfu tilkynna að hann yrði. Andrés Ingi birti ræðu sína af flokksráðsfundinum á Facebook í gærkvöldi. Katrín Jakobsdóttir yrði „stórfínn forsætisráðherra“, en að hann væri ekki sannfærður um að þetta væri rétta ríkisstjórnin fyrir hana eða VG. Hann sagðist sjá of mikla annmarka á sáttmálanum og myndi ekki styðja hann. Hann sagðist sjá of margt líkt með nýjum sáttmála og stjórnarsáttmála fráfarandi ríkisstjórnar og fá merki þess að Vinstri græn gætu „dregið samstarfsflokkana í rétta átt“. Þá sagði hann stjórnarsáttmálann byggjast um of á trausti gagnvart samstarfsflokkunum og að stóru deilumálin á milli andstæðra póla í íslenskum stjórnmálum væru ekki útkljáð í efni hans. Einnig sagðist hann óttast að VG yrði samdauna samstarfsflokkunum og fyndist honum stjórnarsáttmál- inn þegar bera þess merki. Hann sagði upphafsorð kaflans um skatta- mál líkari orðalagi sem hann myndi búast við frá Viðskiptaráði Íslands og lýsti sig að auki ósáttan við að NATO-aðild Íslands og varnarsamn- ingur Íslands og Bandaríkjanna væri sagður lykilstoð í vörnum Ís- lands. Þá sagðist Andrés ekki sannfærð- ur um að hægt væri að treysta Sjálf- stæðisflokknum í samstarfi. Að hans mati þyrfti að lesa málefnasamning- inn „í samhengi við ástæður þess að boðað var til síðustu kosninga og hvaða flokkar eru hinum megin við borðið“. Framsóknarmenn samhljóða Miðstjórn Framsóknarflokksins kom saman um áttaleytið í gær- kvöldi og stóð fundurinn í um tvo klukkutíma. Létt var yfir framsókn- armönnum í gær og var stjórnarsátt- málinn og samstarfið samþykkt samhljóða af miðstjórnarfólki. „Það er ánægja með kraftmikinn stjórnarsáttmála sem fólk er sátt við,“ segir Sigurður Ingi Jóhanns- son, formaður Framsóknarflokks- ins. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins lýsti enginn á fundinum yfir óánægju sinni með stjórnarsáttmál- ann eða samstarfið. Sýnt á ráðherrakapalinn Flokkformennirnir höfðu lokið við að funda einslega með hverjum og einum þingmanni þegar þingflokkar og aðrar flokksstofnanir komu sam- an til að ráða örlögum stjórnarsam- starfsins. Á einkafundunum var ekki upplýst með hvaða hætti ráðherra- embættum yrði úthlutað. Morgun- blaðið hefur það hins vegar eftir heimildum að brotthlaup tveggja þingmanna VG frá stjórnarsam- starfinu hafi ekki áhrif á skiptingu ráðuneyta og annarra embætta milli flokkanna. Stendur hún óhreyfð þótt VG hafi nú að baki sér 9 þingmenn í stað 11 eins og kosningaúrslit gáfu til kynna. Sjálfstæðisflokkur mun skipa fimm ráðherra og VG og Framsókn þrjá hvort. Katrín Jakobsdóttir verður for- sætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Svandís Svavarsdóttir verður heil- brigðisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon verður forseti Alþingis. Þá munu Vinstri grænir einnig fá emb- ætti umhverfisráðherra. Athygli vekur að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, verður samgöngu- og sveitarstjórn- arráðherra í stað Jóns Gunnarsson- ar og þá tekur Lilja Alfreðsdóttir við menntamálaráðuneytinu af Krist- jáni Þór Júlíussyni. Þá mun Fram- sóknarflokkur einnig fá embætti fé- lags- og jafnréttismálaráðherra. Auk fjármála- og efnahagsráðu- neytis munu Sjálfstæðismenn fá dómsmálaráðuneytið, utanríkisráðu- neytið og báða ráðherrastólana í at- vinnuvega- og nýsköpunarráðuneyt- inu. Fengu samþykki flokksstofnana  Sigurður Ingi verður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra  Sjálfstæðisflokkur fær embætti land- búnaðar- og sjávarútvegsráðherra  VG fær stól þingforseta þrátt fyrir brotthlaup tveggja þingmanna Morgunblaðið/Hari VG Loft var lævi blandið á flokksráðsfundi VG á Grand Hóteli í gærkvöldi. Þar mæltu tveir þingmenn flokksins gegn stjórnarsamstarfinu. Að lokum var gengið til atkvæðagreiðslu um stjórnarsáttmálann og féllst flokksráðið á hann. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon XD Flokksráð Sjálfstæðisflokksins kom saman í Valhöll í gær og var þar samþykkt einum rómi að ganga til stjórnarsamstarfs með VG og Framsókn. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon XB Miðstjórn Framsóknarflokksins hittist í Bændahöllinni og eftir um tveggja tíma fund var stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar samþykktur. Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þing- menn Vinstri grænna, styðja ekki ríkisstjórnarsáttmála Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Ólafur Þ. Harðarson, pró- fessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir fá dæmi þess að þingmenn hafi ekki stutt ríkisstjórnarsáttmála eig- in flokks í upphafi kjör- tímabils. „Ég man ekki til þess að það hafi gerst með þessum hætti en það hefur iðulega gerst að það kvarnist úr stjórnarliðinu á kjörtímabilinu. Rétt eins og gerðist t.d. í ríkisstjórn Sam- fylkingar og Vinstri grænna 2009-2013. Það koma reyndar fyrir við upphaf nýsköp- unarstjórnarinnar að fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks studdu hana ekki. Það kom þó ekki að sök þar sem stjórnin var með góðan þingmeirihluta segir Ólafur en að nýsköp- unarstjórninni komu Sjálfstæð- isflokkur, Alþýðuflokkur og Sósíalistaflokkur árið 1944. Ganga klofin til leiks FÁ FORDÆMI Í SÖGUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.